Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 30
18 Menning Vikublað 19.–21. janúar 2016
Byrjendur á miðjum aldri
V
ið höfum fylgst með Julie
Delpy verða fullorðinni í sólar
lagsmyndum Linklaters og á
síðustu árum höfum við séð
hana verða að ágætis leikstjóra líka.
Delpy reynir ekki að flýja aldurinn
heldur tekst á við hann fullum fetum.
Hér segir frá tveimur miðaldra
konum sem fara í heilsulind og kynn
ast óhjákvæmilega tveimur pipar
sveinum. Framan af er eins og að um
leiðarvísi fyrir byrjendur á fimmtugs
aldri sé að ræða. Nei, maður getur
ekki fengið eyðni af því að kyssa ein
hvern og já, það að sýna sig með stór
an fisk virkar.
Frúin snýr síðan heim með karl
inn í eftirdragi og kynnir hann fyrir
tvítugum syni sínum. Allt er hér búið
í haginn fyrir þroskaða gamanmynd
um það þegar mamma ákveður að
byrja upp á nýtt á miðjum aldri. En
því miður fer raunsæið fljótt út um
gluggann. Sonurinn reynist djöfull í
„Myndin virðist vera
einhvers konar
óttafantasía manneskju
sem ekki tekst að sam-
eina það að vera bæði
ástkona og móðir.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Lolo
Handrit og leikstjórn: Julie Delpy
Aðalhlutverk: Julie Delpy og Dany Boon
Siðferðilega vafasamar barnabækur
Negrastrákar, reykjandi kúreki og staðalímyndir kynjanna í Erilborg
Á
fyrstu æviárunum eru mann
eskjur sérstaklega hrifnæmar
og áhrifagjarnar. Það er því
mikilvægt að bækurnar sem
þær lesa nýti áhrifamátt sinn
til góðs – hvort sem það er með því
að virkja ímyndunarafl þeirra eða
gagnrýna hugsun, auðga húmor eða
siðferði. Margir barnabókahöfund
ar leggja mikið upp úr góðum sið
ferðilegum boðskap verka sinna.
En siðferði er ólíkt á mismunandi
stöðum og mismunandi tímum. Því
getur barnabók sem þykir góð á ein
um tíma þótt siðferðilega vafasöm
eða hreinlega skaðleg á öðrum. Í
dag erum við sérstaklega meðvituð
um staðalímyndir og fordóma sem
finna má í barnaefni. Margar klass
ískar barnabækur eru satt best að
segja gamaldags og fordómafullar.
En þá vaknar spurningin: eigum við
að henda bókinni, breyta henni eða
lesa bara áfram? DV kíkti á örfáar
barnabækur sem deilt hefur verið
um á undanförnum árum. n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Uppvöxtur
KKK-liða
Uppvöxtur litla trés var upphaflega kynnt
sem endurminningar frá æskuárum höf-
undarins Forrest „Litla trés“ Carter. Sagan
segir frá ungum dreng sem kynnist ömmu
sinni og afa sem eru Cherokee-indjánar.
Bókin seldist nokkuð
vel og náði boðskapur
náttúruverndar, ein-
falds lífsstíls og hinar
dulúðugu frumbyggja-
hugmyndir vel til fólks.
Hún sló svo rækilega
í gegn þegar hún var
endurútgefin í kilju árið
1991.
Á þeim tíma var því loks ljóstrað upp
að höfundurinn hét í raun Asa Earl Carter
og hafði verið hátt settur í hinum rasísku
samtökum Ku Klux Klan. Hann skrifaði
ræður og bauð sig fram til ríkisstjóra
í Alabama með það fyrir augum að
viðhalda aðskilnaði kynþátta í ríkinu. Þó
að margir telji bókina einlæga þá álíta aðr-
ir hana meðvitaða blekkingu höfundarins
til að gera lítið úr hippalegum hugmyndum
fjölmenningarsinna. Hann hefur verið
sakaður um staðlaðar og grunnar myndir
af menningu frumbyggja Ameríku. Eftir að
upp komst um bakgrunn höfundarins tók
Oprah Winfrey bókina af meðmælalista
sínum, en meðmæli hennar höfðu átt
nokkurn þátt í vinsældum bókarinnar.
