Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Page 26
Vikublað 9.–11. febrúar 201618 Sport
„Fólk hélt að ég myndi ekki keppa aftur“
Margrét Edda Gnarr sneri á dögunum
aftur til keppni eftir rúmlega ársfrí, full orku og
tilbúin til þess að takast á við atvinnumennskuna
í fitness-heiminum. Hún setti sér háleitt
markmið – að sigra á atvinnumannamóti á
árinu 2016. Sem hún og gerði. Á sínu fyrsta
móti í langan tíma stóð hún uppi sem
sigurvegari og kom kannski sjálfri sér hvað
mest á óvart. Margrét Edda fer aldrei
troðnar slóðir, hún slekkur ljósin með
taekwondo-spörkum og hefur snerpu og
viðbragðsflýti á við ofurhetju. Hún ætlar
sér stóra hluti á næstu mánuðum og lætur
stóra drauminn sinn rætast og stígur á
svið á Mr. Olympia vaxtarræktar-
og fitness-mótinu í september –
nokkurs konar heimsmeistaramóti
atvinnumanna.
H
ún er nýkomin heim
frá Las Vegas og segir
mér að hún sé ansi
flugþreytt. Það er þó
ekki að sjá á henni
þar sem við sitjum og spjöll
um saman tveimur dög
um eftir heimkomu hennar.
Hana klæjar í lófana að fara
aftur að æfa. „Ég ætla að hr
ingja í þjálfarann minn í dag.
Ég hef verið að reyna að slaka
á í æfingum í eina viku eftir mót
en nú vil ég fara að komast á æf
ingu,“ segir Margrét Edda. Það
þýðir ekkert að slá slöku við, næsta
mót er í mars. Markmiðin hafa líka
breyst, sérstaklega eftir sigur henn
ar á atvinnumannamóti í fitness á
dögunum.
Fann
agann
Það var
árið 2008 sem
Margrét Edda
sá kunningja
konu keppa í fit
ness í fyrsta sinn
og hún heillaðist
af sportinu. Hún
byrjaði svo sjálf
að undirbúa sig og
æfa árið 2011. Hún
hefur alla tíð vera
mikil íþróttakona.
Þar á undan hafði
hún komið víða við;
æft fimleika, listdans
á skautum og auðvitað
taekwondo. Hún stundar
hið síðastnefnda enn og
kennir sjálfsvarnarlistir
samhliða fitness. Hún státar af
fjölmörgum Íslandsmeistara
titlum í greininni og árið 2013
varð hún í öðru sæti á Norður
landamótinu í taekwondo.
Það skyldu allir vara sig á henni,
enda er hún vægast sagt snör í
snúningum. Hún hefur gott við
bragð og telur að flestir gætu lært
ýmislegt þegar kemur að viðbragði.
„Ég æfi taekwondo á hverjum degi,
hvort sem það er bara heima eða
á sérstökum æfingum. Það er mér
mjög mikilvægt,“ segir hún.
Hún hefur verið að kenna
kærastanum sínum, Ásgeiri
Trausta Einarssyni tónlistarmanni,
nokkra takta. „Ég hef aðeins verið
að sýna honum þetta. Kenna hon
um að slökkva ljósin með spörk
um og svona. Hann er mjög góður í
bakspörkum, kann að slökkva ljós
ið með þeim. Hann er mjög flottur,“
segir hún og skellihlær.
Hún kennir einnig um þessar
mundir námskeiðið Kickfit, þar
sem hún blandar saman þessum
tveimur heimum, taekwondo og
fitness. „Ég hugsa þetta fyrir kon
ur sem vilja læra sjálfsvörn. Mig
langar að kenna þeim að sparka.
Gera viðbragðsæfingar og styrktar
æfingar,“ segir Margrét.
„Mér finnst mikilvægt að kenna
konum að vera sterkar. Að gefa
þeim tækifæri til að fá smá útrás
eftir daginn – það er ómetanlegt
að koma – að sparka eins fast og þú
getur í púða í skemmtilegum hópi.
