Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Page 16
Vikublað 19.–21. janúar 20162 Íslenskt sjávarfang - Kynningarblað Gaman að framleiða viðurkennda hollustuvöru T radex ehf. er matvæla­ vinnsla sem sérhæfir sig í framleiðslu á harðfiski og bitafiski með kældri þurrk­ aðferð. Halldór Halldórs­ son, framkvæmdastjóri og annar eigenda Tradex, segir tilganginn með kæliþurrkuninni vera að viðhalda ferskleika og næringar­ gildi matvælanna en við þurrkun­ ina, þar sem einungis vatn er dreg­ ið úr vörunni, eykst prótíninnihald fiskflakanna úr 18% í 84% að sögn Halldórs. Fiskur stór hluti heilbrigðs mataræðis „Sérstaða okkar er kæliþurrkun, sem gerir það að verkum að fersk­ leikinn heldur sér í gegnum þurrk­ ferlið. Við framleiðum lyktarminni og bragðmildari harðfisk en al­ mennt gerist. Það fellur stærstum hluta neytenda vel. Ekki síst yngra fólki og erlendum ferðamönnum,“ segir Halldór. „Markmið okkar er að stækka neytendahópinn veru­ lega, enda er fiskneysla nauðsyn­ legur hluti heilbrigðs mataræðis. Það er gaman að framleiða og selja viðurkennda hollustuvöru,“ bætir hann við. Með lausnir fyrir ungu kynslóðina „Sívaxandi hópur, ekki síst yngra fjölskyldufólk, virðist vera að átta sig á því að það þarf ekki að neyða fiskinn ofan í ungu kyn­ slóðina heldur bjóða henni rétta vöru: bitafiskinn frá okkur. Einn 200 gramma poki af bitafiski inni­ heldur sömu næringu og eitt kíló af ferskum flökum, eða sem sam­ svarar einni máltíð fyrir vísitölu­ fjölskylduna,“ segir Halldór. Gullskífurnar einstök vara „Auk magnpakkninga bjóðum við líka minni pakkningar sem eru hlutfallslega dýrari. Kannski meira í ætt við það sem raunverulega þarf til þess að reka fyrirtæki með mikla fjárfestingu, starfsfólk, hrá­ efnis­ og raforkunotkun. Það er annar markaður og önnur hugs­ un en sú sem rekur okkur til þess að keppast við að bjóða lágt verð á stórpakkningum,“ segir Hall­ dór. Hann bætir við: „Við erum til dæmis að framleiða svonefndar Gullskífur. Þar er áherslan lögð á að framleiða einstaka vöru, með Mynd SiGurður ÓlaFur SiGurðSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.