Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Síða 31
Menning 23Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Asus fartölva Fáðu áskrift að DV og Asus-fartölvu Apple TV Fáðu áskrift að DV og Apple TV 2 Miðar á Bieber Fáðu áskrift að DV og 2 miða á Justin Bieber 9.9. 2016 1 Kláraðu dæmið á tilbod.dv.is 3 Nú tryggir áskrift að DV þér 2 miða á Bieber, Apple TV eða fartölvu veldu þína áskrift núna! Hugsar fólk almennt um peninga sem mælikvarða? „Mér sýnist vera mjög rík tilhneig- ing til að gera það. Við erum stöð- ugt að nota peninga til að mæla gildi fyrirbæra – en við gerum það ekki alltaf. Hugsun okkar um peninga er mjög mótsagnakennd enda hugsun okkar ekki alltaf rökrétt eða sam- kvæm sjálfri sér. Við notum peninga sem mælikvarða, en ef við hugsum málið til enda gengur það kannski ekki almennilega upp. Peningar eru mjög óáreiðanlegur mælikvarði. Þeir eru ekki stöðugur mælikvarði, því að gildi þeirra sjálfra er alltaf að breyt- ast. Ef við hugsum um metrakerfið, þá er einn metri alltaf stöðugur. En gildi einnar krónu er alltaf að breyt- ast: ein króna í dag er eitthvað ann- að á morgun, gengið breytist. Gildi kvarðans er stöðugt að breytast og kvarðinn alltaf á reiki. Svo eru pen- ingar notaðir að mæla sjálfa sig líka – til að mæla aðra gjaldmiðla, eða til að mæla skuldir. Það er svolítið skrýtið að vera með mælikvarða sem mælir sjálfan sig. Þannig að peningar eru að vissu leyti meingallaðir sem mæli- kvarði,“ segir Eyja. Hvað kostar mannslíf? Því er oft fleygt fram, og þú hefur eftir þýska félagsfræðingnum Georg Simmel, að með þessum tölulega kvarða á gildi hluta séu ósamrým- anlegir hlutir lagðir að jöfnu og fjöl- breytni hluta í heiminum sé í raun útvötnuð – allt er álitið falt fyrir rétt verð. „Við metum hluti sem við notum vegna einhverra eiginleika sem þeir hafa. Ég nota skrifborðið mitt vegna ákveðinna eiginleika sem gagnast mér: ég get setið við það, lagt hluti á það og svo framvegis. Það eru allt aðrir eiginleikar sem ég met til dæmis þessa bók fyrir. Það er hins vegar bara ein tegund af gildi sem peningar taka inn í myndina, bara þetta mælanlega eða megindlega, bara töl- ur sem hægt er að setja bæði á borðið og bókina. Þegar verðgildi er sett á alla hluti þá hverfa þessi eigindlegu gildi sem eru gjörólík fyrir borðið, bókina og alla aðra hluti. Þannig að öll sérkenni sem felast í eigindlega gildinu hverfa með megind lega gildinu. Þetta er í raun leið til einföldunar, því það er mikið vesen að vera með öll þessi sérkenni í sama kerfinu. Allt er sett í tölur og við kom- um öllu inn í eitt kerfi, en þá um leið er allt það sérstaka horfið.“ Þegar við erum farin að hugsa að peningalega gildið birti okkur allt, get- um við þá ekki jafnvel farið að velta fyrir okkur hvað mannslíf kostar – þó að það sé fyrirbæri sem fæstir vilja meina að sé hægt að verðleggja? „Já, við erum í ákveðnum vanda í sambandi við mannslíf. Eru þau eitt- hvað sem við setjum verðmiða á eða ekki? Við viljum tala um manns- líf sem eitthvað ómetanlegt, sem við getum ekki sett verðmiða á. En við gerum það samt í raun og veru. Við erum með heilbrigðiskerfi sem kostar peninga, björgunarsveitir og annað slíkt. Í rekstri heilbrigðiskerfis verð- ur að skammta svo og svo mikla pen- inga í ákveðnar tegundir af aðgerðum. Það eru ekki settir óendanlega miklir peningar í að bjarga einu mannslífi. Ef manneskja er með sjúkdóm sem kostar mjög mikið að lækna, þá verður að ákveða á ákveðnum tímapunkti: „hér segjum við stopp, það er ekki hægt að gera meira.