Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Page 15
lagði Ylppö í Finnlandi til 1947
(19), að lifandi fædd börn, sem
voru 600-2500 g við fæðingu,
yrðu skráð fyrirburðir, og mun
þessi flokkun hafa verið í gildi
í Finnlandi síðan. Ylppö skipti
annars fyrirburðum í tvo flokka,
600-1250 g, „immaturitas"
(óþroska) og 1250-2500 g,
„prematuritas“ (fyrirburðir).
Árið 1957 gaf heilbrigðis-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
út leiðbeiningar eða tillögur um
mat á fyrirburðum, en þar eru
þyngdarmörkin sett 600-2500
g, og það barn talið lifandi fætt,
sem nær að anda eða sýnir önn-
ur lífsmörk, en andvana fætt,
ef ekki sýndi nein lífsmörk,
enda væri þá orðið 1000 g að
þyngd eða 28 vikna gamalt.
Eins og áður er á drepið, telj-
ast efri mörkin, 2500 g, mjög
ónákvæmur mælikvarði fyrir
einstök tilfelli, og seinni tíma
rannsóknir draga einnig mjög
úr gildi þessara marka fyrir yf-
irlits- eða samanburðarrann-
sóknir á óskyldum kynþáttum.
T. d. er nú talið, að svertingja-
mæður fæði oftar fyrirburði en
hvítar mæður, ef miðað er við
2500 g, en litlu svertingjabörn-
in hafa þó betri lífshorfur en
þau hvítu. Þetta bendir til, að
efri fyrirburðarþyngdarmörkin
ættu að vera lægri en 2500 g,
þegar svertingjar eiga í hlut.
Þetta á í enn ríkara mæli við
um sumar aðrar suðrænar þjóð-
ir, svo sem Indverja og Malaja,
en þar væri nær lagi að færa
efra mai’kið niður í 2000 g (1,5).
Á hinn bóginn, ef litið er til enn
annarra kynþátta, munu margir
raunverulegir fyrirburðir leyn-
ast í hópi barna, sem vega meira
en 2500 g.
Rannsóknir þeirra Lars Eng-
ström og Goran Sterky á þyngd
barna í Svíþjóð, miðað við með-
göngutíma, sýna, að efra fyrir-
burðarmarkið ætti að vera nær
3000 g en 2500 g, miðað við 35
-36 vikna meðgöngutíma (22).
Á síðustu árum hafa verið
gerðar víðtækar rannsóknir á
þroska nýfæddra barna miðað
við meðgöngutíma (1, 2, 8), en
þar hefur þroski heila og tauga-
kerfis í heild reynzt í hvað beztu
samræmi við raunverulegan
meðgöngutíma, og er höfuðum-
mál nokkur mælikvarði þar á,
svo og ýmis taugaviðbrögð (2).
Annað þroskamerki, sem nýlega
hefur verið sérstakur gaumur
gefinn, er þverlínur ilja (eins
konar líflínur), svo og breidd
brjósthnúta eða hnökra.
Þegar börn dóu eða um and-
vana fæðingar var að ræða, var
hægt að rannsaka og bera sam-
an stærð einstakra líffæra, svo
og frumustærð og frumufjölda
við meðgöngutíma, og kom þá
í ljós, að sum líffæri voru þann-
ig betri mælikvarði á raunveru-
legan þroska heldur en önnur.
Bezt samræmi reyndist milli
heilastærðar og þroska, án til-
lits til líkamsþyngdar, og þar
næst kom hjarta, lungu og nýru.
önnur líffæri fylgdu frekar
næringarástandi, of eða van, þ.
e. líkamsþyngd. Við smásjár-
skoðun á nýrum sést lag af van-
þroska glómerúlum allt fram á
35. viku meðgöngutímans, svar-
andi til 2100-2500 g heildar-
þunga barnsins, en síðan hverf-
ur þetta vanþroskalag og nýr-
un verða fullþroska, þótt barn-
ið sé vannært og því of létt (8).
Það er einnig athyglisvert, að
þessar vaxtartruflanir fruma og
einstakra líffæra eru alveg sam-
bærilegar, hvort sem um er að
ræða næringartruflun í móður-
kviði vegna lélegrar fylgju eða
næringartruflun nýfæddra barna
vegna meltingarsjúkdóma (4).
Tafla 1
FYRIRBURÐARFÆÐINGAR Á ÍSLANDI 1931-1965
(samkvæmt Heilbrig-ðisskýrslum)
1931-1935 1936-1940 1941-1945 1946-1950 1951-1955 1956-1960 1961-1965
ts Fæðingartíðni 5 Fædd börn árlega ^ Fyrirburðir árlega 2 Fyrirburðir af 100 fæddum Hlutfall lifandi fæddra óskilg. 2247-2537 60-88 3.1% 2264-2425 76-108 3.7% 24.7% 2501-3455 100-130 4.1% 24.7% 27.6% 3431-4088 131-217 4.4% 26.3% 28.0%o 4060-4443 266-316 6.9% 26.7% 28.2%„ 4597-4722 242-353 6.0% 25.2% 25.8%„ 4530-4756 175-244 4.6%
J4 Fæðingartíðni § Fædd börn árlega ‘3 Fyrirburðir árlega o Fyrirburðir af 100 fæddum ^ Hlutfall óskilg. lifandi fæddra 500-925 15-39 3.6% 848-900 34-58 5.9% 27.7% 878-1404 51-86 5.6% 23.3% 30.3&, 1475-2007 79-167 6.1% 25.0% 28.9&, 2071-2278 195-254 10.5% 24.3% 27.5%0 2250-2354 153-279 8.8% 23.7% 2296-2469 99-175 6.0%
. Fædd börn árlega ^ Fyrirburðir árlega Fyrirburðir af 100 fæddum 129-186 3-6 3.3% 112-202 1-9 3.3% 180-254 1-11 3.1% 232-386 5-11 3.0% 285-334 4-14 3.2% 329-382 6-29 5.7% 354-406 12-16 3.4%
g' Fædd börn árlega m Fyrirburðir árlega > Fyrirburðir af 100 fæddum 75-99 0-3 0.7% 77-92 0-5 2.8% 91-112 1-4 2.0% 93-118 3-6 4.5% 98-132 3-7 3.8% 125-161 2-7 3.1% 123-145 4-8 4.8%
Fædd börn árlega g Fyrirburðir árlega 'f~' Fyrirburðir af 100 fæddum 72-109 0-2 1.2% 71-92 1-7 4.0% 83-107 2-5 3.6% 97-108 1-6 3.5% 77-94 0-6 4.4% 87-120 1-7 4.2% 88-108 2-10 5.9%
TÍMARIT H JÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 131