Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1980, Qupperneq 9

Norðurslóð - 16.12.1980, Qupperneq 9
Leikferð til Danmerkur Leikhópurinn í Saumastofunni. Aftari röð: Rúnar, Sigríður, Ingólfur, Kristín, Einar, Dagný og Lárus. f miðju: Kristján Hjartarson form. Fremri röð: Guðrún Alfreðsdóttir Ieikstjóri, Brynja, Lovísa, Björn og Kristjana. Leikferð leikfélags Dalvíkur til Danmerkur er lokið, og allir þátttakendur komnir heim aftur heilir á húfi. Er skemmst frá því að segja að ferðin tókst með afbrigðum vel og var ævintýri sem ekki gleymist. Leikið var á þrem stöðum á Jótlandi, í Grásten, Árhus og Viborg. Það var leifélagið í Grásten „Det Lille Teater" sem bauð leikfélagi Dalvíkur að koma til Danmerkur með „Saumastof- una“ og það skipulagði einnig sýningarnar á þessum þrem stöðum. Det Lille Teater er í leikhring með LeikTélagi Dal- víkur ásamt einu leikfélagi frá hverju hinna Norðurlandanna. Móttakan i Grásten og dvölin þar, verður áreiðanlega há- punktur ferðarinnar í hugum þeirra, sem þátt tóku í leik- ferðinni. Kvöldiðáheimili Anne og Arne Ábenhus, þegar við komum til Grásten, verður lengi munað. Þarna beið okkar fyrsta veislan en ekki sú síðasta, og þarna beið okkar hópur af fólki, sem við áttum eftir að kynnast betur næstu daga. Þetta voru gestgjafar okkar sem áttu að hýsa okkur næstu þrjár nætur. Margt afþessufólki voru kennarar, ein læknishjón og ein íslensk hjón Soffía og Jóhann Ólafsson úr Hafnarfirði, en þau hafa verið búsett í Grásten í 11 ár. Arne Ábenhus fræddi okkur um Grásten og leikfélagið þar og sagði okkur hvernig dagskrá næstu daga væri áætluð. Þetta var ljómandi kvöld. Við sem ekki höfðum fengið neina æf- ingu ennþá í að tala dönskuna, brugðum á það ráð að þakka fyrir okkur með því að syngja nokkur ísl. lög, m.a. Ríðum ríðum og rekum yfir sandinn, og það lag urðum við síðan að endurtaka aftur og aftur næstu daga. Já dagarnir í Grásten voru fljótir að líða, við ferð- uðumst í heilan dag í boði leik- félagsins þar, með góðum leið- sögumönnum í yndislegu veðri með haustliti á trjám og gróðri. Arne Ábenhus, sem er heill sjóður fróðleiks sagði okkur á sinn skemmtilega hátt frá því helsta á leiðinni. Fyrst var ekið niður undir landamæri Dan- merkur og Þýskalands og rakin fyrir okkur landamæraátökin sem þar hafa orðið, og skoðaðir minnisvarðar um þá atburði. Síðan ókum við meðfram landamærunum í vesturátt brugðum okkur á einum stað yfir til Þýskalands þar sem heitir Rosenkrans og fengum stimpl- uð vegabréfin okkar svona til að geta gortað af heima seinna meir. Næsti áfangastaður var Kiers gárd, upprunalegur danskur bóndabær u.þ.b. 300 ára gam- all. Bænum var haldið við í sinni upprunalegu mynd, t.d. var stráþakið endurnýjað nýlega. Þennan bæ hefur sýslunefnd Suður Jótlands hugsað sér að gera að einskonar miðstöð fyrir listamannasamtök. Dats, (Dansk amatör teater samvirke) voru fyrstu samtökin sem notfærðu sér aðstöðuna með því að ráða leikritahöf- und til að búa þar í þrjá mánuði og semja ásamt áhugamönnum í grenndinni, leikrit um líf fólks suður þar. Leikrit þetta var síðan æft og sýnt í hinni gríðarstóru hlöðu á Kiers gárd. Við ákváðum í skyndingu að í næstu „heimsreisu" skyldum við sýna þarna, en í þetta sinn létum við okkur nægja að borða hádegisverð úr nestiskörfum sem allir fengu með sér að heiman um morguninn. Er allir höfðu skrifað í gestabókina og tekið myndir á þessum skemmtilega stað, ókum við enn til vesturs. Er hingað var komið fór að verða áberandi ýmis veitu og stíflumannvirki, en