SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 6

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 6
SÍBS BLAÐIÐ 2015/26 Aðgerðarleysi stjórnvalda Heilbrigðis- og menntayfirvöld um allan heim hafa á undanförnum árum reynt að sporna við þessari neikvæðu þróun með ýmsum aðgerðum, en án árangurs. Fjölmargar aðgerðir, sem miða að því að lækna eða meðhöndla neikvæðan lífsstíl fólks, sýna miðlungsárangur og oft verri langtímaárangur. Flestar þessara aðgerða eru skammtíma aðgerðir, herferðir eða áróður, þar sem reynt er að hafa áhrif á hegðun fólks. Rann- sóknir hafa á síðustu árum sýnt að aðaláherslan eigi að vera á langtíma og vel skipulagðar forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir frekar en að nota ákveðin meðferðarúrræði. Í þessu sam- hengi er nauðsynlegt að einblína á breytingar á hinum offitustuðlandi og hreyfihamlandi þáttum í þjóðfélaginu og umhverfi okkar, samhliða því að stuðla að markvissum breytingum á atferli og hegðun einstaklingsins. Lykilatriðið er að reyna að hafa bein áhrif á umhverfi, hreyfivenjur og hegðun fólks meðal annars með því að auka heilsulæsi og þekkingu þess og þá um leið auka líkurnar á að fólk beri meiri ábyrgð á eigin heilsu. Aðgerðir mennta- og heilbrigðisyfirvalda á Íslandi til að sporna við auknu hreyfingarleysi hafa flestar verið ómarkvissar og tilviljunar- kenndar. Tilfinnanlegur er skortur á skýrri aðgerðaáætlun og framtíðarsýn. Fjölmargar rannsóknir, bæði þverrsniðsrannsóknir og íhlutunarrannsóknir, hafa verið framkvæmdar við Háskóla Íslands sem og aðra háskóla, sem hafa sýnt fram á með vísindalegum vinnubrögðum hvað þarf að gera til að sporna við auknu hreyf- ingarleysi. Þrátt fyrir að vísindalegar staðreyndir liggi fyrir þá hafa ráðherrar kappkostað – og það hefur í raun verið „í tísku“ hjá stjórnmála- mönnum – að skipa starfshópa og ófáar skýrslur hafa verið skrifaðar þar sem stöðu mála er lýst og settar eru fram tillögur um aðgerðir, en hægt miðar og fáar markvissar aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir aðgerðaleysi stjórnvalda þá hefur ýmislegt áunnist á undanförnum árum og í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvað hefur gerst og hvað þarf að gera t.d. í grunn- og framhaldsskólum, hjá almenningi og meðal eldri aldurshópa. Grunnskólinn Rannsóknir hafa sýnt að flest þau börn og ung- lingar sem uppfylla ráðleggingar um daglega og reglubundna hreyfingu hreyfa sig bæði á vikum dögum og um helgar. Þau börn sem hreyfa sig lítið eða ekki nægilega mikið hreyfa sig oftast eingöngu í skólanum og ekkert um helgar. Þetta undirstrikar að flestir grunnskólar og kennarar passa upp á að börnin fái þá hreyfingu sem lagt er upp með í skólanámskrá. Í ljósi þeirra sam- félagsbreytinga sem hafa orðið á undanförnum árum þá er engu að síður mikilvægt að gera enn betur og má í því sambandi nefna að: • mikilvægt er að fjölga tímum sem tengjast heilsueflingu í skólum • allir nemendur hreyfi sig 60 mín. á dag • efla og styrkja þekkingu kennara á heilsuuppeldi og heilsulæsi • auka vitund, þekkingu og heilsulæsi nemenda Framhaldsskólinn Eins og fram hefur komið þá hafa margar rannsóknir sýnt að hreyfing meðal framhalds- skóla nemenda fer hratt minnkandi með hverju árinu sem líður og samhliða versnar líkamlegt þrek þeirra, kyrrseta eykst og vægi annarra neikvæðra áhættuþátta vex. Þessi þróun kemur ekki á óvart í ljósi þeirrar stefnu sem mennta- og menningamálaráðuneytið hefur framfylgt undanfarin ár. Stjórnendur framhaldsskóla hafa komist upp með það árum saman að ráða ekki íþróttakennara til að sinna kennslu á sviði íþrótta og heilsuræktar, en þess í stað hefur þessari kennslu verið úthýst og einkaaðilar út í bæ hafa séð um þennan þátt í skólastafinu. Þetta viðhorf til kennslu á sviði íþrótta og heilsuræktar kemur enn betur í ljós þegar nýlegar tillögur mennta- og menningarmálaráðuneytisins eru skoðaðar en þar er lagt til að fækka kennslustundum í líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum um 50-70% samfara styttingu náms til stúd- entsprófs. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessar tillögur sem eru algjörlega á skjön við það sem mælt er með, enda munu þær líklega GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is 7.0 m 1.23 m - - Aðgerðir mennta- og heilbrigðisyfir- valda á Íslandi til að sporna við auknu hreyfingarleysi hafa flestar verið ómark- vissar og tilviljunar- kenndar.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.