SÍBS blaðið - 01.01.2007, Side 8

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Side 8
8 Um langt árabil hefur sá siður tíðkast í Múla- lundi að bjóða starfsfólki og gestum upp á hangikjöt í hádeginu um viku fyrir jól. Þetta er hið hefðbundna jólahlaðborð starfsmanna og er ríkulega framborið, enda er yfirleitt eftirvænt- ing hjá starfsmönnum þegar að þessu dregur og mörgum þeirra finnst þetta staðfesting á því nú fari jólin að koma. Meðal góðra gesta að þessu sinni var starfsfólk SÍBS, ýmsir fyrrverandi starfsmenn Múlalundar og félagsmálaráðherra ásamt aðstoðarmanni sínum. Margrét Anna Þórðardóttir, sem hóf störf hjá Múlalundi, meðan hann var starfræktur í Ármúla 34, en er nú hætt störfum, sagði að í Ármúlanum hefði ekki verið aðstaða til slíkra hátíðarhalda vegna þrengsla. Hangikjötsveislan hefði hins vegar fljótlega hafist þegar flutt var í Hátún 10, þar sem var stór og rúmgóður. Nú Hangikjötsveisla í Múlalundi var rúmt um starfsmenn og gesti og veitingar sérlega ljúffengar. Þess má geta að þar sem Múlalundur var áður til húsa í Ármúla 34 hefur SÍBS ásamt Reykja- víkurdeild Rauða krossins og Félagi eldri borg- ara í Reykjavík rekið dagvistun fyrir aldraða í yfir 20 ár. Múlalundur er elsti starfandi vinnustaður öryrkja á landinu, hefur verið við lýði í 58 ár og þar starfa nú hátt á fimmta tug starfsmanna. Að sögn Helga Kristóferssonar framkvæmda- stjóra Múlalundar skilar Múla- lundur árlega 12–15 einstakling- um aftur út í þjóðfélagið, ýmist í skóla eða vinnu. Hér með fylgja nokkrar myndir úr jólaveislunni á Múlalundi. Jóhanna Pálsdóttir, formaður Samtaka lungnasjúklinga var meðal gesta, en hún er l íka varamaður í stjórn Múlalundar. Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Óskar Árni Mar úr varastjórn Múlalundar. Valur Stefánsson, fyrrv. formaður stjórnar Múlalundar, Helga Marteinsdóttir frá Happdrætti SÍBS, Helgi Hróðmarsson framkvæmdastóri SÍBS og Kristín Þóra Sverrisdóttir skrifstofustjóri Happdrættis SÍBS. Sigurður Rúnar Sigurjónsson, formaður SÍBS.Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Helgi Kristófersson framkvæmdastjóri Múlalundar. Margrét Anna Þórðar- dóttir starfaði hjá Múlalundi um árabil en er nú hætt störfum. Oddur Vífi lsson og Vífi l l Oddsson. M ú la lu n d u r

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.