Ég held að það sé mjög mikilvægt
að æfa viðbrögðin, snerpuna,“ segir
hún og útskýrir að hún leggi áherslu
á snerpu líkamans til að bregðast
við. Þetta getur komið í veg fyrir
slæmt fall, verið gott til að verja sig,
grípa hluti og svo framvegis. Snerp
an og liðleikinn skipta miklu máli.
Í taekwondo fann hún líka agann
sem hana hafði vantað og hún hef
ur nú tileinkað sér með afar góðum
árangri. Það þarf mikinn aga til að
takast á við niðurskurð og æfingar
fyrir fitnessmót. Það hefur þó sjálf
sagt ekki hvarflað að móður hennar
þegar hún sendi hana átta ára gamla
í sinn fyrsta taekwondotíma.
„Ég var frekar ofvirk þegar ég
var yngri. Ég átti erfitt með að vera
í fimleikunum til dæmis. Ef kennar
inn leit af mér var ég komin inn í
áhaldageymsluna að leika mér þar.
Þetta gerðist í hverjum tíma og yfir
leitt dró ég vinkonu mína með mér
og kom henni í vandræði. Ég þurfti
meiri aga og foreldrar mínir
sendu mig mig í taekwondo til
að reyna að finna hann. Ég
hafði mjög gott af því þó
að það hafi verið djúpt á
honum,“ segir hún.
Í dag segist hún þó
hafa róast, þó að athyglis
bresturinn fylgi henni
enn. Þetta snýst þó allt
um að ná að beisla hann og
nýta til góðra verka.
Sett í pásu
Það var svo haustið 2013 sem Mar
grét Edda fékk atvinnumanns
réttindi í fitness eftir frækinn sigur
á heimsmeistaramóti.
Ef til vill tóku einhverjir eftir því
að lítið fór fyrir henni í keppni á ár
inum 2014 og 2015, en hún veiktist
alvarlega sumarið 2014. Erfiðlega
gekk að komast til botns í því hvað
hrjáði hana og þurfti hún á endan
um að taka sér árs frí frá keppni,
rétt eftir að hún hafði fengið at
vinnumannsskírteinið sitt.
„Sumarið 2014 fann ég fyrir
verkjum í andlitinu – í öðru kinn
beininu,“ segir hún og bendir á
vinstri vanga sinn. „Ég hélt að
þetta gæti verið tannpína svo ég
fór til tannlæknis. Hann fann smá
skemmd, en samt ekkert sem átti að
valda svona sársauka. Hann gerði
við tönnina, en ég lagaðist ekkert,“
segir hún.
Hún flutti tímabundið til Mexíkó
í kjölfarið og var undir læknishendi
þar. „Þegar ég var þar varð ég miklu
verri. Þetta var svo ótrúlega sárs
aukafullt. Stundum gat ég varla
opnað annað augað. Verkurinn var
svo mikill og ég fann fyrir miklum
þrýstingi að þetta var óbærilegt.
Ég fór til tannlæknis þarna úti sem
átti að vera mjög góður,“ segir hún.
Sá sagði henni að líklega þyrfti hún
að undirgangast rótarfyllingu, sem
og hún gerði. „Hann ákvað að fram
kvæma hana, eiginlega bara upp og
von og óvon,“ segir hún.
„En verkurinn hvarf ekki. Ég fór
svona fimm sinnum til þessa tann
læknis,“ segir hún. „Í eitt skiptið var
hann með járnstöng og kveikjara
og sagðist ætla að ná tökum á sýk
ingu þannig,“ segir hún og bætir við
að bæði hún og læknirinn hafi verið
orðin ansi örvæntingarfull.
Margrét Edda fékk uppáskrif
uð sýklalyf og henni leið sannar
lega aðeins betur, en bara í stuttan
tíma. „Þetta var greinilega sýking,
en við gátum ekki fundið út hvaðan
hún kom. Og svo fór mér að versna
„Mér
finnst
mikilvægt að
kenna konum
að vera sterkar
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is