Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 8
 Ef þú ert að leita að rúmgóðum bíl er Golf Variant Metan svarið. Hann er umhverfisvænn, fær frítt í stæði, gengur bæði fyrir metani og bensíni og kemur þér allt að 1.300 km á áfyllingunni. Skiptu yfir í Golf Variant Metan og láttu fara vel um þig og þína. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Golf Variant Trendline 1.4 TGI Metan beinskiptur: 3.190.000 kr. Sjálfskiptur: 3.390.000 kr. Spar á krónurnar – örlátur á kílómetrana. 5 ára ábyrgð Kim Jong-Nam, hálf- bróðir einræðis herrans í Norður- Kóreu, deyr á flugvellinum í Kúala Lúmpúr þar sem hann ferðaðist með vegabréf skráð á nafnið Kim Chol. Lögreglan í Malasíu handtekur víetnamska konu, Doan Thi Hu- ong (til vinstri), mann að nafni Farid Bin Jalaluddin (í miðju), indónesíska kærustu hans, Siti Aisha (til hægri við hann), og norðurkór- eska efnafræðinginn Ri Jong Cho (hér til hægri). Leitað er að sjö manns til við- bótar í tengslum við rannsókn á málinu. Allir eru þeir norður-kór- eskir, þar á meðal Hyon Kwang Song, starfsmaður sendiráðsins. Kang Chol, sendi- herra Norður-Kór- eu í Malasíu, segir að Norður-Kóreu- stjórn geti ekki treyst niðurstöðum krufningar og sakar Malasíustjórn um að eiga í leynilegu samstarfi við Suður-Kóreu. ✿ Atburðarásin í kjölfar morðsins á Kim Jong-Nam Najib Razak, for- sætisráðherra Malasíu, svarar með því að segja Chol sýna ókurteisi. Rannsókn leiðir í ljós að tauga- eitrið VX varð Kim að bana. Leyniþjónusta Suður-Kóreu slær því fram að Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi látið myrða hálfbróður sinn. Aisyah og Huong eru formlega ákærðar fyrir morðið á Kim. Þær eiga yfir höfði sér dauðadóm. Malasía hættir að leyfa Norður-Kóreubúum að koma til landsins án vegabréfsáritunar. Um þúsund Norður-Kóreubúar starfa í Malasíu. Ri Jong Chol sleppt úr haldi og sendur til Norður-Kóreu. Lögregla hefur ekki nægar sannanir til að ákæra hann. Chol sendiherra rekinn frá Malasíu. Norður-Kórea bregst við með því að reka sendiherra Malasíu, Moha- mad Nizan Mohamad (til vinstri), úr landi. Norður-Kórea bannar malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, þar á meðal þremur stjórnarerindrekum og skyldfólki þeirra. Najib, forsætisráðherra Malasíu, segir að þarna sé Norður-Kórea í raun að halda malasískum ríkisborgurum í gíslingu, en grípur til sams konar aðgerða gegn norðurkóreskum ríkis- borgurum í Malasíu. LJÓSMYNDIR: AP OG LÖGREGLAN Í MALASÍU NORÐUR-KÓREA Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórn- völd skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð við- brögð og hefur Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag. Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í  síðasta mánuði skýrði Kína- stjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt.  Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutnings- tekjum landsins hafa komið af kola- sölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðis- stjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálf- bróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. Malasískur lögreglumaður lokar innganginum að sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. Sendiráðsstarfsmenn mega ekki yfirgefa svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborg- urum að yfirgefa Malasíu. gudsteinn@frettabladid.is 8 . M A R S 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -1 C 2 C 1 C 6 7 -1 A F 0 1 C 6 7 -1 9 B 4 1 C 6 7 -1 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.