Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 21

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 21
32/1978 um hlutafélög). Ekki er heldur gerð grein fyrir skattalegum áhrifum þeirra viðskipta sem lýst hefur verið hér að framan. Helstu ástæður þessa eru þær að í íslenskum lögum um tekjuskatt og eignarskatt er hvorki fjallað um samstæð- ur eða samstæðuársreikninga né skatt- lagningu þeirra. í næsta kafla verður reynt að tengja þær reikningsskilavenjur, sem nefndar hafa verið í þessum kafla, íslenskum aðstæðum með það fyrir augum að fá út einhvers konar aðferðir við samstæðureikningsskil er henta hér á landi. 3. ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR 3.1. íslenskar reikningsskilavenjur. Hér á landi hafa orðið veigamiklar breytingar á viðskiptaháttum á síðustu áratugum. Félög hafa stækkað og við- skiptatengsl og sambönd alls konar orðið algengari. .Einn liður í þeirri þróun að öðlast sambönd eða ítök í öðrum félögum hefur verið að kaupa eignarhluta í við- komandi félögum. Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað í viðskiptaháttum hefur ekki orðið sambærileg þróun í reikningsskilum varðandi þessi mál. Félög eignfæra yfir- leitt hlutabréfaeign sína í öðrum félögum á nafnverði og breyta þeirri eignfærslu aðeins við móttöku jöfnunarhlutabréfa. Einú tekjurnar sem félög færa í bókum sínum af viðkomandi hlutabréfaeign er móttekinn arður. Yfirleitt er ekki gerð grein fyrir því hvort félag, sem á hlutdeild í öðru félagi, sé í raun móðurfélag og litlar eða engar tilraunir eru gerðar til þess að eyða innbyrðis viðskiptum milli móður- og dótturfélags. Við breytingar á þessum aðferðum verður að hafa í huga að ýmsar aðstæður hér á landi gera það að verkum að ekki er hægt að taka beint upp erlendar reiknings- skilaaðferðir án þess að aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Hér á landi hefur verðbréfamarkaður verið mjög takmarkaður og hlutabréf hafa yfirleitt ekki verið boðin til sölu á almennum markaði. Ekkert skráð mark- aðsverð er því til á hlutabréfum hér á landi. Lítil eftirspurn hefur verið eftir hlutafé hjá einstaklingum og hafa hluta- bréf yfirleitt verið talin léleg fjárfesting. Ef þessar staðreyndir eru bornar saman við erlendar aðstæður t.d. í Bandaríkjun- um kemur annað í ljós. Þar eru mjög mikil viðskipti með hlutabréf og flest stærri félög hafa skráð markaðsverð á hlutabréf- um sínum. Einstaklingar og félög gera mikið af því að fjárfesta í arðvænlegum fé- lögum þar sem slík fjárfesting er yfirleitt talin hagstæðari en að hafa fé í banka. Þar sem hlutabréf eru mjög auðseljanleg er algengt að félög leggi umframfjármagn í kaup á hlutabréfum í von um skjóta ávöxt- un. Einnig eru slík kaup ein leiö til vaxtar félaga. Helstu kaup félaga á hlutafé hérlendis hafa verið gerð til þess að tryggja sér hráefni. í slíkum tilfellum er það ekki fjárfestingin sem slík sem skiptir megin máli eða ávöxtun hennar heldur þeir hagsmunir sem tryggðir eru. Pau atriði sem nefnd hafa verið hér að framan ber að hafa í huga við gerö sam- stæðuársreiknings hér á landi vegna þess að erlendis eru samstæðuársreikningar helst taldir gagnlegir fyrir mögulega fjárfesta og hluthafa móðurfélags. Hér á eftir verður leitast við að lýsa þeim aðstæðum sem eru frábrugðnar erlendum aðstæðum og jafnframt verður reynt að finna viðeigandi aðferðir er nota má við gerð samstæðuársreikninga hér á landi. 3.2. Kostnaðarverðsaðferð breytt í hlut- deildaraðferð. Eins og lýst var hér að framan hafa 19

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.