þarna er landið lægra en sjávarmál og sífelld hætta á flóðum, sem frá örófi alda hafa valdið geysilegu tjóni og mannskaða. Við skoð- uðum þarna eina stífluna sem temprar mun flóðs og fjöru. Á heimleiðinni ókum við m.a. gegn um bæina Tönder og Mögeltönder en sá síðarnefndi gengur gjarnan undir nafninu, fallegasta sveitaþorp í Evrópu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um þessa dagsferð, sem var einkar fróðleg og mun áreiðanlega lengi lifa í minnum okkar. Um kvöldið sáum við frum- sýningu hjá Det Lille Teater á „Melodien der blev væk“ eftir Kjeld Abel. Þess má geta til gamans að leikstjórinn Povl Trier Hansen var einn af gest- gjöfum okkar í Grásten, Ingólf- ur og Dagný bjuggu hjá honum og konu hans Asta. Povl Trier læknir að atvinnu og kennir einnig vip landbúnaðarskólann í Grásten. Aðalmunurinn sem okkur fannst á starfsemi Det Lille Teater og Leikfélagi Dalvíkur var sá, að þau setja upp leiki oft á ári og fá þá bara einhvern úr félaginu til að stjórna. Þau æfa einu sinni í viku allt árið. Sarfsemi Leikfélags D'alvíkur miðast eins og allir vita aðallega við eitt höfuðverkefni á árinu og það fær starfandi leikara eða leikstjóra og greiðir honum laun. Æfingar eru þá 5-6 sinnum í viku í 6 vikur fyrir frum- sýningu. Að öðru leiti virðist okkur þessi tvö leikfélög hafa yfir sér mjög svipaðan blæ. Eitt hefur „Det Lille Teater“ fram yfir Leikfélag Dalvíkur: Eigið leik- hús, sem þó er mun minna en „Ungó“ og ekki eins góð aðstaða baksviðs og hér. Eigin- lega má frekar líkja leikhúsi þeirra við Þinghúsið á Grund hvað stærð og aðstöðu snertir. Þetta hús var þeim gefið af bæjarfélaginu. Það stendur rétt utan við bæinn. Á sama stað eru höfuðstöðvar Dats, þar sem Arne Ábenhus hefur skrifstofu, en hann er formaður Dats. Þar er einnig rekin útgáfustarfsemi og safn með handritum, leik- skrám, blaðaúrklippum og fleiru í þágu félagsins. Þarna vinnur Ánne Ábenhus einnig ásamt fáeinum öðrum. Skólinn í Grásten heimsóttur. Á öðrum degi kl. 10 f.h. heimsótti hópurinn Barna og unglingaskólann í Grásten. Þar tók á móti okkur skólastjórinn O. Knudsen. Við höfðum hitt hann kvöldið hjá Arne Áben- hus. Hann kynnti okkur fyrir kennurum og nemendum skól- ans. í skólanum eru 600 nem- endur til 16 ára aldurs. Það voru eldri bekkirnir sem við áttum að hitta. I stórum samkomusal skólans sýndum við litskygnur frá íslandi, bæði úr heima- héraði og öðrum fögrum stöð- um á landinu. Frá eldgosinu í Vestmannaeyjum og Heklu, við sögðum lítillega frá landi og þjóð og svöruðum líflegum spurningum kennara og nem- enda. Að lokum söng Kristján nokkur lög með gítarundirleik við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Á eftir drukkum við kaffi á kennarastofunni með kennur- um skólans. Landbúnaðarskólinn í Grásten. Anne Ábenhus kom síðla dags út í leikhúsið þar sem við vorum að undirbúa leiksýningu okkar, og tók undirritaðar með sér út í Landbúnaðarskólann í Grást- en, henni fannst ófært að bónda- kona frá íslandi kæmi til Grásten án þess að fá að sjá þann ágæta skóla, og þetta var greinilega ágætur skóli, og góður búskapur með kýr og svin, en það merkilegasta í sambandi við kýrnar fannst okkur þó, að úr mykjunni er unnið gas, sem svo er notað til að hita upp öll húsakynni skólans. Saumastofan. Að kvöldi þessa dags var Saumastofan sýnd í húsi leik- félagsins. Leikskráin var á dönsku og auðveldaði það áhorfendum að fylgjast með efninu. Húsfyllir var á sýn- ingunni, og leiknum vel tekið. Formaður Det Lille Teater, Tage Nielsen