SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 24

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 24
SÍBS BLAÐIÐ 2015/224 Vatnsþjálfun – eykur þol og léttir lund Hafþór B. Guðmundsson, MA. Lektor, Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein Sundiðkun Íslendinga er þekkt og hefur verið okkar aðall allt frá því land byggðist. Eflaust má þakka það okkar ágæta heita vatni. Öll getum við verið sammála um að eftir bað eða góða sundferð líður okkur alveg sérlega vel, erum brosandi þegar upp úr lauginni er komið og dásömum sundferðina í hvívetna. Einhver gild ástæða hlýtur að vera fyrir því. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Dr. Becker á lífeðlisfræðilegum aðlögunum líkamans þegar hann er í volgu eða þægilega heitu vatni, kemur í ljós svo ekki verður um villst að vatnið hefur gríðarlega góð áhrif bæði á sál og líkama ein- staklinga1. Þessar aðlaganir eru sambærilegar hvort sem æft er á landi eða í vatni og eru m.a. eftirfarandi: • Aukin hjartsláttarvirkni, meiri slagkraftur og aukin blóðfylling í hverju slagi. • Aukin og skilvirkari öndun. • Lækkun á hvíldarpúls. • Aukning á losun hormóna sem auka slökun. • Létta æfingar, lund og skap2. Við búum í heimi þar sem allt of margir einstak- lingar eiga við margvísleg heilsufarsleg vanda- mál að stríða. Þessi vandamál leiða til lífsstíls- sjúkdóma ýmiskonar, minnkaða hreyfigetu, þunglyndi og orsaka jafnvel ótímabæran dauða. Hreyfing í vatni er hin fullkomna leið til að bæta heilsuna og gæði lífsins4. Það geta þeir sem stunda sundlaugarnar reglulega vitnað um, en í þúsundir ára hefur fólk um allan heim nýtt sér vatnið til að viðhalda heilsu og til endurhæfingar líkamlega og andlega eftir slys eða aðrar ófarir. Hvers vegna er svona gott að vera í vatni? Hér á eftir verða eiginleikar þess skoðaðir og áhrif þess á líkamsrækt metin. Vatnið Vatn, eða H2O eins og það er í efnafræðilegri samsetningu, þar sem koma saman tvær vetnis- og ein súrefnissameind. Vatnið er stórkostlegur miðill og undirstaða alls lífs á jörðinni þar sem við getum drukkið það, baðað okkur í því og viðhaldið heilsu okkar með því að ástunda hreyfingu í því. Þéttni vatns er 7-800 sinnum meiri en andrúmsloftsins sem þýðir augljóslega að beita þarf mun meiri vöðvakrafti vegna meiri mótstöðu sem felst í þéttni vatnsins heldur en í lofti eða á landi. Eðlismassi vatns er rétt um 1,0 sem er ekki langt frá því sem eðlisþyngd mannsins er. Við fljótum því nokkurn veginn í vatni eða mörum í kafi, en það fer svolítið eftir líkamsbyggingu hvers einstaklings. Þetta þýðir að þegar einstaklingur fer í vatn þá verður hann í raun ákveðinn hluti af vatninu, munum að mannslíkaminn er nálægt 70% vatn. Við finnum fyrir þrýstingi þess og uppdrifi eða floti. Sem dæmi um þetta er að þegar staðið er í djúpu vatni sem nær upp að hálsi, vegur einstaklingur aðeins 10% af þyngd sinni en 50% af líkams- þyngd ef vatnið nær upp að mitti5. Vegna lögmála vatnsins er auðvelt að þjálfa líkamann í vatni þar sem þéttni þess hefur margvísleg áhrif á þá sem vilja synda eða æfa í því. Þegar þessi þéttni er sérstaklega skoðuð

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.