Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Síða 4
4 Fréttir
n Burlington Loan Management kaupir 31,8% hlut Arion banka í Klakka n Langstærsti hluthafinn
Vikublað 19.–21. janúar 2016
Margnota augnhitapoki
Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ
Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu
millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu
(Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris,
augnhvarmablöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum
Augnhvilan
Augnhvílan er auðveld í notkun og
vermir í 10 mínútur í hvert sinn.
Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur
í örbylgjuofni og lögð yfir augun.
L
ögaðilar hafa tækifæri til að
endufjárfesta án þess að borga
fjármagnstekjuskatt í millitíð
inni, þó að þeir borgi hann á
endanum. Endurskoðandi minn
benti á þetta og þess vegna enduðu
bréfin þarna,“ segir Garðar Hannes
Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteigna
félags, aðspurður hvers vegna endur
skoðandi hans hafi ráðlagt honum að
færa öll hlutabréf sín í félaginu inni í
einkahlutafélagið Burðarbiti.
Einkahlutafélagið er alfarið í eigu
Garðars sem seldi alla 7.410.461 hluti
sína í fasteignafélaginu, á genginu
7,86 krónur, þann 22. desember síð
astliðinn. Forstjórinn sagði þá í við
tali við Viðskiptablaðið að tilfærslan
á bréfunum væri tilkomin vegna
ráðlegginga endurskoðanda hans.
Garðar segir í samtali við DV að
kaup hans á bréfunum á sínum tíma
hafi verið fjármögnuð að mestu með
eigin fé. Hann hafi einnig fengið lán
að og lánveitandinn gefið leyfi fyrir
sölunni í desember. Aðspurður vildi
Garðar ekki svara hver hefði lánað
honum.
„Að mestu leyti var þetta eig
ið fé. Það eru einhver lán á þessu en
meirihlutinn er eigið fé.“ n
haraldur@dv.is
Seldi sjálfum
sér hlutabréf í Eik
Forstjóri Eikar færði bréf sín inn í einkahlutafélag
Forstjórinn
Garðar Hannes
Friðjónsson.
„Herra Ísland“ eykur
ítök sín í Lýsingu
V
ogunarsjóðurinn Burlington
Loan Management er
orðinn langsamlega stærsti
einstaki hluthafi Lýsingar
eftir að hafa gengið frá kaup
um á 31,8% hlut Arion banka í Klakka,
sem er móðurfélag fjármögnunar
fyrirtækisins, undir lok síðasta árs.
Voru kaupin gerð í nafni BLM Fjár
festingar ehf., íslensks dótturfélags
Burlington Loan Management, en
fyrir átti vogunarsjóðurinn 13,2% hlut
í Klakka (áður Exista). Á sjóðurinn því
núna samtals 45% eignarhlut í Klakka.
Magnús Scheving Thorsteinsson,
eini stjórnarmaður BLM Fjárfestinga,
staðfestir í samtali við DV að félag
ið hafi keypt hlutinn af Arion banka
en sagðist að öðru leyti ekkert geta
tjáð sig um málið þegar hann var
spurður um kaupverðið. Er Magnús
Scheving jafnframt forstjóri Klakka
og stjórnarformaður Lýsingar. Fjár
málaeftirlitið hefur metið Burlington
Loan Management, auk tengdra aðila,
hæft til að fara með allt að 50% virk
an eignarhlut með óbeinni hlutdeild í
Lýsingu.
Arion banki, sem er að 13% hluta
í eigu ríkisins, vildi ekkert tjá sig um
söluverðið og sagði það vera „trún
aðarmál.“ Í skriflegu svari frá bankan
um kemur fram að hluturinn í Klakka
hafi verið auglýstur til sölu á vef bank
ans um „árabil án þess að honum hafi
verið sýndur áhugi. Var svo komið
að eignir Klakka höfðu að stærstum
hluta verið seldar og hagsmunir bank
ans hvað félagið varðar orðnir hlut
fallslega litlir. Því leitaði Arion banka í
fyrra til stærstu hluthafa Klakka um að
kaupa hlut bankans í félaginu, enda
eru hagsmunir þeirra mun ríkari hvað
félagið og eignir þess varðar. Sú vinna
innan Klakka sem eftir stendur snýr
fyrst og fremst að hagsmum erlendra
eigenda.“
Auk þess að vera stærsti hluthafi
Lýsingar er Burlington Loan
Management eini lánveitandi félags
ins eftir að sjóðurinn keypti 26 millj
arða skuldir fjármögnunarfyrirtæk
isins af Deutsche Bank undir árslok
2013. Hefur sjóðurinn því tögl og
hagldir innan Lýsingar. Samkvæmt
síðasta birta ársreikningi Lýsingar
nam skuldin gagnvart vogunarsjóðn
um 13,8 milljörðum í árslok 2014.
Eigið fé Lýsingar var tæplega tíu millj
arðar í lok árs 2014 og nam hagnaður
félagsins 269 milljónum króna eftir
skatta.
