Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Síða 15
Fréttir Erlent 15Vikublað 9.–11. febrúar 2016
Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I
LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND
V A R M A D Æ L U R
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
NÝJUNG Í LOFT Í VATN VARMADÆLUM
EINFÖLD Í UPPSETNINGU
ÁLAGSSTÝRÐ
HLJÓÐLÁT
ALLT AÐ 80% ORKUSPARNAÐUR
ÍBÚÐARHÚS - SUMARBÚSTAÐ - IÐNAÐARHÚS
COP 5,0
Vissir þú þetta um
Bernie Sanders?
Vill skattleggja mengun
„Það að afstýra yfirvofandi
umhverfishörmungum mun
krefjast þess að stórlega verði
dregið úr brennslu á kolum, olíu
og öðru jarðefnaeldsneyti,“ skrif-
aði Sanders í Huffington Post
árið 2014. Þar birtist sú skoðun
hans að kolefnisskattur væri
áhrifaríkasta leiðin til að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Aftarlega í peninga
kapphlaupinu Sanders
hefur aðeins safnað helmingi
þess fjár sem framboð Hillary
Clinton hefur aflað í kosninga-
baráttunni. Hillary Clinton
hefur safnað 163,5 milljónum
dollara, svipaðri upphæð og
Jeb Bush. Framboð Sanders
hefur safnað 75,1 milljón
dollara og er hann fimmti
í röðinni. Þess má geta að
Bernie hefur hafnað framlög-
um frá Super-PAC, eða ofur-
nefndum, sem eru nefndir
sem starfa óháð flokkum eða
einstökum frambjóðendum
og þurfa ekki að lúta lögum og
reglum um hámarksframlög.
Vanur að tapa Sanders
hefur tapað nokkrum
þýðingarmiklum kosningum
á ævinni. Þar af voru nokkrar
á árunum áður en hann
náði kjöri sem bæjarstjóri í
Burlington, embætti sem hann
gegndi yfir fjögur tveggja ára
kjörtímabil. Frá því hann tap-
aði kjöri til formanns bekkjar-
ráðs í framhaldsskóla á sjötta
áratugnum, hefur Sanders
tapað sex kosningum.
20 ár á þingi
Sanders hefur
verið öldunga-
deildarþingmað-
ur í meira en 20
ár, sem fulltrúi
Vermont. Hann var
óháður þingmaður
þar til í fyrra þegar
hann gekk til liðs
við Demókrata.
Var handtekinn Frambjóðandinn barðist ötullega fyrir
borgaralegum réttindum á sínum yngri árum. Árið 1963 var
hann handtekinn, á baráttufundi gegn aðskilnaði kynþátta í skólum
landsins, í Chicago. Sanders er gyðingur eins og áður segir, fæddur í
Bandaríkjunum. Faðir hans var innflytjandi frá Póllandi en fjölskyld-
an lést í helförinni.
Höfðar til ungu
kynslóðarinnar
Hillary Clinton vann
slaginn um Iowa með
minnsta mun, öllum
að óvörum. Sanders
nýtur yfirburðastuðn-
ings á meðal ungra
demókrata. Stuðningur
kjósenda undir þrítugu
við Sanders reyndist
84% í Iowa, á meðan
Clinton fékk 14%. Í
aldurshópnum 30 til 44
ára vann hann Clinton
með 58% á móti 37%
atkvæða. Á meðal eldri
kjósenda snýst dæmið
algjörlega við.
„Byssur í
Vermont eru
ekki það sama og
byssur í Chicago
eða í Los Angeles
„Það að afstýra yfir
vofandi umhverfis
hörmungum mun krefjast
þess að stórlega verði dregið
úr brennslu á kolum, olíu og
öðru jarðefnaeldsneyti
Hlébarði særði sex
Réðst á fólk í skóla í Bangalore á Indlandi
S
ex særðust við að reyna að
klófesta hlébarða sem birtist
skyndilega í skóla í borginni
Bangalore í Indlandi á sunnu
dag. Um tíu tíma tók að handsama
dýrið en á meðal þeirra sem særð
ust voru vísindamaður, myndatöku
maður og starfsmaður skógræktar.
Talið er að stofn hlébarða telji á bil
inu 12 til 14 þúsund dýr í Indlandi
en uppákomur sem þessar verða sí
fellt algengari, enda er sífellt þrengt
að búsvæðum dýranna.
Hlébarðinn, sem spásseraði
inn á skólalóðina í Vibgyor
International School, var átta ára
gamalt karldýr. Í tíu klukkustundir
reyndu menn að króa dýrið af og
deyfa. Þau áform báru loks árang
ur og var hlébarðinn fluttur út í skóg
þar sem honum var sleppt. Upp
tökur úr eftirlitsmyndavélum sýna
glöggt hvernig dýrið réðst á þá sem
fyrir því urðu, en BBC greinir frá.
Skólinn er staðsettur í nágrenni
skógar og þaðan er dýrið talið hafa
komið. „Það var þrautin þyngri að
ná honum. Jafnvel þó að hann hafi
verið skotinn með deyfilyfi náðum
við honum ekki fyrr en um korter
yfir átta um kvöldið, þegar lyfið
hafði náð fullri virkni,“ sagði lög
reglumaðurinn S. Boralingaiah við
fréttamenn. Fólkið slasaðist ekki
alvarlega. n baldur@dv.is
Blóðug barátta Hér sést karlmaður
reyna að verjast árás hlébarðans.