Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Qupperneq 18
Vikublað 19.–21. janúar 20164 Íslenskt sjávarfang - Kynningarblað
Ferskur fiskur
í stórmarkaði
F
iskverslun Hafliða sparar við-
skiptavinum sínum sporin
með því að vera með verslun-
ina staðsetta inni í Krónunni í
Lindunum. „Með þessu þurfa
viðskiptavinir okkar ekki að fara á tvo
staði og erum við þar með að spara
þeim sporin og tíma,“ segir Eiríkur
Auðunn Auðunsson, rekstrarstjóri
Fiskverslunar Hafliða.
Eina sérrekna fiskbúðin
í stórmarkaði
„Þetta er nýjung og ég veit ekki til
þess að þetta sé annars staðar á Ís-
landi: að það sé boðið upp á sér rekið
fiskborð í stórmarkaði,“ segir Eiríkur.
„Móttökurnar hafa verið hreint út
sagt mjög góðar. Fólk er mjög fegið
að geta slegið tvær flugur í einu höggi
og þurfa þar með ekki að fara á tvo
staði þegar það verslar fyrir heimil-
ið. Salan hjá okkur eykst stöðugt hjá
okkur og erum við mjög jákvæð hvað
varðar framtíðina,“ segir Eiríkur.
Gæðin í fyrirrúmi
„Við leggjum áherslu á að bjóða upp
á ferskan og góðan fisk. Við bjóðum
upp á fjölbreytta fiskrétti sem gæla
ekki aðeins við bragðlaukana heldur
eru líka fallegir fyrir augað,“ segir
Eiríkur. „Allir réttirnir okkar bera
nöfn eftir svæðunum eða miðunum
sem fiskurinn er veiddur á og má
þar nefna Breiðafjarðarfláka, Eld-
eyjabanka, Lónsdjúp, Sporðagrunn,
Rósagarðinn, Rifsbanka og Kötlu-
grunn svo nokkur dæmi séu nefnd,“
segir Eiríkur.
Innihaldslýsingar fylgja með
„Við bjóðum upp á framsækna rétti
og það fylgja innihaldslýsingar með
þeim öllum eins og öðrum vörum
okkar. Það eru innihaldslýsingar á
öllu sem við seljum. Það er ekki í
neinni annarri fiskverslun,“ segir Ei-
ríkur. „Það munar miklu fyrir fólk
sem er með einhvers konar ofnæmi
og óþol að vita nákvæmlega hvað er
í vörunum okkar og fá réttar upplýs-
ingar hvað það varðar,“ bætir hann
við.
Leggja mikið upp úr nýjungum
„Við erum dugleg að koma með
nýjar og ferskar hugmyndir. Við
leggjum mikið í réttina okkar. Þeir
eru skrautlegir og vel framsettir.
Gaman er að nefna líka maríner-
ingar sem við erum að fara að byrja
með, til að selja í lausu. Þá verð-
ur mögulegt fyrir viðskiptavini að
versla maríneringu alveg sér, bæði
fyrir fisk og kjöt,“ segir Eiríkur.
„Hægt er að skoða úrvalið sem
við bjóðum upp á á facebooksíðu
okkar sem er uppfærð reglulega
þannig að viðskiptavinir geti séð
hvað er í boði daglega,“ segir hann.
Verslunin er opin, að öllu jöfnu,
á sama tíma og Krónan fyrir utan
séropnun. Því er opið alla daga frá
kl. 10.00 til 20.00. n
Mynd ÞorMar VIGnIr Gunnarsson
Mynd ÞorMar VIGnIr GunnarssonMynd ÞorMar VIGnIr Gunnarsson