Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Kynningarblað - Verkstæði og varahlutir 7 Bílrúðumeistarinn: Lærður bifreiðasmíðameistari sér um allar rúðuísetningar Allt á einum stað þegar skipta þarf um rúðu Þ egar bílrúða brotnar eða fær á sig sprungu er gott að hringja í Bílrúðumeist- ararann, Dalvegi 18, Kópa- vogi, í síma 571-1133, og panta tíma. Eftir það er séð um allt sem á að gera á einum stað, hratt og örugglega. „Það fer rafræn sending frá okkur á trygginga- félagið þannig að viðskiptavinur- inn þarf aldrei að vera í neinu sam- bandi við það frekar en hann vill. Það er mikilvægt að þetta sé ekki flókið fyrir viðskiptavininn. Hann geti bara hringt í eitt númer og síð- an sé gengið frá öllu á einum stað,“ segir Páll Gunnlaugsson, eigandi Bílrúðumeistarans. Páll er lærður bifreiðasmíða- meistari og það er góð tilfinning fyrir viðskiptavini að vita af rúðu- ísetningunni í höndum faglærðs og þrautreynds manns. Páll hefur starfað við rúðu- ísetningar allt frá árinu 2001, en hann stofnaði Bílrúðumeistar- ann árið 2011. Hefur verið mik- ill vöxtur í við- skiptunum vegna góðrar þjónustu að sögn Páls. Upprunagæði á ísettu gleri – Hægt að nota plástra og sleppa við rúðuskipti við minniháttar skemmdir „Ég legg áherslu á að nota gler sem er af sömu gæðum og upprunalega glerið í bílnum og því getur bíleig- andinn treyst því að fá jafngóða rúðu og var upphaflega,“ segir Páll, En eru rúðubrot í bílum algeng? „Það er ótrúlega mikið um rúðu- brot. Algengast er að eitthvað komi í rúðuna, steinn sem skemmir hana og ef hún brotnar ekki strax þá klárar frostið og hitabreytingarnar verkið. En ef fólk nýtir sér þessa plástra sem bæði eru í boði hjá mér og tryggingafélögunum, þá eru þeir settir yfir skemmdina strax, bíleigandinn kemur síðan með bílinn til mín og ég get fyllt upp í skemmdina án þess að það þurfi að skipta um rúðu. Þetta er auðvitað miklu ódýrari kostur og getur gengið ef skemmdin er á lítt áberandi stað á rúðunni, utan sjónsviðs ökumanns. Auk minni kostnaðar þarf eigandinn þá ekki að greiða fyrir neina sjálfsáhættu.“ Biðtími frá því hringt er í 571- 1133 vegna rúðubrots er vanalega 1–2 dagar. Páll segir að rúðubrot vegna skemmdarverka séu sjaldgæfari en það sem hann kallar, rúðubrot af eðlilegum ástæðum. Skemmdarverk ganga þó oft í bylgjum og stundum verði mörg rúðubrot á stuttum tíma vegna skemmdarverkafaraldurs. Þess má geta að Páll er fljótur að leysa þau algengu vandamál þegar hliðarrúður festast í upphölurum. Þá er hægt að koma með bílinn beint í Bílrúðumeistarann sem losar rúðuna og skiptir um upphalarann. Að sögn Páls eru þessi vandamál algeng þegar byrjar að frjósa á vet- urna. n brm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.