Fréttablaðið - 13.05.2017, Blaðsíða 40
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skóla-
stjóri Bíldudalsskóla.
„Fólki getur líka fækkað jafn hratt og því fjölgar, ef ein barnmörg fjölskylda
flyst í burt fækkar um marga nemendur í skólanum.“ mynd/BíldudalSSkóli
Þrjátíu og sjö krakkar sækja Bíldudalsskóla. Nemendur voru færri en tuttugu þegar
fæst var.
„Það hefur verið ævintýralegt að
fylgjast með fólksfjölgun í sveitar-
félaginu síðustu ár og auðvitað
mjög ánægjulegt,“ segir Ásdís
Snót Guðmundsdóttir, skóla-
stjóri Bíldudalsskóla, en þar hefur
fjöldi nemenda hátt í tvöfaldast á
nokkrum árum.
Krakkarnir voru hér fæst í skól-
anum átján talsins og hafði þá farið
fækkandi í nokkur ár. Upp úr árinu
2007 fór aðeins að lifna yfir málum
en um það leyti var kalkþörunga-
verksmiðjan reist í sveitarfélaginu
og íbúum fjölgaði. Haustið 2015
voru þeir orðnir þrjátíu og fimm
en þá hafði Arnarlax hafið starf-
semi í Arnarfirði. Síðasta haust var
fjöldi nemenda við skólann orðinn
þrjátíu og sjö.
Fólki getur líka fækkað jafn hratt
og því fjölgar, ef ein barnmörg
fjölskylda flyst í burt fækkar um
marga nemendur í skólanum. En
vonandi heldur áfram að fjölga,
það er skemmtilegri þróun,“ segir
Ásdís. Þá sé skólinn í nánu sam-
starfi við leikskólann í bænum þar
sem fjöldi barna sveiflast einnig til.
„Leikskólakrakkarnir koma í
hverri viku í skólann og ungling-
arnir okkar eru í vali um að fara í
leikskólann í útivist með krökk-
unum. Þetta er mjög vinsælt val
og hefur gengið frábærlega vel.
Þetta eflir tengslin milli stofnana,“
segir hún. Bíldudalsskóli búi vel
að menntuðu starfsfólki sem fagni
þeim áskorunum sem fylgi fleiri
nemendum.
„Fjölgun og fjölbreytileika fylgja
auðvitað nýjar áskoranir. Nem-
endahóparnir eru stærri og flóran
er fjölbreyttari. Hjá okkur er meiri-
hluti starfsmanna fagmenntað
fólk, ýmist fagmenntað eða í námi
í kennslufræðum. Til okkar kom
kennaranemi í haust, sem klárar
B.Ed. næsta haust. Eiginmaður
hennar fékk vinnu á svæðinu og
þeim líkar svo vel að þau vilja
setjast hér að.
Ég hugsa að helstu vaxtarverkir
þessarar þróunar séu húsnæðis-
málin,“ segir Ásdís. það vanti leigu-
húsnæði fyrir fjölskyldufólk. „Fólk
leggur kannski síður í að byggja úti
á landi með tilheyrandi kostnaði.“
Sjálf er Ásdís innfæddur Bíld-
dælingur og hafði kennt í mörg ár
við skólann áður en hún tók við
skólastjórastöðunni síðasta haust.
Um tíma hafði hún sjálf íhugað að
flytja burt.
„Við maðurinn minn fluttum eitt
ár til Grundarfjarðar en komum
til baka. Enda skildi fólk ekkert í
okkur að vera að fara,“ segir hún
sposk.
Fjöldi nemenda
hefur tvöfaldast
Oddrún með Salbjörgu ósk atladóttur sem er á reiðnámskeiði hjá Fræðslu-
nefnd fatlaðra í Herði. mynd/Eyþór
Oddrún er menntaður reið-kennari frá Hólum og hefur í gegnum tíðina kennt
krökkum með raskanir á borð við
einhverfu og ADHD. „Um tíma
starfaði ég sem stuðningsfulltrú í
skóla og það kveikti endanlega í
mér að fara í nám í þroskaþjálfun,“
segir Oddrún sem kunni afar vel
við námið og samnemendur sína
sem voru á öllum aldri. „Þá var
mun meira af strákum í náminu en
verið hafði sem var mjög skemmti-
legt.“
Hún segist hafa lært afskaplega
mikið. „Þegar ég byrjaði fattaði ég
hvað ég vissi í raun lítið um rétt-
indi fatlaðs fólks og heillaðist mest
af því að geta orðið málsvari þeirra
sem þurfa á því að halda.“
reiðnámskeið sem með-
ferðarform
Oddrún hefur unnið mikið með
hestamannafélaginu sínu, Herði
í Mosfellsbæ, sem heldur úti afar
metnaðarfullu starfi fyrir fatlaða.
