Femina - 01.08.1946, Síða 9
Það var aðfall við ströndina, flóðið kom og skall stöð-
ugt hærra og hærra upp milli klettanna og öldurnar þeyttu
hvítu brimlöðri, sem vindurinn feykti upp frá sjónum
Þetta var sólskinsdag í október. Hvass vindur blés ut-
an af Kyrrahafinu. Loftið var heitt, rakt og þungt af salti.
Máfarnir svifu á kyrrum vængjum yfir klettunum og létu
vindinn lyfta sér, en rendu sér síðan á hlið niður að freyð-
andi, öskrandi öldunum.
Hundrað mílur suður af San Franciscoflóa, gleymd í
heila öld, skagaði slétt klöpp út milli klettadranganna,
vaxin gulu, veðurbörðu grasi. Niður að sjónum varð kom-
ist á tveim stöðum eftir hættulegum einstigum.
Uppi á klöppinni stóð ungur maður klæddur snjáð-
um ferðafötum, og virti fyrir sér hrikalega klettana til
norðurs og suðurs.
Öldurnar skullu hvítfreyðandi hver af annarri upp á
ströndina, þeyttu löðrinu undan vindinum og soguðust
til baka, en fjöldi smáfugla flýttu sér eftir útsoginu og
flúðu jafnharðan undan næstu öldu.
F E M I N A
FRAMHALDSSAGA