“ Það hefur raun- ar verið reiknað út hvaða upphæð það er sem við erum tilbúin að nota, til dæmis í heilbrigðiskerfinu, fyrir eitt mannslíf. En ef það væru til óendan- lega miklir peningar eða óendanlega mikill mannafli þá væri þetta kannski öðruvísi, en peningakerfið virkar ekki þannig, heldur gengur meðal annars út á það að það sé ekki til óendanlega mikill peningur.“ Þurfum að endurhugsa kerfið Þó það hafi kannski verið þannig í árdaga mannkyns er ansi erfitt að ímynda sér nútímalegt samfélag án nokkurra peninga, er mögulegt að breyta peningakerfinu og telur þú að við ættum að reyna að endurhugsa það? „Allavega í prinsippinu getum við það og ég held að það væri alveg gríðarlega æskilegt ef við myndum gera það. Því við sitjum uppi með al- veg afskaplega óréttlátt peningakerfi, það er bullandi misrétti og vaxandi ójöfnuður. Eins og þetta kerfi er sett upp virðist það þrí- fast á vaxandi ójöfn- uði. Það er bara lífs- nauðsynlegt að gera eitthvað til að breyta því. En það er ógur leg tregða því að mjög sterk og valdamikil öfl streit- ast á móti öllum slík- um breytingum. Þetta eru einmitt öflin sem hafa orðið ofan á í þessu kerfi. En sú staðreynd að hægt sé að ná mjög miklum pólitískum völd- um í krafti þess að eiga mikla peninga er partur af því sem gerir þetta kerfi svo óréttlátt.“ Þú talar mikið um að kerfið þrífist á óréttlæti, telur þú það á einhvern hátt í eðli peninga að skapa svona gríðar- legan ójöfnuð? „Það er ekki og hefur ekki verið sama óréttlætið eða sami ójöfnuður- inn í skiptingu peninga eða skiptingu gæða með tilliti til peninga á öllum tímabilum eða í öllum samfélögum. Þetta bendir alla vega til þess að það sé ekki einhver fastbundinn ójöfn- uður eða óréttlæti bundið við pen- inga sem slíka. Kannski er það frekar í eðli mannanna að hafa tilhneigingu til að ásælast völd og að hafa tilhneig- ingu til græðgi. Það er svo ýmislegt við peninga sem getur ýtt undir þessar tilhneigingar eða gert sumum auð- veldara að rækta þær. Það skiptir líka ákaflega miklu máli hvernig peninga- kerfi er sett upp. Á ýmsum tímum og í ýmsum samfélögum hefur til dæmis verið alveg bannað að lána peninga með vöxtum, einmitt af þessari ástæðu.“ n Í sýningunni ÁVÖXTUN % sem stendur nú yfir í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykja- víkur, veltir myndlistarmaðurinn Sæmundur Þór Helgason fyrir sér tengslum peninga og listsköpunar – efnahagslegum skilyrðum listsköp- unar og fagurfræðilegum birtingar- myndum arðsköpunar. Vill lifa af listinni Sæmundur, sem er nýútskrifaður úr masternámi í myndlist við Goldsmiths-háskóla í London, ákvað að nota þá þóknun sem hann fékk frá listasafninu til arðsköpunar – frekar en listsköpunar. Hann fór í helstu banka landsins og fékk ráðgjöf um hvernig hann gæti best ávaxtað upphæðina. Til að gera sér grein fyrir hinum ólíku ávöxtunarleiðum