Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Page 2
2 Fréttir Vikublað 9.–11. febrúar 2016
Vilja ekki taka þátt
í eymdartúrisma
E
ymdartúrismi er ákveðið fyrir-
brigði og ég vil ekki taka þátt í
slíku. Þess vegna undirbjó ég
ferðina af kostgæfni með það
í huga að við gætum raun-
verulega gert gagn. Ég er handviss um
það,“ segir Eva Davíðsdóttir, sem þann
16. febrúar heldur til eyjunnar Lesbos
í Grikklandi, ásamt kærasta sínum,
Stephen Andersson, til þess að starfa
sem sjálfboðaliði norsku hjálpar-
samtakanna Dråpen i Havet. „Það er
mikil neyð þarna niður frá enda liggur
straumur flóttamanna frá ströndum
Tyrklands og yfir til Lesbos. Óstað-
festar heimildir herma að það séu um
1.000 manns á sólarhring,“ segir Eva.
240 fórust í janúar
Flóttamennirnir ferðast yfir Mytilini-
sund, um fimm kílómetra leið, á van-
búnum gúmmíbátum. Fyrir ferðina
hafa flóttamennirnir yfirleitt borgað
hátt verð og haldið er af stað í skjóli
nætur. Í janúar síðastliðinn fórust um
240 flóttamenn og frá Lesbos hafa
heyrst hryllingssögur, til dæmis um
að landrými undir grafir sé uppurið.
„Við höfum eins og allir fylgst með
fréttum af ástandinu og vildum leggja
hönd á plóginn. Það er mikill skortur
á sjálfboðaliðum og því ákváðum við
að láta vaða. Prófessorinn okkar í há-
skólanum benti okkur á þessi hjálpar-
samtök, sem okkur leist mjög vel á,“
segir Eva.
Vilja bara koma að gagni
Dagarnir verða hins vegar langir og
strangir á grísku eyjunni og skötuhjúin
geta ekki verið vandlát á þau störf sem
þau þurfa að vinna. „Við verðum að
vinna á allt að 18 klukkustunda vökt-
um, allan sólarhringinn. Eitt af verk-
efnunum verður að afhenda komandi
flóttafólki þurr föt og næringu, en
einnig er mikill skortir á fólki til þess
að flokka þann varning sem hjálpar-
stofnanir hafa fengið gefins til þess að
dreifa til flóttamanna. Okkur stend-
ur í raun á sama um hvaða verkefn-
um við endum í, bara að við
komum að sem mestu
gagni,“ segir Eva.
„Ferð okkar mun
ekki enda þarna“
Eva og Stephen
búa í Stavanger
í Noregi en
þar kynntu-
st þau í há-
skólanámi.
Stephen
er frá New
Hampshire
í Banda-
ríkjun-
um og hefur lagt stund á nám krísu-
stjórnun en Eva lýkur bráðlega
mastersgráðu í breytingastjórnun.
„Áhersla mín í náminu er á samfé-
lagslega ábyrgð fyrirtækja. Ég dvaldi á
Indlandi í sex mánuði við rannsóknir
vegna verkefnisins,“ segir Eva en að
hennar sögn hafa þau Stephen ferðast
afar mikið og upplifað ýmislegt. „Við
höfum bæði reynslu af að vinna að
þróunarmálum, meðal annars með
Amnesty International. Við höfum
hins vegar aldrei starfað á vettvangi
með þessum hætti fyrr. Við höfum
mikinn áhuga á þessum málum og
ferð okkar mun ekki enda þarna,“
segir Eva. Hún mun dvelja á Lesbos
í vikutíma en Stephen hefur ekki enn
bókað sína ferð heim og gæti því orðið
lengur.
Safna fötum og fjármunum
Til þess að Eva og Stephen geti haft
sem mest áhrif á meðan þau dvelja á
Lesbos þá hafa þau sett af stað söfn-
un á peningum og fatnaði, sem þau
hyggjast taka með sér, eins mikið og
þau geta, og dreifa til flóttamanna.
„Söfnunin á fatnaði gengur vel en við
erum sérstaklega að reyna að safna
hlýjum ullarfatnaði. Við getum hins
vegar aðeins tekið með okkur tak-
markað magn og fjármunina sem
safnast munum við nýta, í sam-
starfi við samtökin, til þess að kaupa
ýmsa nauðsynjavöru
fyrir flóttafólkið,“ segir
Eva. Sjálf hafa þau
þegar greitt fyrir sína
ferð, flug, gistingu og
uppihald og því mun
allt renna til nauð-
staddra. n
Eva og Stephen halda til eyjunnar Lesbos á næstu dögum til að aðstoða flóttafólk í neyð
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Eva og
Stephen
Ferðast
til Lesbos
um miðjan
feb rúar.
„Við höfum
eins og allir
fylgst með fréttum af
ástandinu og vildum
leggja hönd á plóginn
Hættuför Ungur drengur
kemst heilu og höldnu á
land á Lesbos. Alls fórust
um 240 flóttamenn á þess-
um slóðum í janúarmánuði.
Áfram í
varðhaldi
Gæslu v arðhald yfir tveim ur
mönn um sem eru grunaðir um
að hafa framið vopnað rán í úti-
búi Lands bank ans í Borgartúni
þann 30. des em ber hefur verið
framlengt. Gæsluvarðhaldið á að
gilda þar til dómur fellur í mál-
inu, en þó ekki lengur en til 7.
mars næstkomandi. Mennirnir
komust undan á flótta með litla
fjármuni úr bankanum. Annar
maðurinn var fljótlega handtek-
inn og hinn gaf sig fram eftir að
lýst var eftir honum. Mennirnir
hafa játað og hafa áður komið við
sögu lögreglunnar.
Sleppt eftir
hópslagsmál
Karlmennirnir fjórir sem voru
handteknir eftir að hópslagsmál
brutust út í Skeifunni á laugardag
eru allir af erlendum uppruna.
Lögreglan veit ekki enn hvers
vegna tveir hópar manna slóg-
ust með kylfum og hamri. Þetta
upplýsti Friðrik Smári Björgvins-
son, yfirlögregluþjónn á höfuð-
borgarsvæðinu, í gær, mánudag.
Mönnunum hefur verið sleppt úr
haldi en þeir voru enn á vettvangi
átakanna þegar lögreglumenn
bar að garði um kvöldmatar-
leytið á laugardag. Talið er að allt
að þrjátíu manns hafi tekið þátt í
slagsmálunum.