Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Side 14
Helstu verkefni ABC-barnahjálparinnar í dag búa 2.500 börn og stunda nám á Heimili litlu Ijósanna á Indlandi. Þegar er búið að útskrifa nokkur hundruð nemendur með B.A.-, B.S.- og B.com,- háskólagráður, starfsmenntun í hjúkrun, rafvirkjun, pípulagningum og fleiri greinum. Þessir nemendur hafa allir fengið vinnu við hæfi og eru fluttir að heiman. Nú eru 1800 börn á biðlista eftir skólavist. Kvöldskólar í dalítaþorpum eru 20 talsins en stefnt er að því að koma upp skólum í 200 þorpum. í ABC-skólunum í Pakistan stunda 1800 börn nám og þar af eru 360 börn í heimavist í bráða- birgðahúsnæði. Átta skólar eru starfræktir, fjórir skóiar í eigin húsnæði og fjórir í leiguhúsnæði. Biðlistinn eftir að komast að er orðinn gríðarlega langur. Haustið 2006 hóf ABC starf í Naíróbí í Kenía og styður nú um 330 börn tii náms en mörg þeirra voru áður götubörn, sniffuðu lím og hnupluðu mat. Glæpatíðni hefur lækkað til muna í hverfinu með tilkomu ABC en stefnt er að því að fá land til að byggja upp aðstöðu fyrir munaðarlaus börn og byggja skóla í fátækrahverfinu fyrir verst stöddu börnin. í Úganda styður ABC í samstarfi við Uganda Australia Foundation um 2500 börn í Kitetika, Rackoko og Gulu en verið er að stofna ABC- barnahjálpina þar. Nýjasta ABC starfið er í Líberíu, á vesturströnd Af ríku, en þar hefur verið keypt land og eru framkvæmdir hafnar og verða byggðar heimavistir og skólar fyrir þúsundir barna. í kjölfar borgarastyrjaldar í Líberíu er efnahagur landsins í algerri rúst og um 200 þúsund börn eru munaðarlaus. Hjálparstarf er að hefjast í nokkrum löndum til viðbótar. Á Filippseyjum eru um 600 börn styrkt til náms en verið er að stofna ABC-barnahjálp þar. í Úganda hafa verið byggðir skólar og heimavistir og verið er að setja upp athvarf fyrir götubörn í Chenai. mánaða skeið. „Ég var búin að fara til læknis og fá töflur en ekkert gekk. Var á leið til ísraels og ræddi við Guð um að þetta gengi ekki, ég átti erfitt með gang og einkum að ganga niður stiga. Um leið og ég steig út úr flugvélinni var verkurinn horfinn og ég hef ekki fundið fyrir honum síðan. Efi er ekki til í mínum huga“ segir Guðrún „og heldur ekki að eitthvað sé ekki hægt.“ Hún bætir við að hún telji Guð hafa áætlun með starfi ABC barnahjálparinnar. „Þarfirnar aukast eftir því sem starfsemin vex.“ En hún segist treysta því að þau fái nægt fjármagn. „Eitt dæmi um hvernig Guð hefur hjálpað okkur er þegar við ákváðum að kaupa land undir skólann okkar á Indlandi fyrir Heimili litlu Ijósanna. Okkur tókst að greiða eina milljón í september en þurftum að greiða 2,6 milljónir til viðbótar fyrir 20. júní. Allan veturinn vorum við að safna fyrir húsinu sem við vorum að byggja og vorum aðeins komin með 500 þúsund fyrir landinu um vorið. Ég gafst upp á að reyna að bæta úr þessu, bað bara til Guðs um að við fengjum peninga. Ég fann greinilega fyrir nærveru hans og var sannfærð um að við fengjum peninga til verksins. Ég beið eins lengi og ég gat með að fara í bankann og yfirfæra en dag einn gat ég ekki beðið lengur og ákváð að senda út peningana tiltekinn dag. Þá vantaði okkur 2.1 milljón króna. Klukkan 2 sama dag kom kona inn á skrifstofuna og bauðst til að lána fyrir landinu vaxtalaust og við gætum síðan greitt til baka með sölu jólakortanna. Hún hafði fengið þessa peninga sama dag sem arf frá foreldrum sínum. Einhvern veginn höfum við alltaf fengið þá peninga sem okkur hefur vantað til verkefna." Hjálparstarfið er nú rekið í fjölmörgum löndum. „í október á sl. ári bættist Kenýa við, en þangað hélt Þórunn Helgadóttir og um áramótin hófum við starf í Líberíu. Á tali við stráka í Soweto fátækrahverfinu í Nairóbí 12 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.