Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Side 27
Vikublað 19.–21. janúar 2016 Sport 15 Við erum sterkari andlega n Sverre er sannfærður um endurkomu íslenska liðsins n Ekki landsliðsmenn að ástæðulausu V arnarleikur byggist upp á því að ná trausti manna á milli og stemningu. Það rofnaði í þessum leik og menn fóru að vinna meira sjálfstætt,“ segir Sverre Jakobsson, landsliðsmaður í handknattleik til margra ára, beðinn um að greina hvað klikkaði í varnarleik íslenska liðsins í leiknum við Hvít-Rússa á EM í Póllandi. Þessi mikli varnarmaður er nú í fyrsta sinn í langan tíma ekki með liðinu á stórmóti. Hann segist hafa setið stressaður og spenntur fyr- ir framan sjónvarpið – eins og aðr- ir handboltaáhugamenn – þegar Ís- lendingar töpuðu með minnsta mun fyrir Hvít-Rússum. Varnarleikurinn, sérgrein Sverre, var í molum í leiknum, enda fékk Ís- land á sig metfjölda marka. Hinum megin vallarins voru sömu menn, að uppistöðu, í banastuði. Þeir léku við hvern sinn fingur í sókninni. Hvernig fer það saman, að sömu leik- menn séu í banastuði öðrum megin vallarins, en alls ekki þegar hlaupið er aftur fyrir miðlínu? Sverre segir að ef hann hefði svar við því væri hann ekki að þjálfa á Íslandi heldur senni- lega í hópi heimsins eftirsóttustu fyrirlesara heims. Íþróttir séu bara stundum svona. „Það er alltaf þessi sama ráðgáta,“ segir hann. Hefði sett Guðjón framar Aðspurður segir Sverre ekki auðvelt að segja til um hvort hægt hefði ver- ið að bregðast öðruvísi við mótlætinu í leiknum við Hvít-Rússa. Hann nefnir þó að stundum hafi lands- liðinu reynst ágætlega að setja Guð- jón Val fyrir framan vörnina og jafn- vel taka menn úr umferð. „Við höfum gert það af og til, kannski í smá tíma. Svo kannski dottið niður aftur. Það er kannski eitthvað sem mér datt í hug að hefði verið hægt að prófa. En þjálfarinn stendur bara og fellur með þeim ákvörðunum sem hann tekur.“ Hann segist hafa veitt því athygli að ákveðið óöryggi hafi magnast upp í varnar- leiknum. „Þá fara menn að bakka undan mönn- um í stað þess að taka slaginn. Þá koma skotin yfir mann og sjálfstraustið dettur niður. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Maður finnur ekki tenginguna við markvörðinn og næstu menn í vörn- inni og upplifir sig einan. Þegar all- ir upplifa þetta sama verður erfitt að búa til tengingu.“ Hann tekur fram að á köflum í fyrri hálfleik hafi vörnin staðið ágæt- lega en að síðustu 20 mínútur leiksins hafi verið sérstak- lega erfiðar. „Sem gömlum varnar- manni var leiðinlegt að sjá þetta ekki smella.“ Allt getur gerst Þó að síðasti leikur hafi verið slæmur hefur Sverre engar áhyggjur af liðinu. Það hafi stundum þurft að taka sig saman í andlitinu á skemmri tíma en nú, en Íslendingar og Króatar standa bæði frammi fyrir því að geta dottið úr leik ef þeir tapa. Annað liðið gæti þó komist áfram ef úrslit í leik Norð- manna og Hvít-Rússa verða hag- stæð. Vinni Norðmenn í dag, þriðju- dag, verða Íslendingar að ná jafntefli eða sigra Króatíu. Ef Hvít-Rússar vinna eru Íslendingar komnir áfram í milliriðil en leikurinn við Króatíu ræður því hvort Íslendingar fara með 0, 1 eða 2 stig áfram. Jafn- tefli í leik Noregs og Hvít-Rússa þýðir að við þurfum að fá stig út úr okkar leik. Það getur þó ýmis legt gerst. Sverre, sem spáði því fyrir mót að Íslendingar færu langt í mótinu, hefur enn bullandi trú á strákunum okkar. Þeir hafi margoft áður bitið frá sér þegar bakið er kom- ið upp við vegg. Það hafi gerst í Austur- ríki 2010 þegar Ís- lendingar unnu Dani í lokaleik riðilsins og komu heim með brons. Þá hafi margir verið búnir að af- skrifa liðið á HM í Þýskalandi 2007, þegar liðið tapaði á móti Úkraínu, en valtaði svo yfir Frakka og komst í 8-liða úrslit. Ekki landsliðsmenn að ástæðulausu Hann segir að strákarnir okkar séu ekki landsliðsmenn að ástæðulausu. Þeir séu andlega sterkir og þraut- reyndir. „Þetta verður mjög forvitni- legur leikur. Ég held að við séum sterkari andlega en Króatar – sem lið. Það er mín upplifun af þessum liðum.“ Hann segir mikilvægt að byrja leikinn við Króata vel og að vörnin endurheimti sjálfstraustið sem hún á að geta haft. „Björgvin þarf að verja tvo eða þrjá bolta snemma – þá myndast tenging og grunnur til að byggja á. Það væri óskandi. Ég hef mikla trú á því að þeir nái þessu úr sér á morgun,“ segir Sverre og bendir á að liðið hafi leikið tvo fína leiki við Þjóð- verja og annan við Norðmenn mjög nýlega. Það sé því allt of snemmt að afskrifa liðið. Sameiginleg ákvörðun Hann á ekki von á að Ísland muni um- bylta varnarleiknum gegn Króötum, þó að liðinu hafi gengið illa að stöðva Hvít-Rússa. Hann gerir þó ráð fyrir því að varnarleikurinn verði eitthvað lagaður að styrkleikum Króata. „Ég held að þeir prófi áfram að vinna að því sem þeir hafa verið að gera og hafa svo plan B ef það klikkar.“ Hann segir að það sé ákvörðun sem þeir sem spila vörnina taki sameiginlega á fundum í aðdraganda leiksins við Króata. „Þetta verður rætt fram og til baka á vídeófundum.“ Hann viður- kennir aðspurður að hafa klæjað í fingurna þegar hann fylgdist með strákunum á móti Hvít-Rússum. Það hafi verið erfitt að horfa upp á vörn- ina klikka. „Auðvitað klæjaði mig – en mig klæjaði líka á móti Norðmönnum þegar okkur gekk vel.“ n „Það verður einn leikur“ Guðjón Valur Sigurðsson landsliðs­ fyrirliði kallaði eftir því fyrir mótið að fá einn leik þar sem allt væri undir. Það gerði hann í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis, fyrir mótið. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Guðjóni verður að ósk sinni í dag, gegn Króötum. Þar verður allt undir. „Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir,“ sagði fyrirliðinn. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Barátta Vignir Svavarsson verður í lykilhlutverki í vörninni í leiknum við Króata. Hann þarf að finna fjölina sína, eins og aðrir varnarmenn liðsins. myndir EpA Landsliðsskórnir á hilluna Krafta Sverre Jakobssonar nýtur ekki við lengur. Áfram Ísland! Íslenskir stuðningsmenn hafa látið vel í sér heyra á mótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.