Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 5
Stefán Hwraldsson.
NÝSKÖPUN LIÐA
(AR THROPLASTIK)
Dr. med. Stefán Haraldsson
yfirlæknir við BækVunarlækn-
ingadeild Landspítalans.
sívaxandi framförum í nýsköp-
un mjaðmarliða og annarra
liða, sem síðan hafa orðið og
standa yfir enn.
Með tilkomu „endoprothesa",
sem gerðu mögulega nýsköpun
minni eða stærri hluta beins með
öðrum liðfletinum eða hálfum
lið, markast svo nýjar leiðir á
þessu sviði. (Mynd 1 og 2).
Þessar aðgerðir leystu þó að-
eins hluta vandans, og var til-
Hugmyndin um nýsköpun liða
(arthroplastik), sem hafa trufl-
aða starfshæfni vegna sjúkdóms
eða sköddunar, er tiltölulega
gömul. Tilraunum í þessa átt
hefur verið haldið uppi í vax-
andi mæli víða um heim allt frá
aldamótunum seinustu.
Lengi voru slíkar aðgerðir nær
eingöngu bundnar mjaðmar- og
hnjáliðum, en þessir liðir verða
öðrum fremur undirlagðir sjúk-
legum breytingum með trufl-
aðri starfshæfni og kvölum.
Fyrst framan af var hér aðal-
lega um „interpositions" arthro-
plastik að ræða, en í þeim að-
gerðum er milli tilformaðra lið-
flata lögð þynna úr himnu (fas-
ciu), fitu eða húð frá sjúklingn-
um sjálfum til að hindra sam-
vexti og skapa hreyfimöguleika
í liðnum.
Þróun þessara „interposi-
tions“ arthroplastika má telja
að nái hámarki, er Smith-Peter-
sen árið 1938 skapar mjaðmar-
arthroplastik, þar sem skál úr
efnablöndunni vitallium er skot-
ið inn milli liðflata. Segja má,
að þetta hafi spyrnt í gang þeim
MYND 1 til vinstri: Austin-Moore endoprothesa fyrir efri enda lærbeins og
helming mjaðmarliðs.
MYND 2 til hægri: Efri helmingur upphandleggsbeins og hálfur axlarliður
hefur verið fjarlægður og vitallium prothesa höfundar sett í staðinn. Neðri
endi prothesu er vaxinn fastur í mergliol, efri endinn myndar hluta axlar-
liðs. (Op. höf.).
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 121