Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Page 46
Stofnskrá sjóösins var undirrituð 29. júní sl. Á myndinni eru frá vinstri: Erla Kolbrún Svavarsdóttir. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, Sóley Bender og Stefán Bragi Björnsson, fulltrúi Ingibjargar í stjórn sjóðsins NÝR STYRKTARSJÓÐUR VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Rannsóknasjóöur Ingibjargar R. Magnúsdóttur styrkir meistara- og doktorsnema í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræðum HÁSKÓLI ÍSLANDS STYRKTARSJÓÐIR Ljósmæðrafélag íslands, heilbrigðis- og tryggíngamálaráðuneytið, Glitnir og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði hafa lagt fram fé til sjóðsins, auk framlags Ingibjargar og bróðurdóttursonar hennar, Magnúsar F. Guðrúnarsonar. Þar fyrir utan hafa sjóðnum borist fjölmargar gjafir, m.a. fyrir tilstuðlan dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings. Stofnfé var fimm milljónir króna en álíka upphæð vantar til að unnt sé að veita styrki úr sjóðnum. Hjúkrunarfræðingum er bent á að tilvalið er að gefa í sjóðinn til minningar um látna vini eða aðstandendur og nemendahópar geta einnig gefið í sjóðinn í tilefni árgangaafmæla. Nýr styrktarsjóður var stofnaður við Háskóla íslands í iok júní, Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnús- dóttur, en hann veitir styrki til rannsókna í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræðum. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræðum og úr honum verða hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum í doktorsnámi, sem fellur að markmiði sjóðsins, veittir styrkir. Stefna hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands er að efla framhaidsnám til meistara- og doktorsprófs og sú stefna samrýmist stefnu skólans í þeim efnum. Herdís Sveinsdóttir prófessor er formaður stjórnar og fulltrúi rektors en aðrir í stjórn eru Stefán Bragi Bjarnason lögfræðingur, Helga Gottfreðsdóttir Ijósmóðir, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir hjúkrunarfræðingur og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Hægt er að fylla út eyðublað til styrktar sjóðnum á slóðinni: http://www.hjukrun. hi.is/page/hjfr_rannsoknastofnun. Frekari upplýsingar veitir Hildur Friðriksdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofu í hjúkr- unarfræðum, netfang hildurfr@hi.is, sími 525 5280. V.K.J. 44 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.