Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Side 27
Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Sport 19 „Fólk hélt að ég myndi ekki keppa aftur“ aftur,“ segir hún. Í september 2014 kom Margrét Edda aftur til Íslands og hóf undirbúning fyrir næsta atvinnumannamót. „Það gekk bara ekkert. Lík- aminn brást ekki við æfingunum eins og hann átti að gera. Það var greinilega einhver sýking í gangi og ég gat ekki undirbúið mig eins og ég þurfti. Ég hitti sérfræðing hérna heima sem greindi mig loksins með kinnholusýkingu. Hann leit einnig á tönnina sem reyndist hafa brotnað að innan hjá tannlækninum úti,“ segir hún. Sýkingin hafði grasserað lengi og ástandið var alvarlegt. Margrét Edda fékk þó loksins ný sýklalyf og í mars í fyrra fór hún í aðgerð. „Ég var í nokkra mánuði að jafna mig. Þetta var ógeð,“ segir hún. Hún gat ekki keppt og var ráðlagt að hvíla sig eins mikið og mögulegt væri. „Það komu dagar inni á milli þar sem ég gat æft, en ekki með sama hætti og áður. Læknirinn minn lét mig lofa að fara varlega og hvíla mig frá keppninni – í raun taka allt árið 2015 í frí.“ Tók öllu með ró Það var eðlilega svekkjandi að þurfa að vera svona lengi frá keppni, en Margrét tók þessu með mikilli ró, sannfærð um að hún þyrfti að komast í gegnum þetta erfiða tímabil og svo tæki við betri tími. Hún einbeitti sér af öllum krafti að fjarþjálfunarfyrirtæki sínu og svo kom að því að hún fékk heimild til að byrja aftur að æfa og keppa af fullum krafti. Hún lét ekki segja sér það tvisvar og á fyrsta mótinu sem hún keppti á eftir veikindin fór hún með sigur af hólmi – fyrsta sigurinn á móti fyrir atvinnu- menn í fitness. „Um leið og ég fékk grænt ljós frá lækninum fór ég strax á netið og leitaði mér að móti. Ég fann þetta mót, Legends Pro í Las Vegas,“ segir hún. Hún hafði margt að sanna, ekki hvað síst að sýna þeim, sem höfðu efast um að hún gæti snúið aftur, í tvo heimana. „Það voru mjög margir sem sögðu að ég yrði jafnvel að sætta mig við að þessi veikindi yrðu til þess að ég missti af mínu tímabili sem keppandi. Að ég myndi ekki ná fyrra formi, hvað þá betra formi,“ segir hún. Það voru kannski ekki óeðli- legar áhyggjur. Margrét Edda hafði náð frábærum árangri rétt áður en veikindin fóru að hrjá hana, hún varð heimsmeistari og náði góðum árangri á fyrsta at- vinnumannamótinu sem hún keppti á. Svo varð hún veik og úr leik. „Fólk hélt að ég mynd ekki keppa aftur,“ segir hún. „En ég ákvað strax að horfa á þetta sem góða hvíld. Ég einbeitti mér að því að þjálfa og kenna sjálfri mér meira um þjálfun, mataræði og næringu. Ég prófaði á sama tíma ólíkt mataræði og nýtti tímann vel. Ég er mjög ánægð með það,“ segir hún. „Ég vissi að ég gæti komið mjög sterk til baka – ég trúði því.“ Sem hún og gerði. „Þetta var krefjandi – að koma sér aftur í rútínuna og þetta var auðvitað erfitt, en ég var fljót að komast í gírinn,“ segir hún. Mikilvæg markmið En það var kannski ekki nein ástæða til að efast. Margrét Edda er vön að láta drauma sína rætast og eltast við markmið sem öðrum finnst afar háleit. Hún ætlar sér reyndar stóra hluti á öllum mót- um, markmiðin eru misstór, en öll mikilvæg. „Ég keppti á mínu fyrsta móti árið 2011 hérna á Íslandi. Ég varð í þriðja sæti og var mjög ánægð með mig. Ég fór strax að leita að sterku móti. Ég vil keppa á svoleiðis mót- um, það er miklu meiri áskorun. Ég fór og keppti á Arnold Classic- mótinu, sem er fyrir áhugamenn og atvinnumenn. Þar varð ég í fjórða sæti sem áhugamaður. Eftir það gerði ég mér grein fyrir að ég vildi verða atvinnumaður,“ segir hún, en enginn annar Íslendingur hefur náð slíkum árangri. „Ég var staðráðin í því.