vann hann með sjónrænt umhverfi sjóðanna og setti upp á spjöld sem sýnd eru í safninu. Til að eiga fyrir prentuninni á tillögununum seldi hann svo auglýsingar inn í rýmið. „Undanfarið hef ég fengið meiri og meiri áhuga á skilyrðum mynd- listarinnar, þeim skilyrðum sem ég þarf að vinna inn í hverju sinni. Í stað þess að búa beint til listaverk þá nálgast ég þær kringumstæður sem búa að baki listinni,“ segir Sæmund- ur. „Þar sem ég er nýútskrifaður er það mér ofarlega í huga að finna út hvernig ég get komist af án fullrar vinnu, sem myndi gera það að verk- um að listin yrði að hobbíi sem ég gæti bara sinnt á kvöldin og um helg- ar. Ég hef því verið að reyna að tvinna þetta saman, finna út úr því hvernig ég get haldið áfram að gera list, verið áfram með einhverjar tekjur, en samt ekki farið þessa hefðbundnu leið að búa til list til að selja – frekar að vinna frá hinum endanum: búa til pening sem list,“ segir Sæmundur. Innblásinn af bönkunum „Ég fékk 120 þúsund króna þóknun frá Listasafni Reykjavíkur vegna sýningarinnar og fór með þá upp- hæð í helstu banka landsins. Ég fékk fjármálaráðgjafa til að segja mér hvernig ég gæti ávaxtað þennan pening. Þjónusturáðgjafarnir mega ekki mæla með neinum ákveðnum sjóðum, því þá þurfa þeir að bera ábyrgð, en ég fann það á þeim hvað þeim fannst að ég ætti að gera. Þau sögðu hluti eins og „þessi reikning- ur er mjög vinsæll núna, margir eru að fá sér þennan.“ Ég túlkaði það sem svo að þetta væru sjóðirnir sem ég ætti að fjárfesta í. Svo notaði ég upplýsingar sem ég fann um sjóð- ina á netinu og setti þær upp í ein- hvers konar grafískt þrívíddarrými. Þetta eru gröf og línurit og frekar svipuð hjá mismunandi bönkum. Ég gerði nokkurs konar glansútfær- slu af þeirra fagurfræði – í þrívídd. Ég hugsaði að kannski gætu þeir fengið innblástur frá sýningunni og ég fékk reyndar viðbrögð frá einum manni sem vinnur með fagurfræði í bönkunum og honum leist mjög vel á þetta,“ segir Sæmundur. „Ég fékk líka lánað auglýsinga- útlit Arion banka fyrir „layout“ sýn- ingarinnar. Ég reyndi að halda mig innan fagurfræði bankanna. Ég skoðaði hvernig þeir gera auglýs- ingar og hvernig þeir koma hlutum frá sér á prenti.“ Og af hverju einkennist þessi fagurfræði? „Hreinleika, öryggi, vafaleysi og engum efa,“ segir Sæmundur. „Til þess að prenta þessar til lögur frá bönkunum á veggspjöld hafði ég svo samband við prentfyrirtækið ARTIS sem sérhæfir sig í stórmynda- prenti. Ég bauð þeim salinn undir einkasýningu, að nota salinn undir merkið sitt og auglýsingar, en í stað- inn fengi ég að prenta þessar fjórar tillögur,“ útskýrir Sæmundur. Sýningin ÁVÖXTUN % stendur nú yfir í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, og lýkur 21. febrúar. n Sæmundur Þór Helgason ávaxtar listamannalaunin í D-sal Hafnarhússins Arðsköpun í listasafninu Sæmundur Þór Helgason Býr til list úr mögulegum ávöxtunar- leiðum í Listasafni Reykjavíkur. Fagurfræði peninga Sæmundur Þór vinnur með fagurfræði peningakerfisins á sýningunni ÁVÖXTUN %. Mynd SaeMundur THor HelgaSon Peningalegt gildi Auglýsingar og peningaleg hugsun brýtur sér leið inn í listasafnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.