Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 18
Costco á Íslandi ætlar ekki að tak- marka fjölda þeirra sem geta keypt einstaklings- eða fyrirtækjaaðild að vöruhúsi bandaríska fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Enn er stefnt að opnun þess í lok maí. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, í skriflegu svari við fyrirspurn Markað- arins. „Við teljum að 323.000 meðlimir væri góð tala,“ segir Pappas og vísar augljóslega í tölur yfir mannfjölda á Íslandi. „En í fullri alvöru þá erum við ekki með einhvern kvóta eða þak á með- limafjölda. Miðað við íbúafjölda Reykjavíkur er ólíklegt að við munum sprengja 13.300 fermetra húsnæði okkar í fyrirsjáanlegri framtíð. Von- andi munu flestar fjölskyldur og minni fyrirtæki sjá sér hag í meðlimaaðild og ganga í klúbbinn.“ Pappas, sem einnig ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni og í Frakklandi, sagði í samtali við Vísi þann 24. febrúar að hann hefði aldrei á sínum 26 árum hjá Costco séð eins mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og Íslandi. Varaforstjórinn vildi þó ekki svara því hversu margir einstaklingar eða fyrir- tæki höfðu þá keypt aðild að Costco. Fyrirtækið hafði þá nýverið opnað skráningarstöð á lóð sinni í Kauptúni. Þar geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið rétt eftir opnun. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlim- um. Pappas segir enn stefnt að opnun í lok maí en á heimasíðu fyrirtækisins segir að vöruhúsið verði opnað um mitt ár 2017. – hg Takmarka ekki fjölda Costco-meðlima Verktakar ÞG Verks vinna við að undirbúa opnun Costco. Fréttablaðið/EyÞór Steve Pappas, varaforstjóri Costco í Evrópu. Þeir sérstöku skattar sem leggjast á íslensk fjár-málafyrirtæki munu að óbreyttu rýra heildar-virði bankakerfisins um allt að 280 milljarða króna. Verði hins vegar af áformum stjórnvalda um lækkun svonefnds bankaskatts í þrepum á árunum 2020 til 2023 – skatthlutfallið á skuldir fjármálastofnana lækki þá úr 0,376% í 0,145% – þá nemur virðisrýrnunin tæplega 150 millj- örðum króna. Þetta kemur fram í útreikningum sem birtast í Hnotskurn, fyrsta rit- inu í nýrri ritröð Samtaka fjármála- fyrirtækja (SFF), en á árinu 2016 námu greiðslur íslenskra fjármála- fyrirtækja vegna sérstakra skatta samtals um 15 milljörðum. „Ekkert Evrópuríki hefur lagt á bankaskatt, skatt á launagreiðslur og viðbótar- skatt á hagnað fjármálafyrirtækja eins og gert hefur verið hér á landi,“ segir í ritinu, en höfundur þess er Yngvi Örn Kristinsson, hagfræð- ingur SFF. Þessir þrír skattar skiluðu um tveimur prósentum af heildar- tekjum ríkissjóðs í fyrra og sam- svara um 0,6 prósentum af lands- framleiðslu Íslands. Mestu munar um bankaskattinn en hann er um tíu sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkast hjá þeim Evrópu- löndum sem á annað borð leggja á slíkan skatt. Íslenska ríkið fer með eignarhald á stærstum hluta fjármálakerfisins en miðað við núverandi eigið fé bankanna nemur samanlagður eiginfjárhlutur ríkisins í stóru bönk- unum þremur um 480 milljörðum. Samkvæmt nýbirtum drögum að eigendastefnu fyrir fjármálafyrir- tæki í eigu ríkisins stendur til, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja 13 prósenta hlut í Arion banka og 100 prósent í Íslands- banka en halda eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Fyrirséð er því að endurheimtur ríkissjóðs verða umtalsvert minni en ella við fyrirhug- aða sölu á bönkunum vegna sérstöku skattanna sem þeir greiða enda hafa skattarnir þau áhrif að minnka veru- lega arðsemi af rekstri. Skatturinn hækkaður 2013 Í riti SFF er bent á að enginn af þeim sérstöku sköttum sem nú gilda um fjármálafyrirtæki