“ Hún þylur upp markmiðin sín og hvernig og hvenær hún sló þau. „Fyrst langaði mig að sigra á móti á Íslandi – sem ég gerði 2012. Svo langaði mig að vinna stórt áhugamannamót. Ég gerði það á heimsmeistaramótinu árið 2013. Þá mátti ég sækja um atvinnu- mannaskírteini og gerði það. Þá langaði mig að fá boð á Arnold Classic sem atvinnumaður,“ segir hún, en til þess að fá boð þarf að skrá sig á mótið og svo velur móts- nefndin úr umsækjendum og 13– 15 atvinnumenn eru valdir til að keppa. Rétt fyrir áramótin 2016 steig hún svo formlega upp úr erfiðum veikindum sem byrjuðu öll með verk í andlitinu. Næstu markmið voru því ekki síður háleit. Hún ætlaði að fara með sigur af hólmi á atvinnumannamóti og tryggja sér þannig keppni á Mr. Olympia í haust, sem er nokkurs konar heimsmeistaramót atvinnu- manna. „Ég ætla að keppa mikið á þessu ári. Síðasta mótið verður í júlí áður en ég fer svo á Mr. Olympia í haust,“ segir hún. Hún vill vera sýnileg og skapa sér nafn, einmitt sem eini atvinnumaður Íslands. Sýna hvað í henni býr. Gott samband Margrét þakkar þjálfara sínum ekki síst árangurinn. Þjálfarinn, Jóhann V. Norðfjörð, hefur fylgt henni í nokkur ár og er samstarf þeirra afar gott. „Það koma dagar þar sem ég er þreytt, alveg eins og allir aðrir. Þá sleppi ég því að æfa. Ég held mataræðinu samt stöð- ugu og góðu, en ég hlusta á lík- amann. Ég passa vel upp á mig og er svo heppin að æfa með þjálf- ara sem skilur mína hugmynda- fræði og deilir henni,“ segir hún. „Þetta helst allt í hendur, hugar- farið, æfingarnar og mataræðið,“ segir hún. „Hann er besti þjálfari sem ég hef verið með. Hann skilur mikilvægi andlegu hliðarinnar og hvíldarinnar. Ég á það til að setja of mikla pressu á sjálfa mig og hann hjálpar mér að vinna úr því.“ Árangur Margrétar vakti ekki aðeins athygli hér heima, heldur einnig á sjálfu mótinu. Það reyndist henni örlítið yfirþyrmandi. „Það getur verið svo mikill klíkuskapur á þessum stóru mótum. Ég hef ekki tilheyrt henni og fyrir mótið sagði fólk mér að ég ætti engan séns. Ég væri bara stelpa frá Íslandi – eini at- vinnumaðurinn þaðan fyrr og síð- ar. En eftir keppnina fór þetta fólk að koma til mín, hrósa mér og segja mér að ég hefði eitthvað alveg sér- stakt. Að framtíðin væri björt. Ég var ekki búin undir það, þó að ég hefði verið að vinna mótið,“ segir hún og roðnar örlítið. Margréti fannst athyglin hvort tveggja í senn skemmtileg og erfið. „Ég hringdi strax í þjálfarann minn enda fór hugurinn alveg á flug. En Jóhann var fljótur að segja: „Magga, komdu aftur niður á jörðina. Slak- aðu á, við gerum bara okkar besta.