Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Page 9
AðallieiSur Hjartardóttir.
HJÚKR UN SJÚKLINGA
1 GER VINÝRA
Aöalheiður Hjartardóttir hjúkr-
tinarkona starfaði um skeiS
viS gervinýraö á Landspítalan-
um og fjaliar eftirfarandi grein
um hjúkrun og eftirlit sjúkl-
inga í gervinýra.
Fyrsta nothæfa gervinýrað
var smíðað 1944 af Hollendingn-
um Kolff og með því fram-
kvæmd svokölluð hæmodialysis
eða blóðsíun.
Annars er hugmyndin um
gervinýra eldri, því að árið 1914
var smíðað tæki, sem notað var
til dýratilrauna. Hér á landi hef-
ur gervinýra verið starfrækt
síðan árið 1968 á Landspítalan-
um í Reykjavík. Hafa átta sjúkl-
ingar notið þeirrar meðferðar
um lengri eða skemmri tíma. Til
eru nú tvær vélar, önnur sænsk
og hin bandarísk.
Áður en lýst er gervinýrum,
er þægilegra að átta sig aðeins
á mannsnýrunum, þessum litlu
líffærum, sem líklega vinna fjöl-
þættara og mikilvægara starf en
nokkurt annað líffæri. Helztu
verkefni nýrna eru að fjarlægja
úrgangsefni úr líkamanum, að
viðhalda salt- og vökvajafnvægi
í líkamanum, að framleiða efni,
sem stjórnar framleiðslu rauðra
blóðkorna, og að stjórna blóð-
þrýstingnum að verulegu leyti.
Þó að nýrun séu ekki nema 1 %
af líkamsþunganum, rennur
fjórði hluti af öllu blóði, sem
hjartað dælir, gegnum þau, eða
um 1600 lítrar á einum sólar-
hring.
Þau efni, sem líkaminn þarf
að losa sig við, skiljast út í nýr-
um, renna í gegnum þvagrásina
og skila sér út í þvagi.
Margir sjúkdómar geta herj-
að á nýrun og truflað starfsemi
þeirra um lengri eða skemmri
tíma, þannig að nota þurfi gervi-
nýra. Talað er um tvenns kon-
ar dialysur, acut og króníska.
Acut dialysa er notuð við bráða
nýrnabilun, eitranir og mikla
bjúgmyndun, til að ná burt
vökva. Krónísk dialysa er aftur
á móti notuð, þegar nýrun eru
algjörlega óstarfhæf, og sjúkl-
ingurinn er þá bundinn við að
koma í þessa hreinsun alla tíð,
nema hann fái ígrætt nýra.
Hin eiginlega hæmodialysa,
eða blóðsíun, byggist á því, að
úrgangsefni úr blóði síast í gegn-
um sellofanhimnu. Fljótt á lit-
ið virðist sem sellofanhimna sé •
ólek, en svo er ekki. Á henni eru
örsmá göt, sem eru um 60 áng-
strom í þvermál, en eitt áng-
strom er 1/10 000 000 úr mm.
1 gegnum þessi göt komast smá-
ar sameindir, eins og urea.
Blóðið rennur öðrum megin
hefðbundna enska búðing með
konjakssósu, trifle og ís með
þeyttum rjóma. Við þetta tæki-
færi skiptast allir á gjöfum.
Eftir að allir hafa borðað
nægju sína og flestir etið yfir
sig, ganga menn til starfa til
að leysa af þá, sem litu eftir
sjúklingunum á meðan.
Undir kvöldið kemur lúðra-
sveit Hjálpræðishersins og leik-
ur jólalög á flötinni fyrir fram-
an sjúkrahúsið öllum til mik-
illar ánægju.
Allir reyna að hlusta á jóla-
ávarp Bretadrottningar. Þótt
okkur finnist við oft vera langt
frá Bretlandi, er eins og ræða
drottningar færi okkur nær
Bretum og öllum þjóðum heims.
Hugur minn reikar til allra
vina minna víða um heim. Ég
velti fyrir mér, hvernig þeir
eyði sínum jólum: meðal starfs-
bræðra sinna, heima hjá fjöl-
skyldu sinni eða einhvers stað-
ar meðal ókunnra, langt að
heiman.
Jólahaldið ykkar á Islandi er
sjálfsagt frábrugðið okkar. En
gildi jólanna er ekki fólgið í
tónlistinni, sem við hlustum á,
eða gjöfunum, sem við gefum,
eða hvaða mat við borðum, held-
ur hjálpar þetta allt okkur til
að öðlast jólatilfinninguna um
frið og góðvild gagnvart öllum
mönnum.
Ég lýk þessum orðum mín-
um með því að flytja Hjúkrun-
arfélagi Islands beztu jólakveðj-
ur frá Hj úkrunarfélagi Ástralíu
með von um, að árið 1973 megi
færa ykkur öllum frið og ham-
ingju.
„Gleðileg jól“.
Jane.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 125