er tíma- bundinn. Bankaskatturinn, sem leggst á skuldir fjármálastofnana, var síðast hækkaður úr 0,041 pró- senti í 0,376 prósent árið 2013 til að standa straum af kostnaði við leið- réttingu verðtryggðra íbúðalána og um leið var undanþága slitabúa gömlu bankanna til að greiða skatt- inn afnumin. Í ríkisfjármálaáætlun sem var afgreidd á Alþingi á síðasta ári kom fram að hefja ætti lækkun bankaskattsins á árinu 2020 í fjórum áföngum niður í 0,145 prósent. Þessi áform hafa þó ekki verið lögfest. Í greiningu Yngva er með tvenn- um hætti lagt mat á þau áhrif sem hinir sérstöku skattar hafa á virði Minnka virði banka um 280 milljarða Sérstakir skattar rýra heildarvirði bankakerfisins um tæplega 280 milljarða. Verði af áformum um lækkun bankaskatts 2020 er virðis- rýrnunin um 150 milljarðar. Ríkið er eigandi meirihluta hlutafjár bankanna og endurheimtur verða því minni en ella við sölu þeirra. landsbankinn er að 98 prósenta hluta í eigu ríkisins og nam eigið fé bankans 251 milljarði í árslok 2016. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Lánin færast yfir til lífeyrissjóða Á innlendum fjármagnsmarkaði er vaxtastig á skuldabréfum banka um 3,5 til 4 prósent þegar um verðtrygg- ingu er að ræða en 5-6 prósent á óverðtryggðum skuldabréfum. Í riti SFF er því bent á að bankaskatturinn, sem er 0,376 prósent og leggst á allar skuldir bankastofnana, sé veru- legur í hlutfalli við vaxtakostnað. Þetta veldur því, til viðbótar við þann kostnað sem bankar þurfa að bera vegna hárra eiginfjárkrafna, að fjármálastofnanir eru í lakari sam- keppnisstöðu en ella í meðal annars lánveitingum með veði í fasteignum. Þetta hefur birst í auknum umsvif- um lífeyrissjóða á íbúða lánamarkaði en ný útlán þeirra til heimila í fyrra námu rúmum 89 milljörðum á meðan lán banka og sparisjóða voru á sama tímabili um 77,6 milljarðar. Sjóðirnir voru með rúmlega 53 pró- senta hlutdeild í nýjum útlánum á þeim markaði á árinu 2016. 2015 2016 Bankaskattur 8,6 8,7 0,376% af skuldum Fjársýsluskattur 2,4 2,5 5,5% af launum Sérstakur fjársýsluskattur 3,7 3,7 6% af hagnaði umfram 1 milljarð Samtals 14,7 14,9 ✿ Borguðu 15 milljarða í sérstaka skatta Skattar bankaskattur ótímabundnir lækkaður 2020-2023 Bankaskattur 168 40 Fjársýsluskattur 37 37 Sérstakur fjársýsluskattur 71 71 lækkun á virði samtals 276 148 ✿ Áhrif skattanna á heildarvirði banka í milljörðum króna í milljörðum króna bankanna. Annars vegar er gengið út frá því að þessir skattar verði til staðar ótímabundið og hins vegar er miðað við að bankaskatturinn lækki í þrepum frá og með 2020 í samræmi við ríkisfjármálaáætlun. Aðferðin sem er notuð felst í því að núvirða áætlaðar skattgreiðslur bankanna og að greiðslurnar haldist óbreyttar frá því sem þær voru árið 2016. Við núvirðinguna er stuðst við ávöxtunarkröfu á löngum óverð- tryggðum ríkisskuldabréfum, sem nú er um 5,1 prósent. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem kynntar eru í ritinu gætu áhrif sérstakra skatta á virði bankanna verið á bilinu 148 til 276 milljarðar króna. Til samanburðar nam bók- fært eigið fé bankanna um 700 milljörðum í árslok 2016. Yngvi Örn bendir á það í ritinu að ef áform stjórnvalda ganga eftir, að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins í 0,145 prósent, sem neðri mörkin miðast við, þá er það hlutfall nærri því sem gert er ráð fyrir að bankar og önnur fjármálafyrirtæki greiði til skila- meðferðarsjóða innan ESB fram til ársins 2023. – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r4 markaðurinn 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -F E 8 C 1 C 6 6 -F D 5 0 1 C 6 6 -F C 1 4 1 C 6 6 -F A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.