SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 26

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 26
SÍBS BLAÐIÐ 2015/226 Risastór líkamsræktarstöð Við höfum hingað til aðeins fjallað um hversu áhrifamikið vatnið er til þess að synda í en lítið um aðra líkamsrækt í vatni. Í báðum tilfellum gegna sundlaugar inni sem úti mikilvægu og margvíslegu hlutverki enda má segja að þær séu í raun risastór líkamsræktarstöð. Þegar æft er í vatni þá hefur lofthiti, raki, mismunandi dýpt og þar með mismunandi þrýstingur á líkamann ákveðinn þátt í því að þjálfun verður þægileg og umfram allt ánægjuleg. Vegna þeirrar þéttni sem áður hefur verið lýst virkar vatnið sem lóð og þynging allt í kringum hreyfingar einstaklingsins. En þegar líkami er í lóðréttri stöðu í vatni við þjálfun verða breytingar á blóðrás og rúmmáli blóðsins, við þetta lækkar hjartsláttur bæði sem þjálfunarpúls og hvíldarpúls, talið er að þessi munur geti verið um 10%, þ.e. lægri hjartsláttur í vatni. Vökvaþrýstingur á líklega mestan þátt í þessu aukna jafnvægi. Við þjálfun er mikil- vægt að byrja hverja æfingu á léttri upphitun en stökkva ekki beint í mikil átök og einnig er mikilvægt að þjálfa saman beygju og rétti vöðva, þetta kallar á tvær mismunandi æfingar á landi, en í vatni sér þéttni vatnsins um að virka sem lóð eða þyngingar jafnt í báðar áttir. Á þennan hátt næst æskilegt jafnvægi vöðvahópanna og þar af leiðandi jafnari þjálfun fyrir alla vöðva sem eru hreyfðir í vatninu. Það er alveg stórkost- legt að geta þjálfað mismunandi vöðva í sömu hreyfingunni. Þetta á við allar hreyfingar og þá sérstaklega þegar hreyfingu er snúið við eins og t.d. þegar fæti er sveiflað fram og til baka í vatninu en við það myndast ákveðinn straumur í vatninu af hreyfingunni í þá átt sem sparkað er og yfirvinna þarf þann straum þegar farið er til baka með notkun gagnstæðs vöðvahóps. Með þessa vitneskju er auðvelt að fara í sundlaugina og gera allt annað en að synda og fá mjög mikið út úr slíkum hreyfingum. Hvað er þá hægt að gera í sundlaug án þess að synda og fá samt mikla þjálfun út úr æfingunum: • Þú getur gengið, hlaupið, áfram og afturá- bak, farið út á hlið, allt með góðri mót- stöðu. • Þú getur gert í vatni nánast allar þær æfingar sem þú getur gert á landi, en í mittisdjúpu til axlar djúpu vatni og þannig ráðið mótstöðunni (þyngdinni sem þú notar við æfingarnar – því dýpra sem þú ert í vatni því meiri mótstaða). • Þú getur hlaupið í djúpu vatni, sem mikið er notað í þjálfun og endurhæfingu íþrótta- fólks í öllum íþróttum (og þá eru gjarnan notuð flotbelti til að halda réttri líkams- stöðu). Við svona hlaup verður engin þung högg eða álag á liðina. • Þú getur fengið mikla þolþjálfun út úr æfingum þínum og einnig mikinn styrk með því að auka þann flöt sem þú hreyfir þig í vatninu en með hraðaaukningu í gegnum hreyfinguna eykst mótstaðan í vatninu og það styrkir beinagrindarvöðv- ana. • Þú getur skráð þig í hópa sem sérhæfa sig í mismunandi æfingum og hreyfingu í vatni. Hér eru í boði hópar með áherslu frá frekar rólegri til meðalákefðar upp í mikla ákefð sem er mikið púl. • Allt þetta og miklu meira getur þú þjálfað í vatni á jafn fjölbreyttan hátt og þér dettur í hug. Þú getur í raun ekki gert neitt rangt sem kemur niður á þér eins og við margar æfingar á landi þar sem þyngdin og umhverfið getur valdið meiðslum. Líðan eftir laugarferð Þar sem við Íslendingar erum svo lánsamir að hafa aðgang að náttúrulega heitu vatni, svo ekki sé nú talað um okkar tæra, heilnæma og dásamlega kalda vatn, ættum við að gefa því gaum hversu gríðarleg auðæfi þetta eru. Tölur sýna að við erum mjög dugleg að nota sund- laugarnar okkar til að ýmissa nota og er það gott en ég held við gætum gert mun betur, bara með því sleppa svolítið fram af okkur beislinu og nýta laugarnar á annan hátt en til þess eins að synda eða dorma í þeim. Næst þegar þú ferð í laug prófaðu þá að ganga, hlaupa, fljóta og leyfa þér að njóta þess að láta vatnið bera þig uppi eins og þú svífir á skýi. Horfðu á sólina, skýin, stjörnurnar eða jafnvel norðurljósin og leyfðu þér að upplifa nýja innri ró og vellíðan. Horfðu svo í kringum þig og taktu eftir öllu glaðlega og brosandi fólkinu að lokinni laugarferð. Heimildaskrá 1. http://www.comprehensiveaquatictherapy.com/ Aquaticdoc.com/Immersion_Physiology.html 2. http://nspf.org/Documents/HWHL_Flipbook2/index. html#p=20 3. Vísindavefurinn;https://notendur.hi.is/ethe2/edlismassi.html 4. Becker, B. And Cole A. 2004 Coprehensive aquatic Therapy, 2nd ed. Philadelphia: Butterworth Heineman 5. Becker, B. E., http://www.aquaticdoc.com/Aquaticdoc. com/Loading_Force.html 6. Cuffey, A. & Kirkwood, J. http://www.nspf.org/Files/ LadiesHomeJournalarticle808.pdf 7. http://www.medicinenet.com/swimming/article.htm 8. http://www.medicinenet.com/swimming/page4.htm#what_ are_the_benefits_of_swimming Þegar einstaklingur fer í vatn þá verður hann í raun ákveð- inn hluti af vatninu, af því mannslíkam- inn er nálægt 70% vatn. Í djúpu vatni, sem nær upp að hálsi, vegur hann aðeins 10% af þyngd sinni en 50% af líkamsþyngd, ef vatnið nær upp að mitti.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.