Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 35
Fyrirlesurum voru færðir blómvendir í lokin. Frá vinstri Fierdís Sveinsdóttir, stjórnarformaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði Helga Sif Hjörleifsdóttir, Elísabet Friðjónsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Árún Sigurðardóttir. áfengiser það mikið að ölvunarástand næst. Rannsóknin var byggð á gagnagrunni sem safnað var í íslenskum framhaldsskólum haustið 2004 og er í eigu Rannsókna og greiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 59,4% þátttakenda höfðu neytt áfengis þannig að til ofneyslu taldist. Einnig var hægt að greina ólíka drykkjusiði í hópunum þremur sem í úrtakinu voru. Fyrsti hópurinn, eða um 50% af rúmlega 11.000 þátttakendum, varð tiltölulega sjaldan drukkinn; þessi hópur drakk álíka oft bjór og léttvín. í öðrum hópnum voru 43% þátttakenda og stundaði sá hópur nokkuð mikla áfengisofneyslu. Ungmenni í þessum hóp drukku mun oftar bjór en fyrsti hópurinn en léttvíns neyttu báðir þessir hópar álíka oft. Áfengisofneysla seinni hópsins fór að mestu fram í boðum í heimahúsum og á vínveitingastöðum. í þriðja hópnum voru 7% þátttakenda; í þessum hópi var ofneysla áfengis tíðust. Þessi hópur fékk sér miklu oftar bjór, iéttvín og landa en hinir hóparnir tveir og fór áfengisneyslan fram í heimahúsum og á vínveitingastöðum sem og á skólaböllum. Rannsóknin sýndi einnig að þriðji hópurinn (7%) hafði fleiri einkenni andfélagslegrar hegðunar en hinir tveir hóparnir og bendir það til þess að ungmenni í þriðja hópi séu komin í alvarlegan sálfélagslegan vanda samhliða mikilli ofneyslu áfengis. Niðurstöður þessarar rannsóknar auka skilning og efla þekkingu á ofneyslu áfengis og áhættuþáttum meðal íslenskra ungmennaáframhaldsskólaaldri.Mikilvægt er að nota niðurstöður rannsóknarinnar tii að hefja skipulagningu á gagnreyndum forvörnum fyrir þessa ólíku hópa sem miða að því að draga úr ofneyslu áfengis og skaðsemi hennar meðal íslenskra ungmenna á framhaldsskólaaldri. Þá flutti dr. Elísabet Hjörleifsdóttir erindi sem hún nefndi Rannsókn á krabbameinssjúklingum í lyfja- og geisla- meðferð, tvær rannsóknaraðferðir. í þessari doktorsrannsókn voru fléttaðar saman fjórar sjálfstæðar rannsóknir á sjúklingum í iyfja- eða geislameðferð vegna krabbameins á þremur göngudeildum á tveimur sjúkrahúsum á íslandi. Notaðar voru tvær ólíkar rannsóknaraðferðir. í þrem fyrstu hlutum rannsóknarverkefnisins voru þn'r mismunandi spurningalistar lagðir fyrir til að meta andlegt álag, úrræði og ánægju með þjónustu. í fjórða og síðasta hluta verkefnisins voru tekin viðtöl til að fá fram reynslu sjúklinga af því að greinast með krabbamein, hvaða úrræði þeir notuðu til að takast á við sjúkdóminn og til að komast í gegnum meðferðartímann og hve ánægðir/óánægðir þeir voru með þá þjónustu sem veitt var meðan á meðferð stóð. Þar sem margir íbúar á íslandi þurfa að sækja meðferð í öðrum landshlutum og jafnvel dvelja að heiman á meðan á meðferð stendur var athugað hvort munur væri á andlegu álagi og úrræðum hjá þeim hópi sjúklinga sem fékk meðferð á heimaslóð annars vegar og hins vegar hjá þeim sem þurftu að ferðast langan veg og dvelja að heiman í sólarhring eða lengur vegna meðferðar. Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvort kynjamunur væri á andlegu álagi, úrræðum og ánægju með þjónustu. Einnig var rannsakað hvort andlegt álag og ánægja með þjónustuna væri mismunandi á milli aldurshópa. Engir spurningalistar eru til á íslensku sem hafa verið prófaðir til að meta andlegt álag, úrræði eða ánægju með þjónustu hjá sjúklingum með krabbamein sem eru í meðferð á göngudeild. Því beindist hluti rannsóknarinnar að því að þýða, forprófa og gera tölfræðilegar prófanir á þeim spurningalistum sem notaðir voru við gagnaöflun. Forprófun og tölfræðilegar prófanir á þeim spurningalistum, sem hér voru notaðir, eru nýjung og framlag til framtíðarrannsókna á íslenskum sjúklingum með krabbamein. Þeir reyndust vera áreiðanlegir og viðeigandi til að nota á þennan sjúklingahóp. Niðurstöður gáfu til kynna að fólk hefur óbilandi kjark og vilja til að takast á við krabbamein og meðferðina með jákvæðu hugarfari og hugrekki. Góð samskipti við heilbrigðisstarfsfólk var það sem sjúklingunum fannst bera af í þjónustunni allri. Fundarstjóri var Helga Gottfreðsdóttir Ijósmóðir. V.K.J. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.