Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Qupperneq 5
FORMANNSPISTILL BLIKUR Á LOFTI Hver sá sem fylgist með fréttum þessar vikurnar og mánuðina þekkir umræðuna um manneklu í umönnunarstéttum, hvort sem er á heilbrigðisstofnunum eða í skólakerfinu. í því þensluástandi, sem nú er hér á landi, fást starfsmenn ekki í þau störf sem lægst eru launuð. Það er harla nöturlegt að lægst launuðu störfin skuli einmitt vera þau störf sem snúast um fóik, um mannauðinn, um börnin okkar, maka, foreldra og aðra þá sem hverjum og einum eru mikilvægastir. Elsa B. Friðfinnsdóttir Því er oft haldið fram að í hjúkrun og önnur umönnunarstörf veljist ákveðnar manngerðir, einstaklingar sem fá starfsgleði sína úr því að vinna með öðrum og fyrir aðra. Hvað getur verið meira gefandi en að vera þátttakandi í lífi fólks, á gleðistundum jafnt sem erfiðari tímum? Hjúkrunarstarfið er ekki bara gefandi heldur einnig örvandi viðfangsefni sem krefst þekkingar og færni. Það er fjölbreytilegt, alþjóðlegt, krefjandi, ábyrgðarmikið og einstakt. Hjúkrunarfræðingum þykir vænt um menntun sína og starf og vilja umfram allt starfa við hjúkrun. En nú eru blikur á lofti. Fyrir liggur að síðustu kjarasamningar félagsins við ríkið, sem unnirvoru í samfloti með 22 öðrum aðildarfélögum BHM, hafa skilað hjúkrunarfræðingum minni hækkun á samningstímanum en meðalhækkun BHM-félaganna. Kominn er upp ráðu- neytabundinn launamunur þar sem þær stéttir, sem vinna að stærstum hluta á stofnunum heilbrigðisráðuneytisins, fá minna út úr stofnanasamningum en stéttir á stofnunum annarra ráðuneyta. Steininn tók svo úr þegar dómsmálaráðherra tilkynnti að lögreglumenn skyldu fá greidda 30 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði út samningstíma þeirra. Félagsráðsfundur FÍH, sem haldinn var 27. september sl., fagnaði þessari ákvörðun dómsmálaráðherra en krafðist þess sama fyrir hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa búið við langvinna og mikla manneklu, stjórn FÍH hefur fundað með fjármálaráðherra og tveimur heilbrigðisráðherrum vegna álagsgreiðslanna, en allt kemur fyrir ekki. Heilbrigðisráðherra hefur ekki enn sem komið er talið ástæðu til að grípa í taumana á sama hátt og kollegi hans og samflokksmaður í dómsmálaráðuneytinu. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins rennur út eftir sex mánuði. Nú er þungi í hjúkrunarfræðingum og kröfur um verulega hækkun grunnlauna liggur í loftinu. Hjúkrunarfræðingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir finna til mikillar samfélagslegrar ábyrgðar. Þeir bera velferð skjólstæðinga sinna fyrir brjósti umfram allt. En bera þeir einir ábyrgð á því að sjúklingar fái þjónustu? Eru það ekki stjórnvöld hverju sinni sem bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni? Að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé þannig að hægt sé að veita örugga, gæðaþjónustu? I nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 er sett fram sama meginmarkmið og fyrr, að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. í hinum nýju lögum er einnig skýrt kveðið á um að ráðherra marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og geti gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja þeirri stefnu, m.a. varðandi skipulag þjónustunnar, forgangsröðun, gæði og öryggi. í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá 23. maí 2007 segir m.a.: „Stefna ríkisstjórnarinnar er að á Islandi sé veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða." Það er sannarlega engin meðalmennska í þessari stefnu og hinum nýju lögum. Þeir sem setja fram slíka stefnu hljóta að gera sér grein fyrir því að grundvöllurinn til að ná henni fram er að kunnátta þeirra sem starfa að heilbrigðismálum sé nýtt, að valinn maður sé í hverju rúmi, að réttur maður sé á réttum stað. Dýrmætasta eignin í heilbrigðiskerfinu er starfsfólkið og þekking þess. Eina leið stjórnvalda til að ná þessu marki sínu er að tryggja góða mönnun í heilbrigðiskerfinu, ekki hvað síst mönnun hjúkrunarfræðinga sem stýra allt að 80% af allri þjónustu við hvern einstakling á sjúkrahúsum, skv. athugunum alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga. Grunnlaun hjúkrunarfræðinga verða að hækka verulega í næstu kjarasamningum ef tryggja á nýliðun í stéttinni og að hjúkrunarfræðingar leiti ekki í auknum mæli í önnur betur launuð störf utan heilbrigðistofnana ríkisins. Ábyrgðin er stjórnvalda. Þau hafa valdið. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.