Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Síða 2
2 Fréttir Vikublað 19.–21. janúar 2016
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
„Sveið alveg í augun“
Grunsamlegur óþefur í Norðlingaholti
Í
búar í Norðlingaholti urðu margir
fyrir óþægindum vegna ólyktar
sem gaus upp í íbúðum í hverf
inu á sunnudag. Heilbrigðis
eftirliti Reykjavíkur hefur verið gert
viðvart um málið en þetta er ekki í
fyrsta skipti sem íbúar í hverfinu
verða fyrir óþægindum af þessum
sökum.
DV greindi frá því snemma árs
2014 að bensín eða hreinsiefna
lykt hefði gert íbúum lífið leitt.
„Það gaus upp mjög sterk leysi
efnalykt í íbúðinni. Það mætti líkja
þessu við að hellt hafi verið úr heil
um terpentínubrúsa inni hjá okkur,“
sagði íbúi í hverfinu í samtali við DV
á sínum tíma. Mun um sams konar
óþef að ræða nú og þá.
Umræður um þetta fóru meðal
annars fram á Facebooksíðu íbúa
Norðlingaholts þar sem íbúar í
nokkrum götum kvörtuðu undan
lyktinni. „Sveið alveg i augun,“ sagði
einn íbúi í hverfinu á meðan annar
bætti við að hann hefði tilkynnt
málið til Heilbrigðiseftirlitsins.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
skoðaði málið árið 2014 en DV er
ekki kunnugt um að það hafi fund
ið hvaðan óþefurinn kom, þrátt fyrir
mikla leit. n einar@dv.is
Norðlingaholt
Megn ólykt gerði
íbúum í Norðlinga-
holti lífið leitt í gær.
MyNd Sigtryggur Ari
Grunaður um
nauðgun
Karlmaður var hand tek inn á
sunnudag grunaður um kyn
ferðis brot á gisti heim ili í Reykja
vík. Maðurinn var á mánudag
úrsk urðaður í gæslu v arðhald til
fimmtu dags. Kona lagði fram
kæru vegna málsins á sunnudag.
Maðurinn hefur verið yfirheyrður
og miðar rannsókn málsins vel
að sögn lögreglu.
Silicor Materials vill
seinka lóðargjöldum
Bandaríska fyrirtækið ræðir nú við Faxaflóahafnir um samningana um lóðina á Grundartanga
S
ilicor Materials á í viðræðum
við Faxaflóahafnir um að
samningum um lóð, lóðar
leigu og afnot af höfn á
Grundartanga verði breytt og
fyrsta gjalddaga bandaríska iðnfyrir
tækisins seinkað. Samningarnir voru
undirritaðir síðasta vor og verða bind
andi 1. apríl næstkomandi. Silicor
þarf þá að greiða fyrstu greiðslurn
ar fyrir afnot af landinu sem á að fara
undir 116 milljarða króna sólarkísil
verksmiðju fyrirtækisins.
„Í samningunum er ákvæði um
að fyrirtækið geti gengið frá borði
fram að 1. apríl. Það er að fyrirtæk
ið hafi frest til að ganga frá ákveðn
um málum til þess tíma. Sú dagsetn
ing er nú til skoðunar en við eigum
eftir að fá upplýsingar frá þeim um
hvernig landið liggur. Þetta þýðir
augljóslega að þetta mun taka lengri
tíma en fyrirtækið hefur áætlað en
það er ekki að heyra að það sé bil
bugur á fulltrúum þess,“ segir Gísli
Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Bíða eftir Silicor
Fulltrúar Faxaflóahafna og Silicor
Materials undirrituðu samninga
um úthlutun lóðar á Grundartanga,
lóðarleigu og afnot af höfn þann 22.
apríl 2015. Á þeim tíma stóð til að
framkvæmdir við 121 þúsund fer
metra sólarkísilverið hæfust haustið
eftir. Þær eru ekki enn hafnar og jarð
vegsvinna Faxaflóahafna, sem eiga
lóðirnar á Grundartanga, ekki heldur.
„Samningarnir eru í megin
atriðum á þann veg að við sjáum
um ákveðnar framkvæmdir, vega
gerð, viðlegu fyrir skip og fleira,
sem fer ekki af stað fyrr en klárt er
að fyrirtækið sé búið með sitt. Það
verða engar skuldbindingar af okkar
hálfu fyrr en allt er klárt. Þá greiðir
Silicor í takt við það,“ segir Gísli.
