Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 19.–21. janúar 201612 Íslenskt sjávarfang - Kynningarblað Humarsalan býður aðeins upp á hágæða hráefni H umarsalan er sölu- fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í sölu á humri fyr- ir innan landsmarkað. Fyrirtækið býður verslun- um, veitingahúsum, veisluþjónust- um og einstaklingum upp á gæða humar frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. „Við erum sérfræðingar í sjávarfangi og bjóðum aðeins upp á hágæða hráefni,“ segir Guð- jón Vilhelm Sigurðsson, eigandi Humarsölunnar. Humarsalan tákn um gæði Humarsalan var stofnuð í janúar 2004. „Markmið okkar er að bjóða upp á fyrsta flokks humar allt árið um kring og veita fyrirtaks þjón- ustu,“ segir Guðjón. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins var viðskipta- vinum einnig boðið upp á skötusel- skinnar, sem njóta mikilla vin- sælda. „Orðstír fyrirtækisins hefur jafnt og þétt vaxið og má með sanni segja að merki Humarsölunnar sé tákn um gæði,“ segir Guðjón. Með hráefni í hæsta klassa Humarsalan dreifir og selur humri frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. „Við bjóðum aðeins upp á hráefni í hæsta klassa frá öflugustu humar- útgerð landsins,“segir Guðjón. „Það hefur löngum loðað við Horna- fjörð að þar sé besta humarinn að fá,“ bætir hann við. Humarsalan selur einnig aðr- ar afurðir Skinn- eyjar-Þinganess. Mikið af nýjung- um í gegnum árin Humarsalan býður upp á breitt úrval af humri í skel og án skeljar, risarækju, hörpu- skel og rækju, saltfisk, skötusels- kinnar, steinbítskinnar, túnfisk og fleira. Á vörulista Humarsölunnar hafa verið að bætast við nýjungar í gegnum árin, og koma við- skiptavinir Humarsölunn- ar orðið víða að úr heiminum að sögn Guðjóns. Humar- salan býður einnig veitingahús- um erlendis upp á íslenskar sjávar- afurðir og hefur sú þjónusta orðið sífellt vinsælli. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.