Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 16
Ebba Edwardsdóttir. STARFSSVIÐ TALMEINA- OG HEYRNAR- FRÆÐINGS INNAN SJÚKRAHÚSS OG SAMSTARFIÐ VID STARFSLID DEILDA Ebba Edwardsdóttir talmeina- og heyrnarfræóingur viö Borg- arspítalann. Tal- og heyrnarþjálfun innan sjúkrahúsa hefur verið þekkt hugtak erlendis um árabil, en hófst fyrst hér á landi í janúar sl., er Borgarspítalinn í Foss- vogi réð talmeina- og heyrnar- fræðing í fullt starf, og skyldi starfað á háls-, nef- og eyrna- deildinni, heilaskurðdeild og öðrum deildum spítalans, er á slíkri þjónustu þyrftu að halda. Síðan hefur komið í ljós, að þörfin er brýn, og skiptast sjúkl- ingarnir í hópa hér sem annai's staðar: þ. e. aphasisjúklinga, raddbandasjúklinga, barkakýlis- sjúklinga og hina heyrnardaufu. Eins og aðrir starfshópar, er starfa á slíkum stöðum, verðum við, er þessa þjónustu veitum, að vera hluti starfsliðsins í meira en einni merkingu: Við verðum að mynda náinn starfs- hóp um hvern sjúkling ásamt hjúkrunarliðinu, sem er með honum dag og nótt. Það getur veitt mikilvægar upplýsingar um sjúklinginn, félagslega sem talmeina- og heyrnarfræðilega, þannig að skýrsla deildar getur ráðið úrslitum um næsta þjálf- unarskref. En lítum nú nánar á sjúkl- ingahópana. APOASISJÚKUWCAR Hvað er aphasi? Orðið er grískt og þýðir tap á eiginleikanum til að tjá sig. En oft er hér um djúptækari áhrif að ræða, jafnvel tap á eig- inleikanum til að skilja og tala það mál, sem maður hefur beitt frá barnæsku og hefur alla tíð þótt sjálfsagt og auðvelt í með- förum. Sjúklingurinn vaknar kannski upp af meðvitundarleysi í fram- andi umhverfi og vill spyrja, hvar hann sé, en uppgötvar þá sér til hrellingar, að hann get- ur ekkert sagt, jafnvel ekki það, sem hann veit hann vill sagt hafa, — eða þá hann vaknar og skynjar umheiminn sem ógrynni hljóða og mynda, sem aðeins Að öllu þessu athuguðu hefur þótt mjög vafasamt að láta þyngdina eina skera úr um það, hvort barn væri fyrirburður eða ekki, vanþroska eða fullþroska. Þess vegna hefur heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) 1961 (23), að ráði sér- fræðinganefndar um mæðra- og barnavernd, gefið út yfirlýsingu um, að barn 2500 grömm eða minna þurfi ekki endilega að vera fyrirburður (premature). 1 samræmi við það er stungið upp á, að í stað fyrirburðar, „prematuritas", þegar skil- greint er eftir þyngd, ætti að koma „lág fæðingarvigt" (22). 1 rannsókn, sem Gunnar Bier- ing, barnalæknir, hefur gert á dánartölum nýfæddra barna í Reykjavík 1961-70, þar sem hann hefur farið yfir ljós- mæðrabækur allra ljósmæðra í bænum og á Fæðingarheimili Reykjavíkur og Fæðingardeild Landspítalans, og miðað við áð- ur greindar tölur Ylppös, sbr. bls. 131, hér að framan, kemur fyrirburðartíðnin út með 4.3- 4.6% á tímabilunum 1961-65 og 1966-70, en þær tölur sam- svara ekki fyllilega tölum í töflu I, vegna þess að annar saman- burðargrundvöllur er notaður (25). Á yfirlitinu frá 1931-1965 í I. töflu sést, að skráð fyrir- burðatíðni fer víðast hvar vax- andi, en sá hluti yfirlitsins er unninn úr skýrslum ljósmæðra til héraðslækna og landlæknis, sem árlega eru birtar í Heil- brigðisskýrslum. Eins og áður er á drepið, munu mismunandi reglur og mismunandi mat lagt til grund- vallar á ýmsum tímum og stöð- um. Að öðru leyti verður ekki frekar rætt um töflu þessa að sinni, en í síðari hluta um or- sakir fyrirburða verður vísað til hennar aftur. Framh. í næsta blaði. 132 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.