Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 42
Frá siða- og sáttanefnd - Siðfræðimolar Haustið 2008 verður SSN-ráðstefna haldin í Færeyjum. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Visioner for sykepleien" og verður hluti ráðstefnunnar helgaður siðfræði. Af þessu tilefni hyggst siða- og sáttanefnd birta stutta pistla, siðfræðimola, í næstu tölublöðum Tímarits hjúkrunarfræðinga. Markmiðið með siðfræðimolunum er að vekja athygli hjúkrunarfræðinga á siðfræðilegum málefnum og hvetja til siðfræðilegrar umræðu um leið og vakin er athygli á fyrirhugaðri SSN-ráðstefnu. Fyrsti siðfræðimolinn fjallar um bloggskrif og er það að gefnu tilefni. BLOGG - SIÐFRÆÐI Þegar orðasambandinu Blog Ethics er flett upp á veraldarvefnum kemur það fyrir 33 milljón sinnum og verður það að teljast nokkuð oft. Ekki er ætlunin hér að fjalla um þetta efni að nokkru marki heldur einungis draga fram fáeina punkta að gefnu tilefni. Fyrir nokkru barst siða- og sáttanefnd erindi frá stjórn FÍH þess efnis að nefndin tæki afstöðu til þess hvernig bregðast ætti við bloggskrifum á Netinu um einstaka hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga þeirra. Tilefnið var að dæmi voru um að einstaklingar hefðu nafngreint hjúkrunarfræðinga og farið óvægnum orðum um þá og störf þeirra á bloggsíðum sínum. Þar sem siða- og sáttanefnd hafði ekki fengið sambærilegt erindi áður kannaði hún hvort forsvarsmenn annarra heilbrigðisstétta og LSHhefðufengiðfyrirspurniríþessaveruog þáhverviðbrögðþeirra hefðu verið við bloggumfjöllun um félagsmenn eða starfsmenn þeirra. Einnig var haft samband við landlæknisembættið. Engin formleg kvörtun eða beiðni um viðbrögð hafði borist þessum aðilum frá einstökum heilbrigðisstarfsmönnum vegna óvæginna bloggskrifa um þá. Allir þessir aðilar þekktu þó til vandamálsins og hvaða áhrif skrif á Netinu geta haft á einstaklinga, fjölskyldu þeirra, heilbrigðisstéttir í heild sinni og vinnuumhverfi þeirra. Oftast hafa heilbrigðisstarfsmenn ekki möguleika á að verja sig og kemur þagnarskyldan, sem á þeim hvflir, í veg fyrir það. Allir aðilar voru sammála um að æskilegt væri að fram færi þverfagleg umræða um þessi mál. Þegar gluggað er í færslur á Netinu kemur fljótt í Ijós að menn eru ekki á eitt sáttir hversu langt siðareglur um skrif á Netinu eiga að ná. Til eru þeir sem telja að algert mál-og ritfrelsi eigi að ríkja en aðrir velta hins vegar fyrir sér þeim völdum sem einstaklingar taka sér, jafnvel nafnlaust, með því að skrifa óhróður um menn og málefni. Einhverjir hafa líkt netheimum við stórborg án lögreglu, eins og staðan er í dag. Enginn hemill virðist vera á því hvað hægt er að setja á Netið nema siðferðisvitund hvers og eins setji þar mörk og því eru fá úrræði fyrir hendi. Ljóst er að í litlu samfélagi sem okkar geta áhrifin af ómálefnalegum, ómaklegum og óvægnum skrifum orðið mun alvarlegri en í stærri samfélögum, sér í lagi þegar einstaklingar, sem ekki mega bera hönd fyrir höfuð sér, eiga í hlut. Það virðist vera samdóma álit þeirra sem láta sig málið varða að ábyrgir bloggarar eigi að vera sér meðvitaðir um að það sem þeir birta á Netinu fer fyrir sjónir almennings og því beri þeir siðferðilega ábyrgð gagnvart lesendum, fólkinu sem þeir skrifa um og samfélaginu almennt. Morgunverðarfundir með félagsmönnum Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) gerði nýlega samning við ráðgjafarfyrirtækið Global Consulting Group um aðstoð við að auka samheldni hjúkrunarfræðinga og til að virkja hugmyndir þeirra og flétta þær inn í starf félagsins. Ákveðið hefur verið að koma á nokkurs konar ráðgjafarnefnd félagsmanna. Það verður gert með því að kalla 10% félagsmanna FÍH á morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um þrjá meginþætti: (1) núverandi þjónustu og starfsemi félagsins, (2) 40 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.