ávarpaði leikend- ur að leikslokum, afhenti öllum bók um Grásten, og bauð hópnum heim til sín og konu sinnar Else. Þangað kom einnig hópur heimamanna bæði allir þeir sem hýst höfðu okkur, gestina, félagar úr leikfélaginu og fleiri. Þarna var mikil veisla og ákaflega skemmtilegt að vera. Nú var fólk farið að þekkjast og málið virtist hreint ekki vera mikil hindrun. En þetta kvöld var liðið áður en varði og dvölinni í Grásten brátt lokið líka. Næsta mórgun átti að leggja af stað til Árósa. Góðir vinir voru kvaddir og allir voru sammála um að þessir dagar í Grásten yrðu okkur ógleymanlegir. í lest til Árósa. Frá Grásten var haldið í lest til Árósa. Þar tók á móti okkur á járnbrautarstöðinni Henrik Sommer skólastjóri Unge Hjems Höjskole. Skólinn er rétt utan við borgina. Árósar er næststærsta borg Danmerkur með 250.000 íbúa. Því miður gafst okkur ekki tími til þess að skoða hana. Við keyrðum aðeins í gegn um hana til og frá skólanum. Unge Hjems Höjskole og Efterskole er stór heimavistar- skóli vel búinn öllum tækjum og þægindum. Kona skólastjórans gekk með okkur um húsakynnin og þarna fengum við bæði gistingu og annan beina, voru móttökur allar hinar bestu. Þarna lékum við um kvöldið, samkomusalurinn er stór með góðu leiksviði. Áhorfendurvoru nemendur og kennarar skólans. Eftir sýninguna var okkur boðið inn í rúmgóða og fallega kenn- arastofu skólans, báru kennarar þar fram veitingar, og skóla- stjórinn fræddi okkur um störf skólans og sögu. Og þetta kvöld endaði eins og kvöldin áður, með íslenskum söng. Viborg vinabær Dalvíkur. Síðasti leikstaðurinn var Vi- borg. í Viborg eru tæplega 30.000 íbúar. í útjaðri bæjarins er stór menntaskóli og þar lékum við, en gistum á farfugla- heimili. Það má kannske segja að einu vonbrigðin í ferðinni yrðu í Viborg, þar þurfti hóp- urinn að leika kl. 11 að morgni í dagsbirtu. Það var óneitanlega dálítið óvenjuleg uppákoma. Þarna var stór íþróttasalur troðfullur af áhorfendum, og við reyndum svo sannarlega að gera okkar besta. Um kvöldið borðuðum við á veitingahúsi inn í bænum í boði bæjarstjórnar Viborgar. Þangað kom einnig stjórn Norræna félagsins á staðnum og nokkrir aðrir. Þarna afhentum við gjöf frá bæjarstjórn Dalvíkur til bæjarstjórnar Viborgar, eftir- prentun að málverki Ásgríms, Svarfaðardalur. Flogið til Hafnar. Tveim síðustu dögum ferðar- innar var eytt í Kaupmanna- höfn, og flogið heim þaðan eftir viku dvöl á danskri grund. Ekki verður lokið reisubók þessari öðruvísi en að hópurinn þakki öllum þeim innlendum og erlendum sem á einhvern hátt stuðluðu að því að ferðin varð veruleiki. Sérstaklega viljum við þakka dönskum gestgjöfum okkár í Grásten, Árhus og Viborg, sem sáu til þess að ferðin varð jafn vel heppnuð og raun ber vitni. Sigríður og Brynja tóku saman. Auglýsing um innheimtu þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyja- fjarðarsýslu. Síðasti gjalddagi þinggjalda 1980 var hinn 1. des- ember s.l. Er því hér með skorað á alla gjaldendur þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, er enn hafa ekki gert full skil, að greiða gjöldin nú þegar til embættisins, svo komist verði hjá óþæg- indum, kostnaði og frekari dráttarvöxtum, er af vanskilum leiðir. Dráttarvextir eru nú 4.75% fyrir hvern vanskilamánuð. Sömuleiðis eru kaupgreiðendur hér með minntir á að skila þegar til embættisins sköttum starfs- manna. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 3. desember 1980. NORÐURSLÓÐ - 9

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.