„Fræðslunefnd fatlaðra var stofnuð
árið 2010 en verkefni hennar er að
þróa reiðnámskeið sem henta sem
meðferðarform og frístund fyrir
fatlaða einstaklinga,“ segir Odd-
rún en námskeiðin njóta mikilla
vinsælda. „Í dag eru námskeið sex
sinnum í viku, fimm hestar eru í
notkun fyrir námskeiðin og færri
komast að en vilja. Mjög bland-
aður hópur sækir námskeiðin og
er mismunandi hversu mikið af
aðstoðarfólki þarf hverju sinni,
stundum þarf þrjá og stundum
engan,“ útskýrir hún.
Sýna aðra hegðun kringum
dýr
Þegar kom að því að velja efni
í lokaritgerð kom fátt annað til
greina hjá Oddrúnu en að nýta
sína fyrri menntun, reynslu og
áhuga á hestamennsku. Úr varð
ritgerðin Aðstoð hesta í lífi ein-
hverfra einstaklinga.
„Mig langaði að kafa aðeins
dýpra í hvernig hægt er að nota
hestamennsku sem meðferðar-
form. Á undanförnum árum hefur
reiðþjálfun með fötluðum ein-
staklingum aukist mikið hér á
landi en taka skal fram að erlendis
er reiðþjálfun ekki ný af nálinni
og hafa verið gerðar ýmsar rann-
sóknir því tengdar,“ segir Oddrún
sem vildi skoða reiðþjálfun og
ávinning hennar fyrir fatlaða ein-
staklinga en hún ákvað að afmarka
sig við einstaklinga sem greindir
hafa verið með einhverfu.
Hún skipti ritgerðinni upp í
tvo hluta. Í öðrum skoðaði hún
fræðilega greiningu á áhrifum
reiðþjálfunar. „Heimildir eru
reyndar af nokkuð skornum
skammti en nokkuð hefur verið
skrifað um meðferðarform með
gæludýrum. Temple Grandin er til
dæmis þekktur prófessor í háskóla
í Colorado og er greind með ein-
hverfu. Hún hefur skrifað margar
bækur um það hvernig er að vera
einhverfur einstaklingur og hefur
einnig skrifað bækur um dýr. Hún
telur að einhverfir hafi sérstök
tengsl við dýr sem aðrir einstakl-
ingar hafi ekki. Margar rannsóknir
sýna til dæmis að einhverfir hegði
sér á mismunandi hátt eftir því
hvort þeir eigi í samskiptum við
menn eða gæludýr. Þau geta sýnt
dýrum hegðun sem þau geta ekki
sýnt mannfólkinu. Í samneyti við
gæludýrin getur ótti minnkað sem
og óviðeigandi hegðun og kvíði.
Færni einstaklinganna í félagslegri
hegðun eykst og þau sýna gælu-
dýrunum oft mikla alúð og ást,“
lýsir Oddrún. Hún bendir á að til
séu meðferðir sem kallist meðferð
með hjálp dýra og virkni með hjálp
dýra. „Rannsóknir um virkni hafa
sýnt að þetta meðferðarform sé
árangursríkt fyrir einstaklinga með
einhverfu. Í meðferðinni virðist
einstaklingurinn fá stuðning frá
dýrinu og sjálfsálit virðist aukast í
kjölfar þess.“
Viðtöl við aðstandendur og
notendur
Í hinum hluta ritgerðar sinnar tók
Oddrún viðtöl. „Ég tók viðtal við
Berglindi Ingu Árnadóttur, eiganda
Hestamenntar og Harðarfélaga,
sem hefur mikla reynslu af því að
vinna með fötluðu fólki á hestbaki.
Þá tók ég viðtöl við tvo aðstand-
endur og notendur sem hafa verið
á reiðnámskeiðum og eru með
ein hverfu greiningu.“
Henni fannst hún fá einna mest
út úr því að tala við aðstandendur.
„Þeir töluðu um hversu hestarnir
hefðu haft góð áhrif á einstakling-
inn, róað hann og aukið ein-
beitingu. Þá töldu þeir námskeiðin
einnig hafa góð áhrif á líkamlegu
hliðina á borð við jafnvægi.“
Oddrún hefur fullan hug á að
starfa áfram að framgangi reið-
námskeiða fyrir fatlaða. Hún
skilaði með ritgerðinni bæklingi
með sínum hugmyndum að því
hvernig best væri að byggja upp
slík reiðnámskeið en þar telur
hún mikilvægast að mynda teymi
í kringum hvern einstakling sem
ynni að markmiðasetningu í sam-
ráði við reiðkennara.
„Síðan er það ósk okkar í
fræðslunefnd fatlaðra að breiða
út boðskapinn og fá fleiri hesta-
mannafélög í lið með okkur þannig
að boðið yrði upp á námskeið sem
þessi víðar en í Mosfellsbæ.“
Áhrif hesta á líf
einhverfra
Oddrún Ýr Sigurðardóttir útskrifast sem
þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands í vor. Í loka-
ritgerð sinni skoðaði hún hvaða áhrif hest-
ar geta haft á líf einhverfra einstaklinga.
6 kynninGarBlaÐ 1 3 . m a Í 2 0 1 7 l au G a r daG u r
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-B
9
4
4
1
C
D
9
-B
8
0
8
1
C
D
9
-B
6
C
C
1
C
D
9
-B
5
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K