“ Ég ætla að hafa það að leiðarljósi,“ segir hún. Vinsælt og umdeilt Fitness nýtur mikilla vinsælda hér heima. Á hverju ári eru slegin þátt- tökumet og hefur Margréti verið eignaður heiðurinn af því að mun fleiri konur en áður skrá sig til leiks, enda hefur hún verið mjög sýnileg fyrirmynd. Við víkjum umræðunni að þeirri gagnrýni sem fitness hefur setið undir. Margrét hefur sjálf vikið sér fimlega undan því að taka þátt í þessari umræðu og segist sjálf hafa sínar skoðanir en ætli sér að halda þeim þannig – hjá sér. „Ég tek þetta ekki nærri mér,“ segir hún. „Það er hægt að búa til neikvæða umræðu um allt, ég tek þetta ekki inn á mig, tek helst ekki þátt í þessum umræð- um. Ég vil frekar vera jákvæð fyr- irmynd, gera þetta á minn hátt og gera það eins vel og ég get.“ Margrét horfir sem áður sagði á markmiðasetningu, andlega heilsu, mataræði og æfingar. Hún vill halda öllu í jafnvægi og fer var- lega þegar kemur að því að undir- búa sig fyrir mót. Vel þekkt er að keppendur fari í erfiða vatnslosun rétt fyrir mót. „Ég er ekki hrifin af vatnslosun. Ég fer alltaf varlega í hana. Það er hættulegasti hluti sportsins, keppendur eru að drekka jafnvel upp undir 10 lítra af vatni og taka einnig vatnslosandi töflur. Það geri ég ekki, ég nota náttúruleg efni, fíflarót og grænt te. Ég fer í mesta lagi upp í þrjá lítra af vatni á dag, sem er meira en nóg fyrir mig, þar sem ég drekk venjulega tvo lítra.“ Mataræðið er í föstum skorð- um, miklum æfingum fylgir að hún þarf að borða vel, heilsusamlega og vanda til verka. Oftar en ekki eru skammtarnir meira að segja stærri en hún getur torgað. Undirbúningurinn skemmtilegastur „Mér finnst skemmtilegast að fara í gegnum undirbúningstímabilið, að ná að vera í toppformi aftur og aftur og bæta mig. Ég er mikil keppnismanneskja, þetta sport hentar mér vel. Eins og sum- ir virðast vera byggðir til þess að vera spretthlauparar þá hef ég lík- amsbygginguna í þetta. Ég ein- beiti mér líka mjög mikið að öll- um smá atriðum, hvort sem það eru æfingar, mataræði eða sviðs- framkoman,“ segir hún. „Það er kraftur í okkur,“ segir hún aðspurð hvort að það geti verið að íslenskar konur hafi eitthvað al- veg sérstakt þegar kemur að fitness og kraftlyftingum. Atvinnumannsskírteinið kemur í veg fyrir þátttöku Margrétar Eddu á mótum á Íslandi, en hún tekur samt sem áður virkan þátt í mót- unum sem haldin eru tvisvar á ári. Hún aðstoðar þátttakendur við framkomu á sviðinu og heldur svokölluð „Pósu-námskeið“ fyrir hvert mót og reglulega í gegnum árið. „Mér finnst svo gaman að fá að taka þátt, enda eru mótin hérna heima virkilega flott. Ég mæti alltaf og fylgist með,“ segir hún. „Íslensk- ir keppendur eru líka þekktir fyrir að standa sig vel á mótum erlendis.“ Lifir í núinu Samhliða atvinnumennskunni hefur hún byggt upp fjarþjálfunar- fyrirtæki sem hún er mjög stolt af og leggur mikla vinnu í. Hún hefur einnig unnið mikið að því að markaðssetja sjálfa sig, vera sýni- leg og tryggja sér þannig stuðning svo hún geti haldið áfram í fitness. Hún segist meðal annars nýta fyrrnefndan athyglisbrest með því að hafa verkefnin sem fjölbreyttust og skemmtilegust. „Ég hef ekki áhuga á að vera með lífið í full- kominni rútínu. Ég vil ekki að hver einasti dagur sé eins. Ég vil lifa í núinu,“ segir hún. n „Ég vil frekar vera jákvæð fyrirmynd Ekki föst rútína „Ég hef ekki áhuga á að vera með lífið í fullkominni rútínu.“ Myndir ÞorMar ViGnir Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.