SÍBS blaðið - 01.01.2007, Page 19

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Page 19
19 hálft annað ár. Á meðan fjaraði heldur undan rekstri fyrirtækisins og menn þar misstu móð- inn, ef svo má segja. Við störfuðum þó áfram eftir að ég kom til baka en af minna krafti. Oddur Ólafsson var þá að leita að nýjum tæki- færum fyrir ungt vinnuheimili að Reykjalundi og það varð úr að Reykjalundur keypti fyr- irtækið og ég varð verkstjóri þar yfir plastfram- leiðsludeildinni og síðar framleiðslustjóri.“ Um þetta leyti var starfandi á Reykjalundi saumastofa og húsgagnagerð og trésmíðaverk- stæði, þar sem m.a. voru smíðaðir leikfangabíl- ar. Plastgerðin skapaði nýja möguleika í leik- fangagerðinni og framleiddar voru allt að þrjá- tíu tegundir leikfanga sum árin. Svo komst fyr- irtækið í samband við LEGO í Danmörku sem voru að byrja framleiðslu á kubbum sínum þar. Reykjalundur náði samningum um einkaleyfi á framleiðslu og vörum frá þeim hér á landi. Steypumótin voru leigð frá LEGO í Danmörku. Þessari framleiðslu hér var svo hætt að ósk Reykjalundar á áttunda áratugnum og við tók einkaleyfi á sölu LEGO kubbanna hér. Rafmagnsídráttarvír var með því fyrsta sem framleitt var. Keyptar voru nýjar vélar, sem nú myndu þykja heldur frumstæðar, en gerðu sitt gagn og vírinn var húðaður með plasti og aftur vafinn í rúllur. Þessu fylgdu ýmis vandamál, því erlendir framleiðendur héldu aðferðum sínum leyndum. Jón fékk t.d. ekki að skoða neina verksmiðu erlendis sem notaði vélar af þessari gerð. Í fyrrnefndu viðtali Friðriks G. Listmálarinn á vettvangi. Trönurnar og flettitafla fyrir teikningar og riss. Skammdegisferð pastelmynd eftir Jón. Haustmorgunn, olíumálverk.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.