Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Side 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Side 40
Starfssvið talmeina- og' lieyrnarfræðings. Framh. af bls. 133. og því verðum við að leggja okk- ur fram af fremsta megni. Þegar aðgerðarsárið er gróið, byrjar talkennslan, stuttir tím- ar tvisvar til þrisvar á dag, með- an sjúklingurinn liggur inni á deildinni. Honum er kennt að finna, hvernig m. cricopharyn- geus, lítill vöðvi, sem er við op vélindans, starfar, og látinn gleypa loft og síðan við samdrátt þessa vöðva ropa því upp og nýta ropann til orðmyndunar. Þetta gengur misjafnlega og þarf mikillar einbeitingar við. En takist þetta þegar í fyrsta tímanum, er það sjúklingi mik- ill sálrænn stuðningur. Eftir heimkomu kemur sjúkl- ingur daglega til þjálfunar, myndar nú einstök orð og stutt- ar setningar, en kennslunni er haldið áfram, unz málhraði er orðinn stöðugur, einnig til að gera röddina styrkari. Ein- staka sjúklingar ná þeirri leikni að geta haldið langa fyrirlestra með vélindarödd, en þeir eru - eins og innan allra greina - undantekningar. Þegar sjúklingur getur talað við mann í síma, er hann fær til útskriftar, og kemur nú að- eins til eftirlits og samtals við og við. Takist einstaklingnum ekki að mynda vélindarödd, al- menns ástands vegna, eða geti hann ekki lært hana, finnast hjálpartæki, svokallaðir vibra- torar, og einnig fleiri, er sjúkl- ingar þurfa þá sérstaklega að þjálfast í að nota, og fá þeir þegar valið vélindarödd eða hjálpartæki eða hvort tveggja. Röddin hljómar kannski ör- lítið öðruvísi en við eigum að venjast, eins og dálítið hás, en hún venst fljótt og verður hjá mörgum mjög vel skiljanleg, en allt byggist þetta á þolinmæði sjúklings við heimaæfingar og réttri tækni. HKYHWIIIIAirilt S.IÍHIIM.AH Heyrnardaufir s j úklingar, sem koma til minna kasta innan spítalans, eru þeir, sem koma með „skúffutæki“, þ. e. heyrnartæki, er þeir annaðhvort af vanþekkingu eða af öðrum orsökum nýta eigi sem skyldi. Oft liggja rafhlöður, gamlar og með spanskgrænu, í tækjun- um, eyrnatapparnir eru óhrein- ir, eða sjúklingurinn kann ekki á stillingarnar til að geta feng- ið hljóð úr tækinu. Þá er að leiðbeina þessu fólki um notkun tækisins, benda því á, að gömul rafhlaða má ekki liggja í því, kenna því að hreinsa eyrnatappann með volgu sápu- vatni, skola hann síðan og þurrka ganginn með pípuhreins- ara, þar eð alls ekki má hreinsa tappana með spíritus, vegna þess að efnið, acryl, þolir það ekki. Og þar fram eftir götunum. En lítum á framkvæmdahlið- ina fyrir ykkur. Þið eruð á vakt allan sólarhringinn með þessu fólki. Heyrnartækið hefur þrjár still- ingar: M = hljóðnemi, og sé stillt á M, greinir notandi allt það, sem fram fer í umhverfinu. T = símaspóla, og notar fólk hana við að tala í síma eða hlusta á útvarp eða sjónvarp með sér- tengdu segulsviði, en greinfr ekkert, hvað gerist í kringum það. 0=slökkt á tækinu. Aðrar stillingar hefur sjúklingurinn venjulega lært á við afhendingu tækisins, þ. e. styrkleikastill- ingu, en bezt er að stilla tækið veikt að morgni og auka styrk- leikann er á daginn líður. HNL- stilling á vasatækjum sýnir, hvort tækið sé stillt inn á há- eða lágtíðnihljóð, og fer þetta eftir heyrnarlínuriti sjúklingsins. Ef óvissa ríkir um þetta atriði má prófa sig áfram. Talið aldrei við heyrnardaufa manneskju, þegar þið snúið baki við henni. Gætið þess við rúm- umbúnað að snúa andliti að sjúklingi, ef þið þurfið að tala við hann, þannig að birtan falli á varir ykkar, en ýkið ekki vara- hreyfingar, hafið þær aðeins skýrar. Ég hef reynt í stórum drátt- um að greina frá starfi því, er tal- og heyrnarþjálfun nefnist, innan sjúkrahúsa. Myndin er gróf, þar eð margt annað flétt- ast inn í þessa starfsgrein, en þessa sjúklingahópa hittið þið flestar einhvern tíma á starfs- ferlinum, að hinum barkakýlis- lausu undanskildum, svo að ég vonast til að hafa náð til ykkar sem flestra. □ >ánisfcr<Y lil \«ri“(ís ug Svíþjóðar. Framh. af bls. 136. móður þeirrar yngri), þá kom það ekki að sök, enda jafngaml- ar, meðan á ferðinni stóð. Hvar sem við komum í báðum lönd- unum mættum við einstakri gestrisni og góðvild af stéttar- systrum okkar og öðrum, er við umgengumst. Fyrirkomulag fei'ðarinnar var þannig, að við ferðuðumst mikið og nutum náttúrufegurðar þessara landa. Að endingu vonum við að geta skilað landi og þjóð þeim arði, sem ætlazt er til af okkur með styrkveitingu þessari. □ \á■ i■ í stjói-iiuiiarl'ra'áuiii. Framh. af bls. 139. ur, en það voru ritgerðirnar. Sú fyrsta var úr þjóðfélagsfræði: Áhrif tækniþróunar á sjúkra- hús og hjúkrunarnám. Ritgerð var skrifuð um hjúkrunarnám og sú þriðja um ýmis vandamál forstöðukonunnar. Síðasta rit- gerðin, sem byggð var á ákveðnu fræðiriti, var um það, hvað for- stöðukonan gæti lært af kenn- ingum Platóns varðandi áfram- haldandi nám hennar og starf. Lesin var bókin „Lýðveldi" eft- ir Platón. Aðalritgerðin var: „Sjúkra- húsið sem starfseining", þar sem nemendur sameinuðu á blöð þekkingu sína frá fyrri reynslu í heimalandi sínu, nýrri reynslu 152 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.