Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 37
G. Ræða einkunnagjafir og leggja fram tillögur til breytinga bæði hvað
viðkemur bóklegu og verklegu námi.
Hér hefur eingöngu verið minnzt á aðalverkefni hópanna, en utan um
hvert þeirra tengdist ótalmargt, enda dróst öll dagskráin á langinn, og
störfuðu margir hópanna fram yfir miðnætti.
Eftir að við höfðum gengið stutta stund á milli hópanna og fylgzt með
samræðum, sem oft og tíðum voru mjög ákafar, enda mikið rót á öllu námi
og starfi Svía, skyldi rædd norræn samvinna með sambandsstjórn og þátt-
töku gesta. Þar var imprað á ýmsu, en ekkert rætt til hlítar, því að vegna
óróa meðal þátttakenda fundarins í heild varð sambandsstjórnin að vera
á sífelldum hlaupum milli hópa.
Lögð var áherzla á, að reynt skyldi að efla tengsl landa á milli. Væru
fjárhagsörðugleikar hjá einhverju nemafélagi varðandi þátttöku í hin-
um ýmsu mótum, skyldi stjórn viðkomandi félags láta sambandsstjórnir
hinna nemafélaganna vita og yrði reynt að ráða fram úr vandanum, því
að fyrir kemur, að lyfjafyrirtæki styrki hjúkrunarfélög. 1 ljós kom, að
fjárhagsörðugleikar íslenzka nemafélagsins hafa verið hvað mestir, enda
mikill kostnaður, sem fer í ferðir eingöngu. Rædd var staða finnsku nem-
anna í SSN (Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum), en þeir hafa
slitið aðild að hjúkrunarfélögum, og er því annað viðhorf þeirra á meðal
en hjá þeim, er aðild að hjúkrunarfélögum hafa. Einnig hafa finnskir
nemar tekið upp aukna samvinnu við námsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu,
t. d. sjúkraliða og sjúkraþjálfara, en slíkt hafa nemar í hinum löndunum
ekki gert, og er því staða þeirra og framtíðarstarf í NEK óljóst.
Ákveðið var, að Norðurlöndin tækju fyrir ákveðið verkefni á hinni
evrópsku hjúkrunarráðstefnu, er halda á í Zúrich, en það skyldi nánar
ákveðið, eftir að tillögur hefðu borizt formanni danska félagsins. Islenzka
nemafélagið hefur ekki tilkynnt þátttöku og því ekki tekið afstöðu til
þessa verkefnis.
Á fyrirhugaðri ráðstefnu ICN (Alþjóðasambands hjúkrunarkvenna)
í Mexikó árið 1973 verða réttindi hjúkrunarnema til þátttöku þau sömu
og annarra tilvonandi þátttakenda. Samkvæmt ósk ICN skyldu hjúkr-
unarnemar taka til umræðu: skipulagningu stéttarfélags: uppbyggingu,
takmörk og starfsleiðir í því skyni að efla samvinnu milli starfsfélaga
okkar.
Dönsku, norsku og sænsku nemarnir höfðu áður rætt um alþjóðasiða-
reglur ICN og vilja fá álit finnsku og íslenzku nemanna á tillögum sínum
þar að lútandi. Reglurnar telja þeir gagnslausar með tilliti til núverandi
náms og starfs hjúkrunarkvenna, svo og réttinda og kjara. Munu finnsku
og íslenzku nemarnir taka afstöðu síðar.
Finnsku nemarnir báru fram tillögu um nemaskipti landa á milli, sem
þeir töldu að gæti stuðlað að auknum kynnum varðandi nám og starf hverr-
ar þjóðar og ef til vill samræmingu námsins.
Einkunnagjafir voru mikið ræddar og virðast allir jafnóánægðir með
fyrirkomulag þeirra.
Lítillega gátum við borið saman okkar nám og aðstöðu og nám hinna.
Var gaman að heyra álit annarra á okkar vandamálum og um leið kynnast
vandamálum hinna.
Laugardag og sunnudag hófst dagskrá kl. 8 og skyldi fyrst hver hópur
á sameiginlegum fundi lesa sínar úrlausnir, og þá voru atkvæði greidd.
Oft var ákaft deilt, og erfitt reyndist að taka ákvarðanir, svo að margt
fékkst ekki til lykta leitt sakir tímaskorts. Niðurstöður fundarins urðu
því ekki margar, jafnvel þó að dagskráin færi langt yfir áætlaðan tíma.
Framh. á bls. 153.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 149