Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Blaðsíða 55
ÞANKASTRIK Þórunn Júlfusdóttir, thorunnj@fa.is UMHYGGJAí HJÚKRUN Með mér á myndinni er nafna mín, fyrsta barnabarnið, sem fæddist í júní síðastliðnum. Forvitni og iífsgleði skín úr augunum. Mamma hennar þurfti aðstoð við brjóstagjöf á fyrstu dögum hennar og þá kom til hjálpar góðvinkona mín, Ingibjörg Baldursdóttir brjóstagjafarráðgjafi. Hún kom með engum fyrirvara á ögurstundu og gerbreytti stöðunni; sýndi frábæra hjúkrun og umhyggju sem skildi eftir öruggari og stoltari mömmu. Óbeint á hún því þátt í því glaða og fríska barni sem á myndinni er. Umhyggja hefur verið mér hugleikin nú á haustdögum. Margar ástæður hafa legið þar að baki. Umhyggja í lífinu almennt, sú sammannlega umhyggja sem heldur lífinu gangandi. Umhyggja í hjúkrun. Orðið umhyggja felur í sér svo margt. Það felur í sér að okkur er ekki sama. Umhyggja knýr okkur til framkvæmda. Umhyggja er líka orkufrek. Þess vegna verðum við að huga að okkur sjálfum til að geta verið umhyggjusöm. Nýverið las ég grein eftir Sigríði Halldórs- dóttur þar sem hún fjallar um umhyggju í hjúkrun, að hún sé innsta eðli hjúkrunar. Því er ég mjög sammála. Það var án efa umhyggja fyrir hermönnum sem rak Florence Nightingale til að bæta aðstæður þeirra í Krímstríðinu. Það var umhyggja fyrir minnihlutahópum og réttlætiskennd sem rak Madeleine Leininger til að skipuleggja fjölmenningar- lega hjúkrun þar sem allir fengju þá hjúkrun sem þeim bar, sama hvaðan þeir komu. Hringskonur byggðu spítala af umhyggju fyrir börnum landsins. Gleymum ekki sögunni, manneskjan breytist lítið þó tímarnir og umhverfið breytist. í hjúkrunarnámi er svo mikilvægt að búa nemendur vei undir umhyggju í hjúkrun, að hún sé heilandi og skapandi þáttur í eðli sínu. Umhyggja fyrir hjúkrunarfræðingunum sjálfum ætti einnig að vera sjálfsagður hlutur á vinnustöðum þeirra. Að eiga stuðning vísan ef eitthvað bjátar á, ef tíran dofnar. Þá er ómetanlegt að eiga góða að. Eldsneyti í formi hvatningar og umhyggju glæðir og maður er tilbúinn í slaginn á ný. Mér hefur alltaf fundist hjúkrun vera listgrein. Maður verður að vera einlægur, í hjúkrun er ekki hægt að „blöffa". Maður er alltaf í beinni útsendingu. Maður hefur verkfærin, hina faglegu þekkingu, eins og listmálarinn hefur sína. En þá á eftir að bætast við sköpunin sem byggist á lífsreynslu okkar, tilfinningum, umburðarlyndi, virðingu og þekkingu á viðfangsefninu og hvað við viljum og getum sagt. Það er mikið undir okkur komið hvers konar hjúkrunarfræðingar við verðum þegar upp er staðið, hverju við bætum við. Hvað við „málurn". Fyrir þetta starf viljum við fá góð laun, eðlilega. Nú hafa hjúkrunarfræðingar dregist aftur úr í launum miðað við aðrar heilbrigðisstéttir og það þarf að laga. Hjúkrun og stuðningur við innflytjendur hafa lengi verið mér hugleikin. Að heilbrigðiskerfið taki vel á móti einstaklingum, sama hvaðan þeir koma, allir hafi rétt á að fá sömu þjónustu. Fólk þarf að finna að það er velkomið tii að geta dafnað og liðið vel. Það eru sjálfsögð mannréttindi. í hjúkrun mættum við örugglega vera pólitískari, segja virkilega hvað okkur finnst um ástandið í samfélaginu og spyrja krefjandi spurninga. Hvað er það sem betur má fara? Hvað er að? Á hvaða leið erum við? Aukin skilvirkni og framleiðni innan heilbrigðiskerfisins samræmist til að mynda ekki vel þeim hjúkrunarmarkmiðum sem við setjum fyrir okkar skjólstæðinga, einfaldlega af því að við erum manneskjur en ekki þorskar á færibandi. Hraði samfélagsins má ekki koma í veg fyrir að við leitum ávallt bestu leiða í hjúkrun. Við verðum að standa vörð um jafnræði í samfélaginu, skjólstæðinga okkar og það sem hjúkrun stendur fyrir. Það er svo margt hægt að bæta, hjúkrun er svo samfélagsleg í eðli sínu. Skipta sér af, það er umhyggja. Hafa áhrif, það er umhyggja. Við þurfum að gera kröfur til stjórnenda og stjórnmálamanna og hafa forgangsröðunina á hreinu. Ég skora á Guðrúnu Hildi Ragnarsdóttur að skrifa næsta þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.