Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Side 13
nefna, sem stuðla að tannlosi og
flýta fyrir því, en þær eru:
1) Tannskekkja.
2) Skörð, sem ekki er fyllt í
eftir tannmissi. Það þarf ekki
meira en að ein tönn falli burt,
þá skapast ójafnvægi við tygg-
ingu, en jafnt og dreift álag á
tennurnar við tygginguna er
þeim jafnnauðsynlegt og önd-
unin er fyrir lungun.
3) Ýmsir ávanar, svo sem ef
tvinni er slitinn sundur milli
tanna, tappar losaðir, blýantar
eða neglur nagaðar, hárspennur
opnaðar eða reykjarpípa tottuð
milli tannanna, mynda óeðlilegt
álag á þær.
4) Streita. I nútíma þjóðfé-
lagi er áberandi aukið álag á hið
ósjálfráða taugakerfi mannsins.
Við það myndast samdrættir
vöðva í líkamanum. Þegar sam-
drættir myndast í kjálkavöðv-
um, nuddast tennurnar óeðlilega
saman, fólk gnístir tönnum, bít-
ur fast saman án þess að vita
af því í svefni eða vöku, og af
því leiðir slit á þeim, rýrnun á
kjálkabeini ásamt tannlosi. Oft
fylgja einkenni, svo sem sár
höfuðverkur, eymsli í tönnun-
um og tannkul.
5) Minnkuð mótstaða líkam-
ans. Bætiefnaskortur, efna-
skiptasj úkdómar, blóðsj úkdóm-
ar, hormónatruflanir (sykur-
sýki, breytingar á meðgöngu-
tíma og á breytingatímabili
kvenna, menopause).
Vík ég nú að því, hvern-
ig eigi að koma í veg fyrir tann-
skemmdir og tannholdsbólgur,
sem síðar valda tannlosi, ef ekk-
ert er að gert.
Því er fljótsvarað: 1) Munn-
hirða hvern dag. 2) Rétt fæðu-
val. 3) Reglulegt eftirlit tann-
læknis og um leið tannhreinsun,
flúorpenslun, ef þörf gerist.
Við munnhirðu er bezt að
nota mjúkan bursta á samskeyt-
um tannholds og tanna og
„normal“ eða „medium“ harða
tannbursta á tennurnar.
Tannburstahárin eiga að vera
klippt þannig, að þau stingist
ekki í tannholdið og særi það.
Ýmis hjálpargögn eru notuð
með tannburstanum, svo sem
tappi á enda tannburstans, tann-
stönglar, tannþráður, pípu-
hreinsarar og grisjur, og eru
þau notuð til þess að hreinsa og
þjálfa tannholdið milli tann-
anna. Einnig fást nú sérstakir
burstar með skúf á endanum,
til þess að hreinsa tennurnar,
þar sem tannburstinn nær ekki
til. Rafmagnstannburstar eru
heppilegir, ef styrkja þarf tann-
holdið, en ekki er ráðlegt að nota
þá, ef tannholdið er þunnt,
vegna hættunnar á rýrnun þess
upp með rótinni. Sérstaklega til-
búnir burstar með stífari hár-
um eru notaðir fyrir gervitenn-
ur og lausa parta, og má alls
ekki eyðileggja venjulega tann-
bursta á krókum og plastefni.
Einnig skal nefnt, að tann-
krem með flúor er ákjósanlegast
við munnhirðu, en handsápa eða
sérstaklega lagað tannkrem not-
að fyrir gervitennur og parta.
Það skiptir miklu máli, hvern-
ig tennur og tannhold eru hirt,
hvenær og hve lengi í einu. Nú
á tímum er áherzla lögð á að þvo
og fægja tennurnar og styrkja
tannholdið með nuddi. Hreinsa
skal efri góm sér og neðri góm
sér. Bezt er að fá leiðbeiningu
tannlæknis um tegund tann-
bursta, notkun hjálpargagna og
burstunaraðferðir, því að oft er
nauðsynlegt að beita mismun-
andi aðferðum í hverju tilfelli
fyrir sig og jafnvel einnig á hin-
um ýmsu stöðum í sama munni.
Tungu skal skafa með tré-
spaða (tunguspaða), og er þá
tungunni rennt fram, tungu-
broddi haldið með grisju, á með-
an spaðinn er dreginn eftir
tungunni frá koki og út úr
munninum.
Áríðandi er, að munnhirðan
sé bezt og nákvæmust að kvöldi
fyrir svefninn og síðan fyrri
hluta dags, því að þá er munn-
vatnsrennslið minnst. Einnig er
mjög mikilvægt að hirða munn-
inn þegar eftir máltíðir. Enn er
þýðingarmikið, hve lengi burst-
að er í hvert sinn. Skánir á tönn-
um eru fastar og sjást ekki með
berum augum, en þær má finna
með tungunni og einnig með því
að bera litarefni á tannfletina.
Bursta þarf eða nudda þær af
tönnunum, og verður að fara
oft yfir sömu fletina til þess að
ná þeim burt. Hafa verður í
huga, að skánir myndast á tenn-
ur, þótt fæðu sé ekki neytt.
Ef uppköst eru tíð á með-
göngutíma, verður að bursta
tennurnar oftar á dag en venju-
lega.
Tennur ungbarna þarf að þvo
með grisju vættri í 3% „brint-
yfirilti“, þegar er þær koma í
ljós í munninum, en bursta þær
síðan með mjúkum barnatann-
bursta, er tveggja ára aldri er
náð, og er þá notað tannkrem
með flúor. Ráðlegt er að gefa
börnum flúortöflur, og er ör-
uggast að hafa samráð við tann-
lækni um það.
Á flestum barnaheimilum er
þegar hafin sú nýbreytni, að
börnin fái flúortöflurnar þar.
Að lokum: Rétt munnhirða
minnkar tannskemmdir um 70-
80%. Ef regluleg munnhirða er
hvern dag, þá myndast hvorki
bólga í tannholdi né tannsteinn
og tennurnar skemmast ekki.
Rétt fæðuval eykur mótstöðu í
stoðvefjum tanna. Vernd tann-
anna byggist 80-90% á því,
hvað þið gerið sjálf, en aðeins
10-20% á því, hvað tannlækn-
irinn gerir fyrir ykkur.
Fræðslunefnd Tannlæknafé-
lags Islands bendir á, að mikil
bót væri að því, að tekin yrði
upp kennsla í „tannvernd" í
skólum heilbrigðisstétta og öðr-
um skólum landsins. Því fyrr,
því betra. □
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 129