Kynjajöfnuð Erilborg
Bækurnar tvö hundruð og fimmtíu um
Erilborg (e. Busytown) eftir Richard Scarry
verða seint bendlaðar við kynþátta-
fordóma enda öll dýrin í borginni vinir,
hvort sem þau eru kettir, mýs, kanínur,
ormar eða bjarndýr. En hins vegar voru
kynhlutverkin mjög skýr til að byrja með:
kvendýrin voru með svuntur og staðsettar
í eldhúsinu á meðan karldýrin sinntu vinnu
utan heimilisins, þær voru flugfreyjur en
þeir flugmenn, þær hjúkrunarkonur en þeir
læknar.
Bækurnar hafa þó smám saman breyst
með breyttum viðhorfum. Scarry sam-
þykkti breytingar þar sem kvendýrin taka
að sér fjölbreyttari hlutverk og karldýrin
sinna barnauppeldi og matseld til jafns
við konur. Þá hafa verið tekin niður tákn
sem hafa þótt niðrandi, til að mynda fyrir
frumbyggjaþjóðir Ameríku.
Doddi og að-
skilnaðarstefnan
Breski rithöfundurinn Enid Blyton er
einhver vinsælasti barnabókahöfundur
allra tíma, en í seinni tíð hefur hún verið
nokkuð umdeild vegna
kynþáttafordóma,
kynjamismununar og
stéttahroka í bókum sínum.
Hún skrifaði til dæmis þekkta
bókaröð um hin fimm fræknu
og sögurnar um spýtu-
drenginn Dodda í Leikfanga-
landi.
Í bókunum um Dodda eru
góðu persónurnar hvítar og
ljóshærðar en Doddi þarf að
varast nágranna sína, svikulu
og þjófóttu svartálfana
í Svartálfaborg. Algjör
aðskilnaður ríkir milli borganna en allt fer
í háaloft þegar Doddi heimsækir Svart-
álfaborgina. Upprunalegu teikningarnar
af svartálfunum, eftir Harmsen Van Der
Beek, minna um margt á skrípamyndir af
svörtu fólki sem áður hafa
verið nefndar. Þegar fyrsta
nýja bókin um Dodda í 45 ár
var gefin út í Bretlandi árið
2009 var ákveðið að sleppa
svartálfunum algjörlega úr
sögunni.
Önnur lýti Blyton hafa
einnig verið skorin burt því
tungumáli í bókunum um
hin fimm fræknu hefur verið
breytt nokkuð – að minnsta
kosti í bresku útgáfunni.
Bæði hefur tungutak verið
fært nær samtímanum, svo
börn í dag skilji hvað í þeim
stendur, en á sama tíma hefur niðrandi
orðum um undirokaða þjóðfélagshópa
verið breytt.
Negrastrákar eru
menningarverðmæti
Bókin Negrastrákarnir um tíu litlu
negrastráka sem deyja einn af öðrum
var þýdd úr bandarísku þulunni Ten
Little Niggers. Svipaðar vísur eru til um
aðra undirokaða þjóðfélagshópa, svo
sem frumbyggja Ameríku. Vísan kom
fyrst út á bók á íslensku árið 1922 og var
myndskreytt af myndlistarmanninum
Muggi (Guðmundi Thorsteinsson).
Myndirnar byggja á hefðbundnum niðrandi
skopmyndateikningum af svörtu fólki eins
og viðgengust á 19. öld og í byrjun 20. aldar.
Negrastrákarnir eru hálfnaktir í lendaskýlum,
með lág enni, stórar rauðar varir og útstæð
augu. Vísurnar voru mjög vinsælar á Íslandi
og hafa verið margútgefnar í bókum og
á hljómplötum og fluttar í skólum og á
skólaskemmtunum.
Bókin var síðast endurútgefin 2007 af
Skruddu. Við endurútgáfuna upphófust
nokkrar deilur þar sem ýmsir töldu rangt
að endurútgefa barnabók sem byggði á
fordómafullum staðalímyndum en aðrir
vörðu óbreyttu endurútgáfuna og sögðu
hana menningarsöguleg verðmæti. Engum
sérstökum formála var bætt við bókina
þar sem breyttar hugmyndir um jafnrétti
kynþátta voru útskýrðar. Kristín Loftsdóttir,
prófessor í mannfræði, rannsakaði og greindi
umræðuna um útgáfuna og var niðurstaða
hennar að innflytjendum á Íslandi þótti
bókin lýsa fordómum, en innfæddir
Íslendingar skiptust í tvær fylkingar sem
tóku sterka andstæða afstöðu til bókarinnar.
Í dag geta birna verið lögga í Erilborg og fress passað kettlingana