Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 23
LYF KYNNT
CALMURIL - NÝTT L YF
Einar Benediktsson.
Einar BenecLiktsson lyfjafræö-
ingur starfar hjá Pharmaco hf.
og St. Jósefsspítalanum í Rvík.
Calmuril-krem inniheldur 10%
af karbamíði. Kremið er notað
til að mýkja þurra og harða húð,
sem myndast sérstaklega í lóf-
um og iljum, vegna þess að húð-
in missir hæfileikann til að
binda vatn.
Húðin verður þurr, þegar
vatnið gufar hraðar upp en það
berst til húðarinnar. Hraði upp-
gufunarinnar er háður ýmsum
ytri þáttum, t. d. mjög hár stofu-
hiti og þurrt loft, sem algengt
er í húsum að vetri til, auka
uppgufunina, auk þess geta lang-
varandi áhrif sólar og vinds,
ásamt tíðum handþvottum, auk-
ið þurrk húðarinnar. 1 þessu
sambandi má benda á, að húðin
inniheldur ákveðið magn af fitu,
en þurr húð stafar fyrst og
fremst af skorti á vatni, en ekki
fitu. Þegar hornhúðin (horn-
lagið) inniheldur of lítið vatn,
flagnar húðin og þornar og
springur auðveldlega, og það
flýtir fyrir uppgufuninni.
isdeilda - innan sjúkrahússins
undir stjórn yfirhjúkrunarkonu
þessarar einingar. Á fundinn
voru svo boðnir aðrir aðilar eft-
ir því, hvaða vandamál voru efst
á baugi: umsjónai’maður, ræst-
ingarstjóri eða rafvirki. Allar
fundargerðir voru f j ölritaðar og
dreift út á meðal viðkomandi
nðila. Sumir nemenda áttu kost
Eðlileg húð inniheldur allt að
30% af vatni, sem flyzt að
nokkru leyti frá dýpri lögum
húðarinnar, en að nokkru leyti
frá svitakirtlunum og raka lofs-
ins.
Þar sem líkamshitinn er
37 °C, mundi allt vatn gufa upp,
ef húðin innihéldi ekki efni, sem
bindur vatn og dregur í sig vatn.
Þetta efni er blanda af amínó-
sýrum, lífrænum sýrum, karba-
míði og ólífrænum efnum.
Við eðlilegar aðstæður mynd-
ar húðin sjálf öll þessi efni í
hæfilegu magni til að halda
vatnsmagni húðarinnar stöðugu.
Við vissar aðstæður getur magn
þessara efna minnkað eða alveg
horfið, þar sem þau leysast upp
í vatni, og þess vegna er auðvelt
að þvo þau burt úr húðinni. Því
var áður fyrr húsmæðrum og
öðrum þeim, sem mikið þurfa
að vera í vatni, ráðlagt að nota
feit krem. Húðin getur að vísu
ekki sogað í sig þessi feitu krem,
en þau hindra útgufun á því
vatni, sem kemur frá dýpri lög-
um húðarinnar.
Calmuril-krem bætir því upp
það karbamíð, sem þvæst úr
á að sitja fundi stjórnarnefnda
og aðrir fundi í yfirstjórn í hér-
aði. Hluti af þessum heimsókn-
um fór í að kynna sér rekstur
h júkrunarskólanna.
Nýjar leiðir: Eina heimsókn
fórum við til stöðva heilsugæzlu-
starfs bæjarfélagsins. Var það
í fyrsta skipti í tilraunaskyni,
en áformað er að auka það smám
húðinni. Auk þess inniheldur
kremið mjólkursýru og betain
laktat, sem eru hin eðlilegu efni
í húðinni og draga í sig og binda
vatn.
Calmuril-krem kemur þannig
samsetningu hornhúðarinnar í
eðlilegt horf og dregur þar að
auki úr kláða, sem getur verið
til góðs, þar sem oft vill koma
kláði í harða og þurra húðfleti.
Auk áðurnefndra húðkvilla er
hreisturhúð, fiskahúð ein af
þeim ábendingum, þar sem Cal-
muril hefur reynzt vel. Iþeimtil-
fellum er kremið notað ævilangt.
Skömmtun lyfsins fer eftir
því, hve alvarlegar ábending-
arnar eru. Á venjulega harða
og þurra húðfleti á að bera
þunnt lag af Calmuril tvisvar
á dag eftir þvott. Ef um hend-
ur er að ræða, skal bera kremið
á eftir hvern þvott.
Ekki er ráðlagt að nota lyfið
á sprungna eða vessandi húð, því
að það veldur miklum sviða. 1
slíkum tilfellum ætti að láta húð-
ina gróa, áður en lyfið er notað.
Calmuril-krem er skrásett lyf
hér á landi og fæst í lausasölu.
□
saman. Stefnt er að því, að þetta
stjórnunarnám verði ekki ein-
skorðað við sjúkrahús og hjúkr-
unarskóla, heldur nái yfir öll
svið hjúkrunarþjónustu.
Ritgerðir: Ekki get ég skil-
ið svo við þessi fáu orð, að ég
nefni ekki þann þátt námsins,
sem sumum fannst mikilvægast-
Framh. á bls. 152.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 139