Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 34
AFMÆLISHATIÐ RANNSOKNASTOFNUNAR I HJÚKRUNARFRÆÐI 13. september síðastliðinn var haldin afmælishátíð Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræðí í hátíðasal Háskóla íslands. Prófessor Herdís Sveinsdóttir, stjórnarformaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, flutti ávarp og þrír hjúkrunarfræðingar, sem hafa nýlega útskrifast sem doktorar, fluttu erindi sem og einn sem langt er kominn í doktorsnámi. Glatt á hjalla á afmælishátíðinni Dr. Þóra Jenný Gunnarsdóttir flutti erindið Rannsóknir á óhefðbundnum meðferðum - tilfellarannsóknir. Óhefðbundin meðferð hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið nægilega rannsökuð og hefur þar af leiðandi átt undir högg að sækja. Þóra benti á að tilfellarannsókn (case study) væri hægt að nota sem rannsóknaraðferð við að skoða meðferð og áhrif af meðferð og mynda grunn til frekari þekkingarþróunar. Hún fjallaði um tilfellarannsóknir og hvernig hægt er að nota þær við að rannsaka óhefðbundna meðferð en þá tegund rannsóknar notaði hún í doktorsverkefni sínu til að rannsaka svæðameðferð og áhrif hennar á vefjagigt í sex íslenskum konum. Hún fjallaði sérstaklega um eitt af þeim tilfellum sem dæmi um hvernig slík rannsóknaraðferð veitir tækifæri til að skoða þátttakendur í rannsókn á heildrænan hátt og reynslu þeirra af meðferð. Þá flutti Árún K. Sigurðardóttir fyrirlestur um sjálfsumönnun fólks með sykursýki. Árún K. Sigurðardóttir stundar doktors- nám við læknadeild Háskóla fslands og er langt komin í námi sínu. Hún fjallaði um sjálfsumönnun í sykursýki og hvaða þættir hefðu áhrif á hana. Hvernig getur heilbrigðisstarfsfólk stuðlað með markvissum hætti að sjálfsumönnun fólks með sykursýki? Sykursýkisjúklingum fjölgar með ógn- vekjandi hraða og Aljóðlega sykur- sýkissambandið telur að árið 2025 verði 350 milljónir manna í heiminum með sykursýki samanborið við 171 milljón manna árið 2000. Sykursýki veldur fylgikvillum en koma má í veg fyrir þá með góðri sjálfsumönnun. Fylgikviliar draga úr vellíðan fólks með sykursýki og auka kostnað við meðferð en talið er að 55% af kostnaði við meðferð fólks með sykursýki í Evrópu sé vegna fylgikvilla sykursýkinnar. Fólk með sykursýki sér um meðferð sína sjálft með aðstoð fagfólks. Sjálfsumönnun í sykursýki er margslungin þar sem hinn sykursjúki þarf að geta samþætt blóðsykurstjórnun daglegu lífi. Sýnt var líkan af sjálfsumönnun sem byggist á ólíkum sviðum og persónubundum þáttum. Svið sjálfsumönnunar eru tjl dæmis mataræði, hreyfing, lyfjagjöf og blóðsykurmælingar en persónubundnir þættir eru þekking, líkamleg færni og andleg líðan. Fjallað var um hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur notfært sér sjálfsumönnnarlíkanið í umönnun fólks með sykursýki. Þá flutti dr. Helga Sif Friðjónsdóttir erindið „Ofneysla áfengis meðal unglinga og forvarnir". Meginmarkmið þessarar lýsandi rann- sóknar var að auka skilning á ofneyslu áfengis og áhrifaþáttum meðal íslenskra ungmenna á aldrinum 16-20 ára. í þessu samhengi var ofneysla áfengis skilgreind sem stakt tilvik þar sem magn innbyrts 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.