SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20
SÍBS BLAÐIÐ 2015/220 Eygló Traustadóttir, MSc. Sjúkraþjálfari, Sjúkraþjálfun Íslands, Orkuhúsinu Jafnvægi og liðleiki Grein Hreyfing er mikilvæg fyrir lífsgæði okkar. Best er að stunda fjölbreytta hreyfingu sem felur í sér þjálfun úthalds, styrks, jafnvægis og liðleika. Jafnvægi er lykilatriði í allri hreyfingu, hvort sem það er í daglegum athöfnum eins og að ganga, standa upp úr stól, snúa sér við, beygja sig fram eða í keppnisíþróttum. Jafnvægi þarf að vera til staðar í öllum hreyfingum sem krefjast styrks, hraða, liðleika eða úthalds. Þegar fólk missir færni vegna aldurs eða veikinda, er algengt að það hreyfi sig frekar á litlu álagi, t.d. með gönguferðum á þægilegum hraða. Þó öll hreyfing hafi jákvæð áhrif, þá hefur einhæf hreyfing á litlu álagi lítil áhrif á styrk, vöðvamassa eða þjálfun jafnvægis. Betra er að skipta niður æfingatímanum og eyða hluta af honum til styrktar-, jafnvægis- og teygjuæfinga. Hvort sem þú ert um tvítugt og stundar keppnisíþróttir, á fertugsaldri eða kominn yfir sextugt, er jafnvægisþjálfun mikil- væg. Hún getur bætt líkamsstöðuna og auð- veldað framkvæmd á flóknari samhæfðum hreyfingum. Ef jafnvægið er gott er auðveldara að halda réttri líkamsstöðu og beita sér rétt við þol og styrktarþjálfun. Þannig má minnka líkurnar á meiðslum og auka stöðugleika. Algengt er að jafnvægi skerðist hjá einstak- lingum sem glíma við sjúkdóma eða hafa slasast. Það má m.a. sjá hjá fólki sem hefur hlotið höfuðáverka eða er með sjúkdóma tengda úttaugakerfinu eða jafnvægiskerfi innra eyra. Þá hefur verið sýnt fram á meiri óstöðugleika í líkamsstöðu meðal gigtarsjúklinga með slit í hnjám1. Jafnvægisskerðingar verða ekki bara við veikindi eða slys, þær mælast einnig hjá heil- brigðum eldri fullorðnum og virðist óstöðugleiki aukast strax eftir fertugt. Liðleiki minnkar einnig með aldrinum. Almennt eru börn liðugri en fullorðnir og konur liðugri en karlar. Aðrir þættir sem hafa áhrif á liðleika eru erfðir, meiðsli, kyrr- seta og yfirþyngd. Mikilvægt er að æfa liðleika markvisst með teygjuæfingum til að viðhalda honum. Þannig eykst hreyfanleiki vöðva og liða og hreyfiferill verður meiri. Er óhjákvæmilegt að jafnvægisstjórnun minnki með aldrinum? Öldrun framkallar breytingar á líkamanum en það þarf ekki að vera að fólk missi jafnvægi eða liðleika. Heilbrigt eldra fólk framkvæmir daglegar athafnir án mikilla erfiðleika. Stjórnun jafnvægis í uppréttri stöðu og við hreyfingu er flókið ferli samhæfðra hreyfinga. Í heilbrigðum einstak- lingum vinna skynfærin (stöðuskyn og sjónskyn) og miðtaugakerfið saman. Einstaklingur með jafnvægistruflanir getur verið með truflanir í einu eða fleirum þessara kerfa. Ef eitt eða fleiri af Hvort sem þú ert um tvítugt og stundar keppnis- íþróttir, á fertugs- aldri eða kominn yfir sextugt, er jafnvægisþjálfun mikilvæg.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.