Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 32
Dagbjört Þyrí Þorvarðsdóttir, dthyri@landspitali.is HJÚKRUNARSVEIT LANDSPÍTALA-HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS Vorið 2006 var tekin ákvörðun um að setja á laggirnar sérstaka sveit hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi tii að bregðast við því mikla álagi sem er á spítalanum. Hjúkrunar- sveitinni er ætlað að leggja þeim deildum lið sem verst eru staddar hverju sinni hvað mönnun varðar eða þar sem mikið tímabundið álag skapast. Markmiðið með starfsemi hjúkrunarsveitarinnar er að tryggja öryggi sjúklinga, draga úr álagi á hjúkrunarfræðinga, bæta mönnun og auka möguleika hjúkrunarfræðinga til starfsþróunar. Undirbúningur að stofnun hjúkrunar- sveitarinnar hófst vorið 2006 og fólst hann m.a. í því að afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða af svipaðri starfsemi, skipuleggja námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga sveitarinnar og undir- búa þjálfun þeirra. Enn fremur þurfti að vinna fjárhagsáætlun og kostnaðargreina þjónustuna, finna starfseminni aðstöðu og ákveða reglur og viðmið varðandi afgreiðslufyrirkomulag vakta sveitarinnar. Þar sem hjúkrunarsveitinni er ætlað að leysa skammtímamönnunarvanda sam- kvæmt beiðnum hjúkrunardeildarstjóra var ákveðið að sveitin tæki aldrei fleiri en 5 vaktir á sömu deild í hvert sinn en deildir geta pantað fyrir tvær vikur í senn. Við nánari athugun var ákveðið að hafa einnig svokallaða viðbragðsvakt tiltæka á morgnana á virkum dögum til að bregðast við skyndilegum forföllum eða óvenjumikilli hjúkrunarþyngd. Hjúkrunarsveitin heyrir undir hjúkrunar- forstjóra og er rekin sem sjálfstæð eining innan LSH. Sjúkradeildirnar kaupa vaktir af hjúkrunarsveitinni og eiga tekjur sveitarinnar að standa undir rekstri hennar. Auglýst var eftir hjúkrunarfræðingum til starfa í júní 2006 þar sem m.a. var gerð krafa um þriggja ára starfsreynslu. Um haustið hófu 5 hjúkrunarfræðingar störf í sveitinni en vonir stóðu til að ráða 8-10 hjúkrunarfræðinga. Þar sem Mynd 1. Hér sést hlutfall pantaðra vakta og afgreiddra vaktra hjá hjúkrunarsveit LSH frá janúar til júní 2007. —Pantaðar vaktir —*— Pantaðar viðbragðsvaktir —•— Afgreiddar vaktir Afgreiddar viðbragðsvaktir ekki tókst að fullmanna sveitina höfðu skurðlækningasvið, lyflækningasvið I, siysa- og bráðasvið og svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið forgang. Þegar sveitin verður fullskipuð mun hún þjóna öllum sviðum LSH. Hjúkrunarsveitin sat sérskipulagt námskeið í lok ágúst þar sem ákveðin klínísk hjúkrunarviðfangsefni voru tekin fyrir og farið var yfir helstu þætti í starfsemi LSH. September var nýttur til þjálfunar á bráðadeildum spítalans þar sem hjúkrunarfræðingarnir fengu að kynnast starfsemi, tækjakosti og húsakynnum deildanna. Viðtökurnar við þessari nýju þjónustu hafa verið góðar og reynslan hefur sýnt að mikil þörf er fyrir slíka starfsemi. Eins og við var búist hefur eftirspurn eftir vöktum hjá hjúkrunarsveitinni farið langt fram úr afgreiðslugetu sveitarinnar (sjá mynd 1). Þegar farið var af stað með viðbragðsvaktina var óvíst hvernig slík viðbót myndi nýtast deildunum en reynsla vetrarins hefur sýnt að þörf er fyrir slíka vakt og stefnt verður að því 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.