Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Page 9
Fréttir 9Vikublað 19.–21. janúar 2016
H
ar
ðp
ar
ke
tÞýsk gæði!
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Útsalan er hafin
30-50% afsláttur af öllum útsölufatnaði
Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
Sími: 571-5464
Stærðir 38-54
Kanínubúinu bjargað
Freistar þess að fá kanínurækt viðurkennda sem landbúnaðargrein
É
g er afar þakklát öllum sem
studdu mig. Karolina Fund er
frábær vettvangur fyrir nýsköp-
unarverkefni,“ segir Birgit Kos-
itzke, kanínubóndi á Syðri-Kára-
stöðum. Hún setti af stað söfnun
til bjargar kanínubúi sem hún hef-
ur byggt upp undanfarin fjögur ár.
Eins og DV greindi frá í byrjun árs
var Birgit búin að safna 42% af þeim
3.000 evrum sem lagt var upp með.
Söfnuninni lauk síðastliðinn
föstudag, þann 15. janúar, og niður-
staðan var sú að 4.819 evrur söfnuð-
ust, tæplega 700 þúsund, og lét 91
aðili fé af hendi rakna. „Það var sér-
staklega ánægjulegt hversu margir
frá Hvammstanga og nærliggjandi
stöðum studdu við bakið á mér, pen-
ingarnir eru aukaatriði þegar maður
finnur fyrir slíkum stuðningi,“ segir
Birgit.
Aðspurð um næstu skref segir
hún að forgangsverkefni sé að finna
samstarfsaðila til þess að hluta niður
kanínukjötið. „Annað verkefni er að
freista þess að fá kanínurækt formlega
viðurkennda sem landbúnaðargrein
hérlendis,“ segir Birgit. Hún ætlar
einnig að leggja áherslu á markaðs-
og kynningarstarf og liður í því er að
koma sútuðum kanínuskinnum á
framfæri. n bjornth@dv.is
Bjargað Brigit er alsæl með hvernig til
tókst með söfnunina og horfir björtum
augum til framtíðar.
Metár hælisuMsókna í uppsiglingu
n Tuttugu umsóknir borist frá áramótum n Alls fengu 82 einstaklingar hæli hérlendis í fyrra
Fyrsti hópur sýrlenska flóttafólksins sem
boðin hefur verin búseta hér á landi kemur
í dag, þriðjudag, með flugi frá Beirút.
Hópurinn samanstendur af sex fjölskyld-
um, þar af eru 13 fullorðnir og 22 börn.
Af fjölskyldunum sex munu fjórar setj-
ast að á Akureyri, eða 23 einstaklingar.
Barnshafandi kona sem fyrirhugað var
að kæmi ásamt fjölskyldu sinni reyndist
ekki fær um að takast á hendur ferðalag-
ið og frestast því koma þeirra til landsins.
Hinar tvær fjölskyldurnar sem um ræðir
setjast að í Kópavogi.
Velferðarráðuneytið hefur gert
samninga við Akureyri, Kópavog og
Hafnarfjörð um móttöku 55 sýrlenskra
flóttamanna. Ráðgert var að fólkið
kæmi til landsins í lok desember sl. en af
óviðráðanlegum ástæðum reyndist það
ekki mögulegt.
Þrjár fjölskyldur til viðbótar, sem
höfðu lýst áhuga á að setjast að á
Íslandi, hættu við að koma. Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna
hefur í samvinnu við íslensk stjórnvöld
undirbúið komu hóps flóttafólks í stað
þeirra sem sáu sér ekki fært að koma
að sögn ráðuneytisins og er stefnt er að
því að sá hópur komi innan fárra vikna.
Fólkið mun setjast að í Hafnarfirði og
Kópavogi.
„Ég veit að sveitarfélögin hafa undir-
búið sig vel á allan hátt og munu gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að fólkinu
líði vel og finni að það er meðal vina.
Rauði krossinn mun miðla af reynslu
sinni og þekkingu í sama skyni og það er
virkilega ánægjulegt að vita hvað sjálf-
boðaliðar hafa reynst boðnir og búnir að
bjóða fram stuðning sinn og aðstoð við
að taka á móti fólkinu og aðstoða það
meðan það er að átta sig á aðstæðum
hér og kynnast samfélaginu,“ segir Eygló
Harðardóttir félagsmálaráðherra.
Eygló leggur áherslu á að móttaka
flóttafólks verði áfram viðfangsefni
íslenskra stjórnvalda og að í undirbúningi
sé móttaka fleiri hópa á þessu ári.
Treystu sér ekki til að koma
Fyrstu kvótaflóttamennirnir koma í dag
Fengu hæli Kastrijot og
Xhula Pepoj fengu ríkis-
borgararétt á dögunum,
en þau koma frá Albaníu.
Mynd Sigtryggur Ari