Aðspurður hvað Silicor komi til
með að greiða fyrir lóðina á mánuði
eftir 1. apríl segist Gísli ekki hafa þær
upplýsingar á reiðum höndum.
ræða við Landsvirkjun
Silicor Materials hóf viðræður um lóð
á Grundartanga árið 2013. Áform fyr
irtækisins spurðust út í febrúar árið
eftir þegar Davíð Stefánsson, stjórn
armaður og ráðgjafi fyrirtækisins á
Íslandi, staðfesti við Fréttablaðið að
fyrirtækið ætti í viðræðum við Faxa
flóahafnir og Hvalfjarðarsveit. Fyr
irtækið vildi þá hefja framkvæmd
ir haustið 2014 og eftir það framleiða
kísilmálm í Hvalfirði með umhverfis
vænni aðferð sem það hefur einkaleyfi
á. Samkvæmt nýjustu fréttum er áætl
að að framkvæmdir hefjist um mitt
þetta ár og kísilverið taki til starfa árið
2018.
Davíð segir í samtali við DV að
aðrir en hann sjái um viðræðurnar
við Faxaflóahafnir. „Samkvæmt
okkar áformum munu framkvæmd
ir hefjast næsta sumar,“ segir Davíð.
Verksmiðjan á að framleiða um
19 þúsund tonn af sólarkísil á ári og
nota 85 megavött af raforku. Silicor
tilkynnti í september síðastliðnum að
fyrri hluta fjármögnunar verkefnis
ins, sem verður á meðal stærstu fjár
festingarverkefna á Íslandi fyrr og síð
ar, væri lokið með hlutafjársöfnun upp
á fjórtán milljarða íslenskra króna. Ís
lenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar
lofa sex milljörðum í gegnum félagið
Sunnuvelli slhf. en erlendir hluthafar
á borð við bandaríska fjárfestinga
félagið Hudson Clean Energy
Partners og þýska iðnfyrir tækið SMS
Siemag leggja til rest. Fyrir tækið hefur
nú þegar samið við Orku Náttúrunnar
(ON), dótturfyrir tæki Orkuveitu
Reykjavíkur, um kaup á 40 megavött
um. Samkvæmt heimildum DV á
það nú í viðræðum við Lands virkjun
vegna orkunnar sem upp á vantar. n
„Það verða engar
skuldbindingar af
okkar hálfu fyrr en allt er
klárt.
Haraldur guðmundsson
haraldur@dv.is
Hafnarstjórinn Gísli Gíslason á von á
að niðurstaða fáist á næstu dögum og
vikum í viðræðum Faxaflóahafna og Silicor
Materials.
grundartangi Theresa Jester, stjórnarformaður og forstjóri
Silicor Materials, hefur sagt að lágt raforkuverð og fríversl-
unarsamningur Íslands og Kína hafi gert útslagið við val á
staðsetningu undir verksmiðju fyrirtækisins. MyNd SkeSSuHorN
MyNd 2015©PreSSPHotoS.Biz/geirix
Fangelsaðir fyrir
fölsuð skilríki
Tveir karlmenn voru á föstudag
dæmdir til 30 daga fangelsis
vistar fyrir að framvísa fölsuðum
skilríkjum í Leifsstöð. Mennirnir
voru báðir í gæsluvarðhaldi fram
að dómsuppkvaðningu, en ann
ar þeirra, 33 ára sýrlenskur ríkis
borgari, hafði komið til lands
ins 7. janúar. Hinn maðurinn er
tvítugur og kom til landsins þann
9. janúar. Hann er frá Síerra Leó
ne. Mennirnir voru báðir stöðv
aðir á ferðalagi sínu til Toronto í
Kanada, en Sýrlendingurinn var
með skilríki grísks manns, en
hinn með frönsk skilríki. Þeir ját
uðu báðir sök og verða vistaðir í
fangelsi að frádregnu gæsluvarð
haldi í 30 daga. Þeim er einnig
gert að greiða 180 þúsund króna
þóknun verjenda sinna. Ekki
kemur fram í dómnum hvort
mennirnir hyggist sækja um hæli
hér á landi, en ef mennirnir eru
flóttamenn má ekki refsa þeim
fyrir ólöglega innkomu til lands
ins, samkvæmt 31. grein Flótta
mannasamningsins, en Ísland
hefur fullgilt samning um réttar
stöðu flóttamanna.