Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Qupperneq 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Qupperneq 18
Ásgerður. NÁMSFERÐ TIL NOREGS OG SVÍÞJÓÐAR Guðjóna. Hjúkrunarkonurnar Ásgerður Tryggvadóttir, er starfar á skuröstofu Borgarspítalans og Guðjóna Jónsdóttir héraðs- hjúkrunarkona á Klepp- ján'nsreykjum í Borgarfiröi, fóru í námsferð til Noregs og Svíþjóöar, og fjallar eftir- farandi grein um för þeirra. VlÐ HÖFUM verið beðnar að segja frá námsferð, er við fór- um til tveggja landa, Noregs og Svíþjóðar, sumarið 1971. Var okkur veittur styrkur frá Evr- ópuráðinu til fararinnar. Styrkur þessi var auglýstur handa læknum og hjúkrunar- konum til náms í 1-12 mánuði í tilteknum löndum. Þegar við sáum þetta auglýst, vakti það löngun hjá okkur til að sækja um. Efst í huga okkar var þá heilsuverndin. Það voru fjórar hjúkrunarkonur, sem sóttu um styrkinn, og fengum við hann allar. Tvær fóru í níu mánaða heilsuverndarnám í Noregi, og við tvær í tveggja mánaða náms- ferð til þessara fyrrnefndu landa. Námsferð okkar var fólg- in í því að kynna okkur heilsu- vernd og læknaskipunarmál úti á landsbyggðinni. Styrkur þessi er alveg sérstaklega góður, tæp- ir 1900,00 frankar á mánuði, það er að segja um 29 000,00 krónur íslenzkar, og þar fyrir utan allar ferðir borgaðar milli landa og lengri ferðir innan- lands. 1 Noregi sá Norsk Sykepleier- forbund um skipulagningu námsins fyrir milligöngu Hjúkrunarfélags Islands, en í Svíþjóð umboðsmaður Evrópu- ráðsins í Stokkhólmi. Ferðin hófst 1. ágúst með vikudvöl í heilsuverndarstöð Oslóborgar (Oslo helserád). Kynnt var fyrir okkur starfsemi þriggja deilda stöðvarinnar. I. deild, sem nefnd var „Móðir og barn“, hafði það hlutverk að annast um heilsuvernd barna til 7 ára aldurs, eftirlit með dag- heimilum borgarinnar, söfnun á móðurmjólk, gerilsneyðingu og dreifingu hennar. Einnig sá deild þessi um milligöngu við- víkjandi kjörbörnum. II. deild, „Mæðravernd", sá um heilsu- vernd og fræðslu fyrir verðandi mæður svo og ráðleggingar varðandi getnaðarvai’nir. III. deild, „Héraðsdeildin“, hafði með höndum yfirstjórn heilsu- verndar í héruðum. Hlutverk þeirrar deildar var einnig að sjá um starfsþjálfun og uppfræðslu nemenda í norska Heilsuvernd- arskólanum. Var þarna kennslu- stofa og bókasafn því tilheyr- andi, og var námstilhögun út- skýrð fyrir okkur. Oslóborg er skipt í svæði, og hefur hvert svæði heilsuverndarstöð fyrir sig, þar sem fram fara allir þættir heilsuverndar, og gefa þessar stöðvar síðan skýrslur til Oslo helserád. Einn dag fylgd- umst við með á slíkri stöð og fórum einnig í ungbarnavitjan- ir. Venjan er í ungbarnaeftirlit- inu að fara aðeins í eina heima- vitjun, ef allt er eðlilegt með barnið, og þá sem fyrst eftir að móðirin kemur af fæðingar- deildinni. Síðan kemur móðirin með barnið á heilsuverndarstöð- ina mánaðarlega fyrsta árið, en svo árlega til skólaaldurs. Eftir þessa viku í Osló vorum við úti á landi það sem eftir var af tíma okkar í Noregi eða 5 vikur. Noregi er skipt í fylki og situr fylkislæknir og fylkis- hjúkrunarkona í hverju þeirra, og er yfirstjórn læknaþjónustu og heilsuverndar í þeirra hönd- um. Fylkjunum er síðan skipt í læknishéruð og situr einn eða fleiri héraðslæknar í hverju ásamt praktiserandi læknum og kandidötum eftir stærð hérað- anna. Skyldur héraðslæknis eru að mestu leyti þær sömu og hér, en þar hefur hann heilsuvernd- arhjúkrunarkonur sér til aðstoð- ar við mæðravernd, ungbarna- vernd, smábarnavernd, heilsu- verndarstarf í skólum, eftirlit með gömlu fólki, öryrkjum, geð- veilum, berklaveikum, svo og hótelum og öðrum stofnunum, sem selja og framleiða mat. Á sumrin hafa þær eftirlit með svokölluðum „camping plass“ - eru það sumarhúsaþyrpingar og tjaldstæði, sem leigt er út. Ger- ir heilbrigðiseftirlitið ákveðnar kröfur til þessara staða, og lítur heilsuverndarhj úkrunarkonan eftir, að þeim sé framfylgt. Heilsuverndarh j úkrunarkon- ur úti á landsbyggðinni hafa sína skrifstofu og ákveðna við- talstíma. 134 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.