Kröfuhafi Íslands
Eigandi Burlington Loan
Management er bandaríski vogunar
sjóðurinn Davidson Kempner Capi
tal Management en sá sem stýrir
starfsemi sjóðsins hér á landi er sem
kunnugt er Jeremy Clement Lowe –
einnig þekktur sem „Herra Ísland“
eða J. Lo. Sjóðir á vegum Davidson
Kempner voru umsvifamiklir í kaup
um á kröfum á föllnu bankanna og
var Burlington Loan Management
meðal annars stærsti einstaki kröf
uhafi Glitnis. Í krafti þeirrar stöðu var
Jeremy Lowe á meðal þeirra kröfuhafa
sem sóttu upplýsingafundi í London
og New York með helstu ráðgjöfum
stjórnvalda á vormánuðum síðasta
árs þar sem þeim voru kynnt áform
stjórnvalda um að ljúka skuldaskilum
gömlu bankanna með annaðhvort
39% stöðugleikaskatti eða á grundvelli
stöðugleikaskilyrða.
Burlington Loan Management
er jafnframt í hópi stærstu al
mennu kröfu hafa gamla Landsbank
ans. Þá hafa sjóðir á vegum David
son Kempner einnig keypt hluti í
Bakkavör Group á síðustu árum auk
þess sem þeir eru taldir vera á meðal
stærstu eigenda ALMC, áður Straums
Burðaráss fjárfestingabanka, í gegn
um eignarhald sitt á hlutdeildar
skírteinum í nafni Deutsche Bank AG
í Amsterdam. Á meðal stjórnarmanna
í Klakka er Matthew Hinds, fjármála
ráðgjafi Talbot Hughes & McKillop,
sem hefur unnið náið með helstu
kröfuhöfum Glitnis undanfarin ár,
meðal annars Jeremy Lowe.
30 milljarðar í reiðufé
Heildareignir Klakka námu 47 millj
örðum í árslok 2014 og nam hagnaður
félagsins sex milljörðum. Tilgang
ur Klakka er ekki að skila hagnaði
af reglulegum rekstri heldur að um
breyta eignum í laust fé og greiða til
eigenda og kröfuhafa í samræmi við
ákvæði nauðasamnings frá árinu
2010. Frá þeim tíma hafa greiðslur til
þeirra numið samtals 42,6 milljörðum
króna. Þannig losaði Klakki að fullu
um eignarhlut sinn í VÍS á árinu 2014
þegar félagið seldi samtals 31% hlut í
tryggingafélaginu. Eftir þá sölu hefur
Lýsing verið langsamlega stærsta eign
Klakka.
Reiðufé Klakka var 30 milljarðar
í ársbyrjun 2015. Þeir fjármunir eru
aftur á móti að stórum hluta veðsettir
Burlington Loan Management (8
milljarðar) til tryggingar á skuldum
samstæðunnar gagnvart sjóðnum og
bundnar bankainnstæður sem ekki
hefur mátt greiða út sem arð til er
lendra hluthafa vegna fjármagnshafta
(13,5 milljarðar). Þarna er því um að
ræða eignir sem Arion banki á ekki
tilkall til þrátt fyrir að hafa verið hlut
hafi í Klakka. Þá ber einnig að líta til
þess að samkvæmt ákvæðum nauða
samnings Klakka þá fara 75% af öll
um hagnaði Lýsingar aðeins til til
tekinna erlendra samningskröfuhafa
félagsins. Samkvæmt heimildum
DV munar þar mestu um Burlington
Loan Management en aðrir hluthafar
Klakka skipta hlutfallslega jafnt á milli
sín 25% af afkomu Lýsingar. n
Hörður Ægisson
hordur@dv.is SÍ fær 30%
hlut í Klakka
Á meðal þeirra eigna sem kröfuhafar
gömlu bankanna framselja til íslenskra
stjórnvalda er eignarhlutur slitabús Kaup-
þings og dótturfélaga Glitnis í Klakka. Mið-
að við hluthafaskrá Klakka í árslok 2014 þá
er um að ræða nærri 30% hlut sem verður
afhentur félagi í eigu Seðlabanka Íslands.
Tveir stærstu hluthafar Lýsingar
verða því annars vegar Burlington Loan
Management, umsvifamesti kröfuhafi
Íslands, og hins vegar Seðlabankinn.
Hlutur Kaupþings í Klakka nemur í dag
17,6%, sem gerir slitabúið að næststærsta
hluthafa félagsins, og þá eiga Holt Fund-
ing og Haf Funding, írsk skúffufélög í eigu
Glitnis, samtals ríflega 11% hlut í Klakka.
Stækkar við sig
Jeremy Lowe stýrir um-
svifum Burlington Loan
Management á Íslandi
en sjóðurinn er stærsti
hluthafi Lýsingar og eini
lánveitandi félagsins.