Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Síða 20
Vikublað 9.–11. febrúar 20164 Verkstæði og varahlutir - Kynningarblað
Netpartar ehf.
Umhverfisvænt og með
75.000 vörunúmer á lager
N
etpartar ehf. er verslun
með notaða varahluti.
Fyrirtækið er staðsett
rétt sunnan við Selfoss.
Hjá fyrirtækinu vinna tíu
manns og allir hlutir eru keyrðir til
verkstæðanna í Reykjavík tvisvar
á dag, auk þess sem sent er út um
land allt. Netpartar er með sam-
starfssamninga við bæði Sjóvá og
TM um kaup á tjónabifreiðum,
en hvati tryggingafélaganna til að
semja við fyrirtækið, og fleiri á sín-
um tíma, var m.a. að auka fram-
boð af notuðum varahlutum og
gera þá að aðgengilegri og fýsi-
legri kosti fyrir verkstæðin. Þegar
bíll hefur lent í tjóni er hann met-
inn af hlutlausum aðila/millilið
sem ákvarðar verðið til Netparta.
Það enda ekki allir tjónabílar í
þessu ferli og aldrei bílar þar sem
um banaslys er að ræða. Tjóna-
bifreiðar frá tryggingafélögunum
eru verðmetnir af þriðja aðila og
þegar fyrirtækið kaupir bílinn er
hann afskráður og Netpartar er þá
skuldbundið til að rífa hann. Bíll-
inn er síðan skoðaður, allt sem er
heilt og seljanlegt er skráð inn á
lager og fastanúmer bílsins verður
hluti af vörunúmeri varahlutanna.
Allir hlutir ástandsmetnir
Allir hlutir eru ástandsmetnir og
upplýsingar eins og árgerð og hve
mikið bíllinn er ekinn, vélarstærð
og tegund, eru hluti af þeim upplýs-
ingum sem skráðar eru inn og þess
gætt að rekjanleiki sé ávallt til stað-
ar. Þegar flett er í lagernum er jafn-
framt hægt að sjá myndir af bíln-
um og upplýsingar úr ökutækjaskrá,
sem er nauðsynlegt, t.d. þegar verið
er að meta hvort vélar passi á milli
bíla. Allir hlutir eru í ábyrgð hjá Net-
pörtum eins og lög gera ráð fyrir og
reynist hlutur ekki í lagi þá er hann
tekinn til baka og endurgreiddur ef
ekki tekst að útvega annan í staðinn.
Umhverfisvæn endurvinnsla
Lagerinn telur nú um 75.000 vöru-
númer og er allur aðgengilegur á
netinu. Netpartar hefur innleitt
gæðaeftirlitskerfi sem er vottað af Bíl-
greinasambandinu og nú nýlega fékk
fyrirtækið umhverfisvottun á starf-
semina. Í dag skilgreinir Netpartar
sig sem umhverfisvæna endur-
vinnslu á notuðum bifreiðum. Allt úr
bifreiðinni er flokkað til endursölu
og endurvinnslu. Það sem ekki nýtist
sem varahlutur er þá hráefni, eins og
járn, ál, gúmmí, plast o.s.frv. n
Aðalheiður Jacobsen framkvæmdastjóri Netparta