Femina - 01.08.1946, Side 15
Juanita 7
breytti urn umræðuefni og brosti — „þér eruð víst yngst
af Espinosaættinni?“
Hann brosti afar sérkennilega. Það virtist segja Juanita
Espinosa, þegar hún brosti á móti, að hún væri kona,
yndisleg kona, og að hann, karlmaðurinn væri þess vit-
andi. Hún fann að hjarta hennar tók að slá örar, yndis-
legur ótti, blandinn æstri gleði streymdi um æðar henn-
ar eins og heitt vín. Brátt tóku þau að tala án allrar þving-
unar, eins og þau hefðu þekkzt lengi.
„Eruð þér í fríi núna?“ spurði hún alvarleg.
„Já þetta er fríið mitt“.
„Fer vel um yður á gistihúsinu? Ég þekki Fernandez
gamla — dóttir hans giftist manninum, sem var ekill hjá
okkur — meðan við höfðum ekil“, sagði Juanita. „Og ég
held að hann hafi verið fæddur hérna á setrinu. Það voru
margir“, bætti hún við án yfirlætis.
Kent féll þetta yfirlætisleysi vel.
„Ameríska sagan geymir frásagnir um mörg rómantísk
tímabil", sagði hann. „En ég held ekki að nein þeirra
komist til jafns við söguna um spönsku landnemana í
Kaliforníu, ég veit að þér getið sagt mér ýmislegt um for-
feður yðar“.
„Frá tíma afa míns“, sagði hún, „er ennþá til fólk, sem
man eftir sauðarúningunni, þegar þrjú þúsund jarmandi
kindur voru í réttinni. Og það man eftir danssamkom-
um, sem stóðu þrjá sólarhringa, fiestas; við áttum beztu
hestana og beztu nautgripina hérna í allri Kaliforníu. Og
þá var alltaf morgun andtakt — söngur, þér vitið, sem
allir tóku þátt í. Frænkur mínar hölluðu sér út um glugg-