Femina - 01.08.1946, Page 11

Femina - 01.08.1946, Page 11
Juanita ein!“ sagði hann hálfupphátt við sjálfan sig og sneri sér við til að horfa á lágar byggingarnar, sem vindurinn þeytti gulnuðum laufum yfir, og leit svo aftur niður á freyðandi öldurnar. „Halló!“ sagði Kent allt í einu. Það var einhver lif- andi verj — eitthvað, sem hreyfðist — stúlka — þarna niðri við klettótta sjávarströndina. Hann var þegar kominn fram af klöppinni, hrópandi og kallandi um leið og hann klöngraðist niður snarbratt- an, illfæran hamarinn; hann greip um bergsnasir með höndunum og fékk fótfestu á sillunum. Hann hugsaði ekki um annað í bili, en að komast klaklaust niður Og var kominn fast að stúlkunni áður en hún varð hans vör. Vindurinn hafði vitanlega borið hróp hans burtu, og stúlkan hrökk við þegar hún sá hann, og leit til hans undr- andi og óvingjarnlega. Hún hafði einungis verið að horfa fram af yztu snös- unum, ef til vill á eitthvert sjávardýr í pollunum milli klettanna; hann sá nú, að hún var ómeidd og örugg, þar sem hún stóð og virti hann fyrir sér. Ung stúlka, ekki laus við gelgjuskeiðið og blóma bernsk- unnar. Hann áleit hana átján eða nítján ára, ekki há vexti, en undarlega tíguleg, fannst honum. Kent fannst hann eins og hver annar óboðinn gestur undir hinu stöð- uga augnaráði hennar. „F.g bið yður afsökunar!" hrópaði hann upp yfir öskr- ið í vindi og öldum. „Ég sá yður ofan af klöppinni og varð hræddur! Ég hélt eitthvað kynni að vera að yður“.

x

Femina

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.