Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Side 23
hafa sýnt að brjóstagjöf er mjög mikilvæg til að byggja upp ónæmiskerfi barnanna, hún dregur úr hættu á ofnæmi og vinnur gegn ýmsum öðrum sjúkdómum. Þá kom jafnframt fram að tannskemmdir hjá börnum asískra innflytjendakvenna eru algengari en hjá íslenskum börnum. Algengt er að sögn hjúkrunarfræðinga Miðstöðvar heilsuverndar barna að sjá börn í þeim hópi með skemmdar tennur við 18 mánaða skoðun og jafnvel er búið að fjarlægja nokkrar skemmdar tennur í börnum sem eru 2-3 ára gömul. Þeir benda jafnframt á að of algengt sé að börn í þessum hópi séu illa talandi á íslensku þegar þau koma í skoðun við fimm ára aldur og líkur séu á að það hafi í för með sér erfiðleika í skólagöngunni. Hjúkrunarfræðingarnir og heilbrigðisfull- trúarnir Árný Sigurðardóttir og Ingibjörg H. Elíasdóttir skrifuðu grein í Tímarit hjúkrunarfræðinga 2004 en þar sögðust þær stundum koma inn á heimili fólks sem varla geti talist mannabústaðir. Nú í vor tók við ný ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. í stefnu- yfirlýsingu þeirrar ríkisstjórnar segir m.a. að stuðlað skuli að barnvænu sam- félagi. „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna á íslandi. í því skyni verði mótuð heildstæð aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er byggist meðal annars á rétti þeirra eins og hann er skilgreindur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tannvernd barna verði bætt með gjaldfrjálsu eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna. Barnabætur verði hækkaðar til þeirra sem hafa lágar tekjur og nemendur í framhaldsskólum fái stuðning tii kaupa á námsgögnum. Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu. Jafnframt verði aukinn stuðningur við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik. Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum á því sviði. Hugað verði að foreldraráðgjöf og -fræðslu. Forvarnarstarf gegn kynferðis- legu ofbeldi verði eflt og stuðningur við fjölskyldur ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu, aukinn. Fæðingarorlofið verði lengt í áföngum." I júní sl. var samþykkt aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Þar er m.a. að finna aðgerðir til að bæta afkomu barnafjölskyldna m.a. með hækkun barnabóta tekjulágra fjölskyldna. Bæta skal tannvernd með gjaldfrjálsu eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna. Nemendur í framhaldsskólum skulu njóta stuðnings til kaupa á bókum og öðrum námsgögnum og skipuð verður nefnd er fjallar um stöðu einstæðra og forsjáriausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Áhersla verður lögð á heilsueflingu barna og ungmenna og lengingu fæðingarorlofs. Hvað varðar almennar aðferðir skal skipaður samráðshópur fulltrúa félagsmála-, heilbrigðis- og tryggingamála-, dóms- og kirkjumála-, fjármála- og menntamálaráðherra þarsem yfirfarin eru tilmæli barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá janúar 2003 varðandi framkvæmd barnasáttmálans á Islandi, tilmæli ráðherranefndar Evrópu- ráðsins frá 2006 til aðildarríkja um stefnu til eflingar foreldrahæfni og drög að samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misbeitingu og kynferðisofbeldi. Skal samráðshópurinn gera tillögur um með hvaða hætti skuli brugðist við þessum alþjóðasamþykktum til að treysta stöðu barna og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Jafnframt verði á samráðsvettvangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga mótaðar tillögur um aðgerðir til að sam- ræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Einkum verði litið til þess hvernig tryggja megi að fyrirtæki setji sér fjölskyldustefnu, stytti vinnutíma og geri vinnutíma sveigjanlegri og hvernig unnt sé að tryggja að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum, til dæmis vegna veikinda eða fötlunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið, verkefnin fram undan eru næg og athyglisvert verður að fylgjast með þróun þessara mála næstu fjögur ár. Helstu heimildir: Árný Sigurðardóttir og Ingibjörg H. Elíasdóttir (2004). Er fátækt á íslandi? Tímarit hjúkrunar- fræðinga, 2. 28-29. Hólmfn'ður K. Gunnarsdóttir (2005). Ójöfnuður í heilsufari á íslandi. Tímarít hjúkrunarfræðinga, 2. 18-25. Skýrsla forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra, samkvæmt beiðni. Lögð fyrir á Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006-2007, þskj. 613 - 184. mál. Stefnuyfirlýsing nkisstjórnar íslands. Sótt af: www. Stjornarad/raduneyti.is/Stefnuyfirlysing//nr/275. Valgerður Katrin Jónsdóttir (2003). Asískar innfly- tjendakonur og fslensk heilbrigðisþjónusta. Óbirt M.A.-ritgerð í uppeldis- og menntunar- fræðum. Valgerður Katrin Jónsdóttir (2004). Fátækt og heilsufar. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 2. 26-15. Þingsályktun um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna (2007). Umboðsmaður barna, Háskóli fslands (2005). Ungir íslendingar í Ijósi vísindanna. Reykjavík, umboðsmaður barna, Háskóli íslands. Nýr greinaflokkur um fíkn Á fundi ritnefndar þann 14. september sl. var ákveðið að fara af stað með nýjan greinaflokk um fíkn; áhrif á heilsufar þeirra sem glíma við þann vanda og fjölskyldur þeirra. Sem dæmi má nefna fíkn í áfengi- og vímuefni, mat, kynlíf, vinnu, tölvunotkun o.fl. Þeir sem hafa áhuga á að senda inn efni á þessu sviði eða koma FRÉTTAPUNKTUR með hugmyndir eru beðnir um að senda það inn fyrir 31. desember 2007 á hjukrun@hjukrun, merkt ritstjórn Tímarits hjúkrunarfræðinga. Fræðslugreinar, ritrýndar greinar, viðtöl og almenn umfjöllun falla undir greinaflokkinn og eru hjúkrunarfræðingar sem og aðrar fagstéttir á heilbrigðissviði hvattar til að senda inn efni. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007 21

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.