Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 33
starfssystur okkar hafi áhuga á þessu atriði, hef ég nefnt það hér. Persónulega finnst mér þetta atriði vera hvatning, sem við getum hvorki gengið fram hjá né gert of lítið úr. Ég tel, að hafi hj úkrunarkonan nokkurs staðar starfssvið, þá sé það inn- an hinnar frjálsu gæzlu, þar sem hún í framtíðinni getur haft miklu hlutverki að gegna, ekki aðeins sem samstarfsmaður, heldur einnig sem ég vil kalla „sjálfstæður starfskraftur". Það verður ekki staður til að baða sig í rósum, heldur skipar hún þar auðan sess í þjóðfélaginu, og eftir því eigum við að sjálf- sögðu að keppa. Mennlun. Grundvöllur þess, að við hjúkrunarkonur getum ef til vill í framtíðinni staðið betur í stöðu okkar en nú, er, að við gerum okkur ljóst, hvert markmiðið er, og högum menntun okkar eftir því. Hér hafa stéttarfélögin miklu hlutverki að gegna. Breytingar á skólakerfinu al- mennt, sem eru nú á döfinni í löndum okkar, hafa m. a. í för með sér, að þær okkar, sem nú og í nánustu framtíð skipa ábyrgðarstöður innan heilsu- gæzlu og hjúkrunar, munu ráða til starfa og kenna fólki með aðra og oft betri skólamennt- un en við sjálfar höfum. Við verðum að vera við því búnar, að þetta hafi í för með sér ein- hver vandamál. Kennslutækn- inni fleygir fram, og einnig í því felst hvatning, þar sem hún gerir mögulegt að veita nemum nýja þekkingu með aðferðum, sem okkur gat ekki órað fyrir. Þó að hj úkrunarmenntunin sé að mörgu leyti meðal þeirra greina menntunar, sem fylgzt hafa bezt með tímanum, er eng- in ástæða til að slá slöku við. Vafalaust er, að hjúkrunar- menntunin verður á hærra stigi í framtíðinni en nú er. Sú menntun á háskólastigi, sem við keppum að, má þó ekki verða eftirsókn eftir vegtyllu, heldur nauðsynleg forsenda þeirrar starfsþekkingar, sem af okkur verður krafizt í framtíðinni. Þegar litið er á hina öru þró- un innan vísinda og tækni - sem hefur m. a. leitt til, að iðnverka- maður verður að endurhæfa sig þrisvar sinnum á starfsferli sín- um - verðum við að gera ráð fyrir, að framhaldsnám og sí- felld menntun á vinnustaðnum hafi æ stærra hlutverki að gegna. Við þörfnumst aukins sambands við aðra starfshópa á skólaárunum. Af hverju höf- um við ekki sameiginlega kennslu í sumum greinum? Minni einangrun innan eigin stéttar og breyting námsins í alþjóðlegra horf eru kröfur, sem munu verða gerðar til okkar í framtíðinni. Hið aukna og heillandi starfs- svið, sem framtíðin býður, krefst án eða efa umfangsmikilla breyt- inga á námsefni okkar. Þær breytingar og þau fyrirbæri í þjóðfélaginu, bæði til góðs og ills, sem við þegar komum auga á, verður að hafa til hliðsjónar við gerð áætlana um menntun. En við getum ekki endalaust bætt við, við verðum að losa okk- ur við það, sem orðið er úrelt, og taka upp í staðinn efni, sem er í fullu gildi í þjóðfélaginu. Það sjónarmið, að sérmennt- un eigi ekki, eins og nú er mjög víða, að vera aðskilin frá al- mennri menntun, - sjónarmið, sem ryður sér mjög til rúms, — ætti einnig að vekja okkur til umhugsunar. Þróun í þessa átt er álitin auka samskipti fólks úr mismunandi starfsstéttum og gera þau lýðræðislegri. Tal um lýðræði og menntun leiðir hugann að því, að það urðu fjörugar umræður í sérf ræðinganef nd Alþ j óðaheil- brigðismálastofnunarinnar um það, hvort einhverjir sameigin- legir þættir (hefð?) væru í undirstöðumenntun hj úkrunar- kvenna, sem væru þeim fjötur um fót við að komast t. d. til ábyrgðarstarfa, eiga frumkvæði, fást við þjóðfélagsvandamál og umgangast aðrar starfsstéttir sem jafningja. Menn átöldu við- leitni til einstefnu, sem leiðir af sér ópersónulegan vanagang, sem bælir niður einstaklings- eðlið eða leiðir ef til vill til upp- reisnai’. Kennaramenntunin og fram- boð á góðum kennurum er vandamál, sem við eigum nú þegar við að stríða og við leys- um ekki í bráð. Vandamálið verður sennilega enn örðugra úrlausnar, þegar menntunin verður aukin. I framtíðinni verður kennaramenntunin ör- ugglega eitt þeirra mála, sem forgang verða að hafa. Kenn- ari, sem meðal nemenda er „leit- andi eins og þeir, en ekki ein- ungis vizkubrunnur“, er snjöll lýsing, sem ég heyrði einu sinni, - hún verður sjálfsagt einnig í gildi sem markmið kennara- menntunar í framtíðinni. Itannsóknir i |iá|!u ba‘Urar hjúkrunar. „Rannsóknir eru einn þeirra þátta, sem geta stuðlað að því, að heilsugæzla og hjúkrun að- lagist stöðugt þörfum þjóðfé- lagsins,“ segir í skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Við erum örugglega allar sam- mála um sannleiksgildi þessara orða, en jafnframt gerum við okkur Ijósa þá sorglegu stað- reynd, hve takmörkuð úrræði við höfum, - og á það lagði sér- fræðinganefndin áherzlu. Þar sem það er tilgangslaust í þessu sambandi að hefja lang- ar umræður um rannsóknar- störf, ætla ég í stuttu máli að nefna nokkur atriði, sem nefnd- inni dvaldist við og geta átt hér heima, ef litið er til þess, sem ég hef áður sagt. Ef við viljum vera raunsæjar, Framh. á bls. 153. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 145

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.