Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Page 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Page 33
UM STJORNUN Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hjúkrunarsveitar er um margt ólíkt því sem gerist í almennri deildarvinnu. Starfið er mjög fjölbreytt og þeir öðlast mikla klíníska reynslu. Þeir fá góða innsýn í starfsemi spítalans og eignast samstarfsfólk á ólíkum deildum og sviðum. Reynsla og þekking af starfsemi hinna ólíku sviða er veigamikill þáttur í starfsþróun þeirra og gerir þá eftirsóknarverða starfskrafta. Enn fremur hafa þeir meiri stjórn á vinnutíma sínum og geta hagað honum þannig til að sveigjanleiki hans sé meiri en almennt gerist í deildarvinnu. Gerð er sú krafa til hjúkrunarfræðinga hjúkrunarsveitar að þeir geti tekið vaktir á nánast hvaða deild sem er, og álagið sem því fylgir er metið til launa. Hjúkrunarsveitin hefur sannað gildi sitt og stefnt er að því að efla hana enn frekar. Nýlega var auglýst eftir hjúkrunarfræðingum til starfa með sveitinni og vonast er til að með haustinu bætist liðsafli í sveitina. Nýráðnir hjúkrunarfræðingar fá sérskipulagðan þjálfunartíma á bráðadeildum og stefnt er að því að halda annað námskeið fyrir hjúkrunarsveitina. að hafa viðbragðsvakt einnig um helgar. Viðbragðsvaktina geta deildir pantað ki. 8.00 að morgni dags og óskað eftir að fá hjúkrunarfræðing strax á vakt. Einn hjúkrunarfræðingur er á viðbragðsvaktinni og fer hann á þá deild þar sem álagið er mest samkvæmt sjúklingaflokkun og þar sem lakasta mönnunin er hverju sinni. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.