Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Page 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Page 19
FATÆKT BARNA A ISLANDI OG AHRIF A HEILSUFAR Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga, 12. maí, var árið 2004 helgaður baráttunni gegn fátækt í heiminum. Fátækt er eitt af helstu vandamálum mannkyns í dag en talið er að 1,2 milljarðar manna búi við sára fátækt og hafi minna en einn Bandaríkjadal til ráðstöfunar daglega og skorti aðgang að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar eru 2,8 milljarðar manna taldir lifa á minna en tveimur dölum á dag. Alþjóðasamtökin hafa bent á að fylgifiskur fátæktar sé slæmt heilsufar og þeir 1,2 milljarðar manna sem búa við sára fátækt þjáist af mörgum alvarlegum sjúkdómum sem herja á mannkynið, svo sem ýmsum kvillum sem stafa af næringarskorti. Gott heilsufar er undirstaða fjárhagslegrar og félagslegrar framþróunar. Þegar fólk á ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum verður það móttækilegt fyrir alls kyns sjúkdómum og dánartíðnin hækkar. Góð heilsa er undirstaða almennrar vellíðunar og hefur áhrif á einstaklinginn á allan hátt. Miklu skiptir varðandi framlag til fjölskyldu og samfélags hvort viðkomandi er fullur orku eða orkulítill, þreyttur og með stöðuga verki. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga hafa lagt áherslu á að vekja hjúkrunarfræðinga til aukinnar vitundar um samspil heilsufars og fátæktar í þeim tilgangi að bæta heilsu og draga úr fátækt. Hvað er fátækt og heilbrigði? En hvað er fátækt? Til að skilja hugtakið þarf fyrst að skilgreina það. Fátækt hefur verið skilgreind af Sameinuðu þjóðunum sem það ástand manneskju að búa við langvinnan eða stöðugan skort úrræða, öryggis og krafts sem er nauðsynlegur til að njóta á fullnægjandi hátt borgaralegra, menningarlegra, fjárhagslegra, stjórn- málalegra og félagslegra réttinda. Haft er eftir Mahatma Gandhi að fátækt sé ein versta tegund ofbeldis sem fyrirfinnst. Fátækt getur stafað af lágum tekjum, því að brýnustu nauðsynjum er ekki fullnægt eða hvoru tveggja. Allir þurfa að fá grunnþörfum sínum fullnægt en þær eru hreint vatn, matur, orka til að lifa og starfa, vernd fyrir umhverfinu, skjól og öryggi, möguleiki til persónulegs þroska og menntunar og kostur á góðri heilbrigðisþjónustu. Þeir sem búa við fátækt berjast við að fá ýmsum grunnþörfum sínum fullnægt. Þessi barátta hefur í för með sér minnkandi reisn fyrir einstaklinginn og dregur úr honum þrótt. Þann 5. nóvember 2004 var haldið málþing á vegum umboðsmanns barna og háskólarektors og í kjölfarið var gefin út bókin „Ungir íslendingar í Ijósi vísindanna" en í henni er að finna erindi sem flutt voru á málþinginu. Þar á meðal er grein um fátækt barna í velferðarríkjum eftir Cynthiu Lisu Jeans og Guðnýju Björk Eydal þar sem m.a. er fjallað um hvernig eigi að mæla og skilgreina fátækt. Þar segir að flestar rannsóknir á fátækt byggist aðallega á tveimur tegundum skilgreininga, arinars vegar er rætt um afstæða skilgreiningu á fátækt og hins vegar um algilda skilgreiningu. Afstæða skilgreiningin byggist á því að mæla tekjudreifingu í viðkomandi samfélagi. Miðað er við að þeir séu undir fátæktarmörkum sem hafa tekjur sem eru lægri en helmingur tekna þeirra sem hafa miðlungstekjur. Þessi skilgreining hefur verið notuð í flestum samanburðarrannsóknum, t.d. á vegum Evrópusambandsins. Algild skilgreining byggist á aldagamalli hefð breskra fátæktarrannsakenda, þar sem reiknað er út hvaða upphæðir fólk þurfi til framfærslu og þannig eru dregin mörk milli þess að teljast bjargálna og þess að teljast líða skort. í rannsókn á einkennum og aðstæðum fátækra á íslandi við upphaf nýrrar aldar lagði Harpa Njáls mat á lágmarksframfærslukostnað og beitti því sem algildri fátæktarskilgreiningu. Mælingar á barnafátækt samkvæmt afstæðri skilgreiningu sýna að fátækt barna hér á landi er meiri en annars staðar á Norðurlöndunum, eða 7,8 á Ísíandi, 5,9 í Danmörku, 4,5 í Noregi, 3,7 í Svíþjóð og 3,4 í Finnlandi. Rannsóknir hafa þó sýnt að þessar skilgreiningar á fátækt foreldra eiga ekki í öllum tilfellum við kjör barnanna. Þannig geta börn í fjölskyldum sem mælast undir fátæktarmörkum búið við góð kjör þar sem foreldrar leggja kapp á að viðhalda lífsstíl barna sinna en draga úr eigin neyslu að svo miklu leyti sem það er unnt. Rannsóknir ná ekki til barna í efnameiri fjölskyldum sem búa við skort því að dæmi eru um að börn séu vanrækt, efnahagslega, tilfinningalega eða félagslega, þrátt fypir nægar tekjur en fátækt þeirra barna verður ósýnileg þegar rannsóknir beinast fyrst og fremst að tekjum eða neyslu foreldra. Rannsakendur á íslandi hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að spyrja börnin sjálf um skilgreiningu á fátækt því að efnahagur getur verið skilgreinandi fyrir félagsleg tengsl og haft áhrif á vináttu og stöðu barna f jafningjahópnum. Mikilvægt sé enn fremur að íslenskar fjölskyldur séu með í fjölþjóðlegum samanburðarrannsóknum. Andlit fátæktar eru mörg. Fátækt er ástand sem hefur í för með sér valdaleysi, niðurlægingu og takmarkaðan eða engan aðgang að ýmsum gæðum og þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Þannig hefur fátæktin áhrif á öll samskipti hins fátæka við umhverfið. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur bent á fimm meginsvið fátæktarinnar. í fyrsta lagi er fjárhagsleg hlið sem snertir tekjur, lífsstíl og vinnuaðstæður. í öðru lagi má telja hina mannlegu hlið, svo sem réttinn til að hafa áhrif og völd í samfélaginu, í fjórða lagi kemur hin félags- og menningarlega hlið, sem tengist stöðu og virðingu í samfélaginu, og að lokum ber að nefna varnarleysi, þar sem fátæktin hefur í för með sér óöryggi, hættur og varnarleysi. Til að unnt sé að breyta lífi hinna fátæku er nauðsynlegt að skilja þessi mismunandi svið. Nauðsynlegur undanfari þess að draga úr fátækt á öllum þessum sviðum er að jafna kjör kvenna og karla og ólíkra kynþátta. Tímarit hjúkrunaríræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007 17

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.